Vikan


Vikan - 16.04.1992, Qupperneq 16

Vikan - 16.04.1992, Qupperneq 16
AÞENA - sjálfstœð og hugsandi Aþena er sú kvengerð sem verður æ al- gengari í nútímanum. Hún er hin sjáif- stæða útivinnandi kona sem treystir á sjáifa sig og þroskar sig sjálf. Hennar lífsloft er hrein og skær skynsemi, hún vill hafa allt í röð og reglu, hún leitar sannleikans. Aþena er vitsmunaveran sem auðgar gjarnan líf sitt með menn- ingu. Hún getur verið fjármálastjóri eða markaðsfræðingur og fer í bíó, leikhús og á listsýningar í frítíma sínum. Á öll- um fjölmiðlum er mikið af Aþenum. Hún klæðir sig bæði smart og fallega, jafnt í leðurjakka sem litla dragt. Hún býr í íbúð miðsvæðs og smekkiegt heimili hennar er virkið þar sem hún dregur sig í hlé frá heimsins glaumi. Aþena á oft mann og börn - en þau eru aldrei aðalatriðið í lífi hennar. Aþena var uppáhaldsdóttir Seifs, þrátt fyrir að hann fengi hroðaleg- an höfuðverk þegar hún fædd- ist á þann hátt að hún stökk út úr höfði hans, í fullum herklæðum! Táknmálið er greinilegt. Hún kemur beint úr hinum „karlmannlega" rökfasta skynsemisheimi. Og hún er stríðsmað- ur, tilbúin til orrustu. Aþena hefur ávallt skoðanir og hún kastar sér út í um- ræðuna, brennandi af hugsjónum. Aþena er metnaðargjörn en vill fyrst og fremst vera dugleg. í skóla og há- skóla var Hera vinkona hennar. En meðan Hera hafði meiri áhuga á félags- lega leiknum gaf Aþena sig að innihaldi námsgreinanna. Gyðjan Aþena vernd- aði list og listiðn og drottnaði einnig yfir bæði stríði og friði. Maður hennar verð- ur að vera hetja, hugsjónamaður eins og hún. Einhver sem tekur hana alvar- lega og fer varlega með viðkvæma sjálfsmynd hennar. Oft velur hún sér eldri mann sem notið hefur velgengni, mann sem á sína hildi að baki og sem frammistöðuhræðslan er löngu hætt að hrjá. Hann styður við bakið á henni og fær hana til að klæða sig úr brynjunni. Þannig hleypir hún hinni mjúku Afr- ódítu-hliö sinni að, það er að segja til- finningunum, en á því þarf hún að halda. Metnaður ofurkonunnar Aþenu getur nefnilega orðið til þess að hún fell- ur saman og drukknar í fullkomnunar- kröfum svo að enginn tími gefst til einkalífs á þéttskipaðri stundaskrá hennar. Erótísk orka Afródítu færir Aþenu jafnvægi og nauðsynlega slökun. HERA - þrjósk, metorðagjörn og heimakœr Hún ersú sem stjórnar, drottningin, eig- inkona æðsta guðsins, Seifs. Hera vill völd og stöðu og hún sér um að útvega sér hvort tveggja. Til að mynda fjár- hagslegt sjálfstæði. Hera er ráðrík, ákveðnin er henni meðfædd. Hún berst gegn allri andstöðu, þvingar óskir sínar í gegn. Hún er leiðtogi, stjórnmálamað- ur, yfirmaður. Hún klæðir sig dýrt og sígilt í hæsta gæðaflokki. Hún er líka hinn fullkomni gestgjafi á fullkomnu heimili, þar sem hún ríkir yfir fullkomn- um barnahópi við hlið atkvæðamikils manns. Gagnstætt við Aþenu getur maður nefnilega ekki hugsað sér Heru án heimilis og fjölskyldu - hvort tveggja skiptirhana miklu máli. Ekki aðeins sem fallegur bakgrunnur fyrir hennar skín- andi persónu heldur einnig sem hreyfi- afl og lífstilgangur. Hvað hana varðar er fjölskyldan hornsteinn samfélagsins. Hún setur börnin í bestu skólana og krefst mikils af þeim, stundum of mikils. Hún á erfitt með að slepþa þeim þegar þau vaxa úr grasi. Maður getur heldur ekki hugsað sér Heru sem einstæðing. Hún þarf á sterkum manni að halda við hlið sér, hann er bæði forsenda og sönnun hennar eigin velgengni. Maður
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.