Vikan


Vikan - 16.04.1992, Side 18

Vikan - 16.04.1992, Side 18
TEXTI: ÞÓRDÍS BACHMANN / LJÓSM.: BRAGI Þ. JÓSEFSSON Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus, situr við lestur á Dansk Handelsblad á skrifstofu sinni í Skútuvoginum þegar blaðamann Vikunnar ber að garði. Að- spurður um hvort þarna sé að finna mikil fræði nefnir hann að Danir hafi ávallt verið sérlega góðir kaupmenn og þess vegna alið upp meðvitaða neytendur. „Sá kaup- maður sem skiptir við meðvitaða neytend- ur verður að vanda sig miklu meira en ella,“ segir hann. „Þar sem samkeppni er mikil verður kaupmaðurinn að gera vel, annars á hann ekki lífs von.“ Hann talar af reynslu, hann starfaði við verslun í tuttugu og fimm ár áður en Bónus kom til sögunnar og á undan honum hafði faðir hans starfað við verslun í fimmtíu og fimm ár. Og hann vandar sig. Miðað við síð- ustu verðkönnun Neytendasamtakanna er Bónus 18 prósentum ódýrari en Hagkaup, 30 prósentum ódýrari en Mikligarður og líklega 40 prósentum ódýrari en hverfis- búðirnar. Fylgi verslananna er því afar eðlilegt, þarna var neytendum í fyrsta sinn gert kleift að spara umtalsvert í innkaupum til heimilisins, en ísiensk heimili fara með sextíu prósent af ráðstöfunarfé sínu til I !

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.