Vikan


Vikan - 16.04.1992, Side 15

Vikan - 16.04.1992, Side 15
hún öðruvísi og hún verður bæld og feimin. Hún er sú sem situr þögul í veislujaðrinum með eitthvað dularfullt í útgeisluninni. Hún er hrifin af síðum kjólum og síðu hári - eða knallstuttri klippingu og svörtum augnblýanti. Heima hjá henni eru búddastyttur og púðar á gólfum í stað sófa. Persefóna er sérstök: hún er i tengsl- um við undirmeðvitundina, við það sem ekki er hægt að útskýra og hún hefur sjötta skilningarvitið, stundum er hún skyggn. Ekkert mannlegt er Persefónu óviðkomandi. Hvað hana áhrærir eru ást og kynlíf leiðir til að renna saman við félagann í yfirnáttúrlegri samein- ingu. Hann verður að taka á henni með silkihönskum og má aldrei spyrja „hvað hún eigi við“. Hin ofurnæma Persefóna forðast deilur og styggðarorð. Uppgjör og rifrildi gera það að verkum að hún lokar sér eins og aða. Hún á allt of auð- velt með að finnast hún misskilið fórnar- lamb og ímynda sér að enginn annar skilji neitt um æðri gildi lífsins. Svolítið fleiri hagnýtar lausnir frá Demeter og heilbrigð eigingirni frá Aþenu gefa henni raunveruleikatengsl. Þá getur Persef- óna orðið verulega vitur. - hin góða móðir Demeter er persónugervingur þess móðurlega. í grísku goðsögninni er hún móðir Persefónu, Itaiir nefndu hana Ceres og hún var gyðja frjósemi og gróðurs. Öll ræktun tilheyrir Demeter. Hún stendur róleg í eldhúsinu með hálfa tylft óhreinna unga f pilsunum, er alltaf nýbúin að baka, með pottrétt á hlóðum og fær allar visnar jurtir til að blómstra. Andstætt við Heru, sem lítur á móðurhlutverkið sem hluta af einvalds- drottnun sinni, er það hin móðurlega eðlisávísun sem er tilgangur lífsins hvað Demeter varðar. Það er vel hægt að vera Demeter án þess að vera líffræðileg móðir. Þá breiðist hennar væna hlýja eins og verndandi regnhlíf yfir starfsfélaga og vini, ekki síst yfir veðurbarða menn sem þurfa á að halda „mömmu" sem alltaf er heima! Demeter hefur alltaf tíma, Dem- eter gefur einlægt góð ráð, veit ávallt hvern á að hafa samband við, er alltaf með uppbúið rúm fyrir gesti. í atvinnulífinu er hún oft yfirmaöur í millistjórn og félagsleg vellíðan skiptir hana miklu meira máli en árangur. Kyn- líf hennar er opið og vandamálalaust. Æðsti tilgangur ástarlífsins er að geta börn, finnst henni. Ef hún er mömmuleg við manninn sinn líka og kallar hann pabba, eins og hún gerir oft, ætti hún ekki að verða undrandi þó hann flýi heimilið æ oftar. Og skilnaður er það versta sem hent getur Demeter. Önnur áhætta er sú að hún kunni aðeins að meta hið hagnýta og áþreifanlega og veifi öllu ööru á brott sem ónauðsyn- legu. Að rækta sjálfa sig öðru hverju eins og Aþena og fá sér falleg föt eins og Afródíta gerir hana ennþá meira gef- andi og eftirsótta.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.