Vikan


Vikan - 16.04.1992, Side 12

Vikan - 16.04.1992, Side 12
Bráðum kemur út bók eftir Fríðu þar sem hún matreiðir hvers kon- ar bauna-, pasta- og grænmetis- rétti. EGGALDIN MEÐ PASTAFYLLINGU 2 eggaldin 300 g Twist tríó Mullers pasta 1 bufflaukur 2 msk. olía 1 dós aspas 3 hvítlauksrif 1 gulrót 2 sellerístönglar 1 grænmetisteningur 1/2 tsk. rósapipar 1 tsk. hunang 1 tsk. italian seasoning 1 peli rjómi 100 g dalayrja 100 g rjómaostur 1 msk maísmjöl 200 g mjólkurostur Skerið eggaldinin langsum, holið þau að innan og takið kjötið varlega úr. Leggið egg- aldinin til hliðar. Afhýðið og saxið laukinn smátt ásamt eggaldinkjötinu. Léttsteikið grænmetið upp úr olíu við vægan hita. Bætið aspasnum ásamt vökvanum í dósinni saman við. Afhýðið og saxið smátt hvítlauk, gulrót og sell- erístöngla. Kryddið réttinn með tilheyrandi kryddi. Bætið rjóma og ostum saman við og látið malla við vægan hita þar til osturinn er uppleystur. Þykkið réttinn með maísmjöli. Fyllið eggaldinin með pasta- fyllingu og leggið ostsneiðar yfir hvert eggaldin. Bakið þau í 180 gráða heitum ofni þar til þau eru gulbrún. Ostasósa: 2 msk. smjör 1/2 bufflaukur 1 rauðlaukur 3 hvítlauksrif 2 dl rjómi 2 dl mjólk 100 g camembert 100 g rjómaostur 1 tsk. hunang 1 grænmetisteningur 1/2 - 1 tsk. grænn, malaður pipar 1/2 tsk. italian seasoning Afhýðið og saxið laukinn smátt. Léttsteikið upp úr smjöri við vægan hita. Bætið rjóma og mjólk saman við ásamt ost- unum og smátt söxuðum hvit- lauk. Kryddið sósuna með til- heyrandi kryddi og berið hana fram með eggaldinunum. □ reiða þennan óvenjulega og fallega mat? „Þarna fór ég að leika mér með baunir, gera baunarétti og setja saman mínar eigin uppskriftir. Þetta kom bara smátt og smátt, ég gerði til- raunir og þær heppnuðust. í Danmörku lærði ég geð- hjúkrunarfræði og lauk prófi í þeirri grein og vann við hjúkr- un á því sviði um nokkurt skeið en síðustu ár hefur matargerðin verið það sem ég hef unnið við og hefur það komið svona af sjálfu sér. Vinir mínir hafa bent á mig og eitt leitt af öðru og ég hef mjög mikið að gera.“ Fríða hefur umsjón með kaffistofu Listasafns (slands, þar sem á þoðstólum eru kök- ur og smáréttir. Blaðamaður kom til Fríðu á kaffistofuna og fékk svo góðar veitingar að hann þurfti ekki að borða meira þann daginn. Kaffistof- an er einstaklega viðkunnan- leg. Á veggjum hanga falleg málverk og eru þau til að auka ánægjuna af listrænt fram- bornum matnum hennar Fríðu. Smáréttirnir eru Ijúffengir og bornir fram með grænmeti og stundum pasta og sósu. Þeir eru fallegir, svolítið öðruvísi en fólk á að venjast og er Fríða spurð um uppskriftirnar að þeim. Þær eru hennar hug- arsmíð og bið ég hana að segja frá því hvernig þær verða til. „Ég er mikill náttúruunn- andi. Úti í náttúrunni finnst mér ég vera frjáls eins og syngjandi fugl. Ég fer í göngu- ferðir, tek myndir og tíni jurtir og á þessum ferðum fæðast oft nýjar hugmyndir. Þær koma til mín og ég skrifa þær niður og prófa þær. Þannig verða nýjar uppskriftir til. Einn- ig leik ég mér með hráefni og geri tilraunir heima í eldhúsinu rnínu." Að koma inn f eldhúsið hennar er eins og að koma inn á lítið verkstæði þar sem allt virðist vera til, sem tilheyrir faginu. Má þar fyrst nefna for- láta brauðhnoðunarvél. Fríða hefur bakað brauð í mörg ár og bakar meðal annars brauð- in fyrir veitingastaðinn Við Tjörnina. Hún var að búa til uppskrift að nýjum jurtarétti eitt kvöldið er blaðamann bar að garði og fyigdist hann grannt með vinnubrögðunum. Er mjög minnisstætt þegar hún muldi rósapiparinn í mortéli og setti út í rjómasósuna og einnig að hún