Vikan - 16.04.1992, Síða 14
ARTEMIS
- œvintýramanneskjan
Hér höfum við strákasteipuna sem
kemur og fer eins og henni sýnist, inn
og út úr lífi annarra. Artemis, einnig köll-
uö Díana, er karlgyðjan meö boga og
örvar sem veiðir ein. Lífsloftið heitir
frelsi. Hún hatar allt sem lokar af og
hamlar, hún leitar hins Ijúfa lífs. Ferða-
taskan hennar er ávallt til reiðu þó í
henni sé aðeins það allra nauðsynleg-
asta. Artemis kærir sig ekkert um
hégóma og lúxus. Gallabuxur, bolur og
mokkasíur er hennar einkennisbúning-
ur. Heimilið er lítið og óinnréttað en
símsvarinn er líflínan til umhverfisins.
Artemis er stúlkan sem með nokkurra
tíma fyrirvara (ef hún á fyrir því) bregð-
ur sér til Ástralíu og fleygir síðan tjós-
myndum á borð einhverrar ritstjórnar
nokkrum vikum síðar.
Peningadeildin er aukaatriði hjá Ar-
temis, hún lítur á peninga sem leið til að
kaupa sér upplifanir, ekki sem tryggingu
til elliáranna. Hún á til að kaupa sér
fallegt og dýrt prjál í fljótfærni, til dæmis
ekta teppi eða Gaultier-dragt. Það skipt-
ir ekki máli að teppið er of stórt í litlu
íbúðina hennar, Artemis kemur því fyrir
í geymslunni. Dragtinni gleymir hún inni
í skáp. Hún vill eiginlega helst búa uppi
í sveit meðal dýra og náttúru en það
kallar á skipulagningu sem hún hefur
enga þolinmæði fyrir.
Engin skiptir um starf jafnoft og Art-
emis. Hún smýgur gegnum lífið sem
listakona, fjallgöngumaður eða rit-
höfundur-um stundarsakir. Eða hún er
við hjálparstörf í stríðshrjáðu landi - til
að mæta áskorun.
Hvað ástina varðar er hin karllega
Artemis klofin. Margir heillast af henni
en hún er vör um sig. Hún leitar jafn-
ingja, „einmana kúreka“ sem skilur
hana án orða. Hann fær þó aldrei að
LU
m
<
f—
o
z.
•<
cc
U-
rr
O
m
O
o
•<
cr
u.
tr
o
o
<
<
U-
hengja sig á hana. Þá líður veiðigyðjan
á brott úr lífi hans, án þess að segja
honum hug sinn hreint út. Hún hefur lít-
ið álit á orðum. Hættan fyrir Artemis er
sú að hún verði einmana en hún er sér
meðvitandi um það. Hún verður í raun
og veru aldrei fullorðin. Á hinn bóginn
heldur hún sér ungri, opinni og í góðri
þjálfun langt fram eftir aldri. Vinkonur
eins og Hera og Demeter geta aðstoð-
að hana við að koma þörfu skipulagi á
tilveru sína!
- viðkvœmur dulspekingur
Hún er tilfinninganæma hippastúlkan
með blóm I hárinu og skilningsríkt
augnaráð. Aðallega lítur hún inn á við, í
átt að sálinni. Hún er nunna, píslarvott-
ur, spákona og stjörnuspekingur. Einnig
sem skáld eða listakona er hún auö-
sveip og fórnandi. Þekkir þú enga Pers-
efónu? Ekki að undra, vegna þess að
hún þekkir sig varla sjálf. Hennar kven-
gerð á erfitt uppdráttar í opnu og með-
vituðu nútimasamfélagi. Henni finnst
14 VIKAN 8. TBL. 1992