Vikan - 16.04.1992, Blaðsíða 13
TEXÍI: ÞÓRDÍS BACHMANN / LJÓSM. BRAGI Þ. FYRIRSÆTA: SIF SIGFÚSDÓTTIR MÓDEL 79 / UMSJÓN MEÐ MYNDATÖKU OG FÖRÐUN MEÐ NO NAME COSMETICS: KRISTÍN STEFÁNSDÓTTIR
■>. '''
. - V
yðjurnar í grísku goðafræðinni
eru enn á lífi. Innra með þér.
Sálfræðingar tala um sex pers-
ónugerðir - eina frá hverri gyðju. Allar
finnast þær innra með okkur en sumar eru
greinilegri en aðrar. Hver ert þú? Því
kemstu að í þessu skemmtilega persónu-
leikaprófi’. Ertu hin sjálfstæða Aþena, hin
móðurlega Demeter eða kannski ástar-
gyðjan Afródíta?
Gömlu guðirnir lifa enn og sömuleiðis
gyðjurnar sem er að finna í hverri konu.
Forn-Grikkir hittu naglann á höfuðið þegar
þeir sköpuðu goðsagnir sínar og guða-
heim. Nútíma sálarfræði sækir enn í dag
visku í mörg þúsund ára gamlar himna-
verur.
Hér lýsum við sex mikilvægustu gyðj-
unum í grísku goðafræðinni. Hvaða gyðja
ert þú? Fyrsta svarið verður: allar. Himna-
drottningarnar sex er allar að finna innra
með þér. Ein, tvær eða þrjár eru sterkari
en hinar, þær einkenna persónuleika
þinn, þær „sjást“. Þú ert sama „týpa“ og
þær.
Vissar lífsaðstæður virkja í þér misjafn-
ar gyðjur. Þegar þú ert ástfangin eða
eignast nýjan vin blómstrar Afródíta í þér.
Þegar þú eignast barn þroskast Demeter
ósjálfrátt innra með þér, þó svo að hún sé
yfirleitt ekki rík í þér. Aðstæður sem krefj-
ast þess að þú beitir eigin úrræöum laða
fram í þér Aþenu og Artemis. Og þá daga
sem þú ert innhverfari en vanalega og vilt
helst vera út af fyrir þig er það líklega
Persefóna sem eitthvað er að vefjast fyrir
En líttu upp! Gyðjan sem þú hefur
minnst af, sem þér finnst líkjast þér
minnst, er fulltrúi einhvers sem þú hefur
bælt og afneitað. Hún er sálarflækjuhliðin
þín (allar höfum við slíka hlið), sá hluti
persónuleika þíns sem þú ekki kærir þig
um. Þennan hluta áttu að þroska, ella
verður hann að niðurrifsafli. Ein grundvall-
arregla sálarfræðinnar er að halda því
sem hulið er upp að Ijósinu. Þannig færðu
jafnvægi í persónuleika þinn.
. £ n ,
K
8.TBL.1992 VIKAN 13