setti myntulauf í salatsósu sem fór á salatblöð ásamt kjúklingabaunum og papriku, sem Fríða skar á mjög sér- stakan hátt, áreiðanlega eina rétta háttinn. Paprikan var skorin sundur á hliðinni og hreinsað úr henni og síðan sneidd eftir endilöngu. Fríða fræddi mig á því að þetta væri réttur sem hún væri að matreiða fyrir tímaritið Gestgjafann. Hún er með reglulega þætti þar og fjallar þá um ákveöið hráefni hverju sinni. ( síðasta tölublaði Gest- gjafans skrifar Fríða um þistil- hjörtu, öðru nafni ætiþistla. Þeir eru grænmeti, ræktaðir í Frakklandi, sérkennilegir og flottir í útliti og voru meðal annars taldir örva ástleitni og því var konum bannað að neyta þeirra hér áður fyrr. f grein Fríðu kennir hún með- ferð ætiþistla og matreiðslu. Er gaman að lesa þetta og mynd- irnar tala sínu máli. Við borðuðum þennan rétt síðar um kvöldið og hann var svo góður að minnti á fagran söng, eitthvað sem ekki allir geta sungið en flestir geta notið. Blaðamaður hugsaði sem snöggvast um að það væri gott að taka fleiri viðtöl við listakokka bæjarins, en vissi innst inni að ritstjóranum fyndust það grunsamleg vinnubrögð. Tölum ekki meira um það. - Geturðu sagt okkur ein- hverja skemmtilega eldhús- sögu, eitthvað sem þér er minnisstætt úr starfinu? spyr ég Fríðu. „Eitt sumar vann ég á Hótel Búðum og var beðin um að laga fromage. Mér heyrðust það vera 250 skammtar og ekkert minna en þvottabali dugði í verkið. Frystiskáparnir fylltust af fromage en þegar til kom átti ég aðeins að laga 150 skammta og var lengi talað um „fromagið“ hennar Fríðu." Við ætluðum að tala um ást- ina og vináttuna. Hvað finnst Fríðu um samskipti fólks í dag. Er hún rómantísk? „Já, ég er rómantísk. Það er ég en ekki hef ég nú enn fund- ið „stóru" ástina í lífi mínu. Ég var gift í þrettán ár en við hjón- in skildum síðan, áttum ekki vel saman. Frá því að ég skildi hef ég verið í nokkrum sam- böndum sem ekki hafa gengið upp. Ég held að það sé gott fyrir alla sem skilja að vera með sjálfum sér í smátíma til að ná áttum og læra að þekkja sjálfan sig. Drengirnir mínir eru mér mikils virði og einnig á ég góða foreldra og systur sem alltaf hafa reynst mér vel. ( dag vinnur fólk svo mikið, tíminn líður óðfluga og er stundum of knappur til góðra samskipta en fyrir utan að eiga góða fjölskyldu á ég trausta vini og það skiptir máli. f sam- skiptum kynjanna finnst mér mest um vert að sýna hvort öðru traust, virðingu og vera heiðarleg hvort við annað. Þessi atriði eru fyrir mér númer eitt, tvö og þrjú.“ Það hefur verið fróölegt að fylgjast með Fríðu undanfarið, sjá hana vinna og heyra hana segja frá. í nokkur ár rak hún sérstæða verslun, verslunina Búðarkot vestur í bæ. Blaða- maður man vel eftir þeirri búð vegna þess að hann sefur f hvítu og gylltu messingrúmi frá umræddri verslun. Meðan Fríða átti þessa búð ferðaðist hún til margra landa í leit að sérstökum vörum og fannst henni gaman að grafa upp, finna hluti og koma með þá heim. Að lokum spyr ég Friðu hvort hún eigi sér framtíðar- draum, eitthvað sem hún hafi ekki enn framkvæmt. „Það er þá helst bókin mín, sem mig langar að verði að veruleika, matreiðslubókin sem ég er að skrifa jöfnum höndum. í vetur hef ég kennt matreiðslu á bauna-, pasta- og grænmetisréttum í Kvöldskóla Kópavogs. Margir vilja læra að matreiða slíka rétti og bókin mín yrði til að hjálpa fólki að bæta við almenna matreiðslu- kunnáttu." Við kveðjum Fríðu Sophie Böðvarsdóttur að sinni og vit- um að þessi duglega fram- kvæmdakona mun uppskera laun erfiðis síns. 1 2 VIKAN 8. TBL. 1992

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.