Vikan


Vikan - 16.04.1992, Síða 10

Vikan - 16.04.1992, Síða 10
Ég uni mér vel úti í náttúrunni < Fríða með sonum sfnum, Agli t.v. og Jakobi Jón- assonum. Hér á eftir fáum við að kynnast ævintýrakon- unni og listakokknum Fríðu Sophie Böðvarsdóttur. Hún býr ( Kópavogi ásamt tveimur ungum sonum sínum og tók því alúðlega að veita viðtal, þar sem rætt yrði um allt milli himins og jarðar, ef til vill minnst á ástina og vináttuna, auk þess að kynna hana sem frábæran kokk og hörkuvinnu- þjark. - Af hverju ertu svona dug- leg, Fríða? Hún hlær við og spyr á móti. „Er ég það? Ég hef nú ekkert hugsað út í það en strax sem unglingur vildi ég fara að standa á eigin fótum og sautj- án ára að aldri réð ég mig sem au pair til Englands. Mamma og pabbi voru nú ekkert ánægð með þetta en ég fór mínu fram. Ekki var ég sérlega heppin með fyrstu fjölskylduna sem ég dvaldi hjá, konan gerði ekkert nema að borða og fara í búðir og var vöxturinn eftir því. Varð ég að draga af henni skóna á kvöldin og borða ein eftir að hafa eldað fyrir þau hjónin og boriö þeim matinn. Þetta féll mér ekki alls kostar svo ég skiþti bara um fjöl- skyldu og var heppin eftir það. Ég dvaldist í eitt ár í Englandi. Þá kom ég heim og var á ís- landi í hálft ár en lagöi síöan land undir fót og fór vestur um haf til Kaliforníu. Þar bjó ég í eitt ár og vann aftur fyrir mér sem au pair, sá um heimili og börn. Ég lærði mikið á þessum árum og tel þau hafa lagt grunn aö sjálf- stæði mínu.“ Blaðamanni verður hugsað til eigin unglingsára. Aldrei hefði hann þorað í slík ferða- lög á þessum aldri og svo hefði mamma gamla mótmælt harðlega og sett stólinn fyrir dyrnar. Fríða viðurkennir að þetta hafi stundum verið erfitt en hún vissi strax á unga aldri hvað hún vildi og í stað þess að láta sig dreyma fram- kvæmdi hún. Hún er alin upp í Kópavogi, f glöðum systkinahópi. Árið 1974 útskrifaðist hún sem sjúkraliði og vann við skyld störf en árið 1977 var útþráin aftur farin að segja til sín og fluttist Fríða til Danmerkur og bjó þar í ein sex ár. „Það var yndislegt að búa í Danmörku. Ég átti hús á Ama- ger og hafði minn eigin mat- jurtagarð þar sem uxu ótal plöntur ásamt ávaxtatrjám." - Varstu þá farin að mat- Frh. á næstu opnu TEXTI: ANNA S. BJÖRNSDÓTTIR / LJÓSM.: BINNI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.