Vikan


Vikan - 16.04.1992, Blaðsíða 19

Vikan - 16.04.1992, Blaðsíða 19
ÁFALL AÐ VERÐA ATVINNULAUS Jóhannesi er mikiö niöri fyrir þegar þessi mál ber á góma. Afkoma heimilanna er honum hugleikin og smásala er þaö sem hann þekkir best. Hann haföi starfað hjá Sláturfélagi Suðurlands í tvo og hálfan áratug þegar hann varð atvinnulaus áriö 1988 eftir byltinguna þar og þá ákvöröun SS aö hætta smásölurekstri. Hann var atvinnulaus i tæpt ár og gekk illa að komast í vinnu aftur. „Það er ekki um marga kosti að velja fyrir þann sem verður atvinnulaus 48 ára gamall," segir hann. „Þaö er líka eins og það sé fremur löstur en kostur að hafa verið yfirmaður í gegn- um árin, þegar aö því kemur að endurráöa sig í vinnu. Yfirmenn virðast álitnir verr til þess fallnir að verða undirmenn, af þeim sem ætla að ráða fólk í vinnu. Það er ákveðiö áfall að verða atvinnulaus á þessum aldri og ég finn mjög til meö því fólki sem verður atvinnulaust á þeim tímum sem við lifum i dag. Hins vegar verður atvinnumissir kannski til þess að maður fer að hugsa ööruvísi og þessi reynsla varð líka rótin að Bónus.“ Sonur Jóhannesar, Jón Ásgeir, var að Ijúka verslunarskólaprófi um þessar mundir og það varð úr að þeir feðgar í sameiningu ákváðu að gera tilraun með svokallaða afsláttarverslun, með einföldu vöruvali og mjög lágu verði. Slík- ar verslanir höfðu átt miklu fylgi aö fagna í ná- grannalöndunum en voru ekki til hér. Nú er Jón Ásgeir verslunastjóri Bónus í Hafnarfirði og sér um fjármál fyrirtækisins en kona Jóhannesar, Ása Ásgeirsdóttir, sér um kassauppgjör. Auk fjölskyldumeðlima eru svo tvær stúlkur í hálfu starfi á skrifstofu, svo ekki er yfirbyggingar- flækjunni fyrir að fara í skrifstofuhaldi. „Þegar við byrjuðum sagði fólk: Þetta lága verð stendur ekki nema í þrjá mánuði. En nú er það búið að vera í þrjú ár og nú höfum við tilírú fólks," segir kaupmaðurinn. Hann leggur mikla áherslu á að enginn nema viðskiptavinurinn borgi yfirbyggingu fyrirtækisins, staðreynd sem flest fyrirtæki sjá sér hag í að hafa hljótt um og almennur íslenskur neytandi virðist aldrei hafa gert sér grein fyrir. LEIÐIR AÐ SETTU MARKMIÐI Jóhannes heldur áfram að tala um leiðir til að ná settu markmiði. „Viö urðum að finna okkur flöt til að geta gert hlutina ódýrt, bæði vegna þess að við áttum ekki peninga og máttum ekki leggja mikið fé i innréttingar til að geta selt vöru okkar ódýrt,“ segir hann. „Þess vegna kom það til að afráðið var að láta viðskiptavini ganga inn í kælinn til að sækja sína kælivöru. Það var ódýrari leið en að kaupa kæliskáp fram í búðina eins og var orðin hefð að gera hér. Við gerðumst einnig svo djarfir að fara út í strikamerkjakerfið sem vissulega kostaði tölvuvæðingu en sparaði mannskap i að verð- merkja. Við vildum losna við verðmerkingar, hafa hraða afgreiðslu á kössunum og geta séð hvernig afkoman var eftir daginn. Ætli kaup- maður að leggja lítið á vöruna er mjög nauð- synlegt að sjá hvernig afkoman er sem allra fyrst, í stað þess að þurfa að gera vörutalningu eftir einhverja mánuði. Loks ákváðum við aö Vió getum aldrei leit- að jafnaðar ef enda- laust á að dæma okk- ur til aÓ vera í hafti hafna greiðslukortum. Það þótti nokkuð djarft en gerði það að verkum að peningarnir komu hraðar inn og við gátum greitt okkar birgjum miklu hraðar en tíðkast hafði í smásöluverslun hér. Heildsalar treystu sér því til að bjóða okk- ur betra verð, sem við síðan létum ganga beint til okkar viðskiptavina. Við þetta fjölgaði viðskiptavinum okkar mjög mikið og við gátum opnað aðra verslun eftir þrjá mánuði. Nú, tæpum þremur árum síðar, eru verslanirnar orðnar fimm. Þessi verslana- fjöldi hefur gert okkur kleift að hagræða enn frekar í rekstrinum. Við getum nú verið með lager sem einfaldar mjög vöruöflun til verslan- anna og gerir vinnubrögðin i búðunum miklu einfaldari. Sem dæmi um það má nefna að þegar við byrjuðum fengum við 160 sendibíla að búðinni í hverri viku, til að eiga þetta ein- falda vöruval. Núna ná þeir hugsanlega sextíu, eftir að við komum okkur upp eigin lager. Búð- irnar panta nú vöru frá okkar eigin lager og varan er send út í verslanir tvisvar í viku. Þeg- ar starfsfólkið mætir til vinnu eru vörur frá sjö- tíu framleiðendum og heildsölum inni á gólfi, sem áður kostaði okkur að fá sjötiu bíla.“ HAGKVÆMNI VERSLUNAR í LANDINU Innflytjendur á matvörum eru um 140 talsins og þeir dreifa vöru sinni líka þannig að einn lít- ill kaupmaður þarf að panta frá öllum þessum aðilum og fær einn og einn pappakassa frá hverjum. „Þú getur ímyndað þér hvað þetta kostar þjóðfélagið," segir Jóhannes. „Hér eru sendi- bílar eins og maurar um borgina allan daginn að keyra út það sem nokkrir bílar gætu séð um. Þetta borgar enginn nema almenningur en þetta eru leifar hafta og skammtana. Annars staðar standa framleiðendur yfirleitt ekki f dreifingu en hér búum við við það að aðstöðu- gjald er marginnheimt. Framleiðandi borgar aðstöðugjald og væri sérstakur dreifingaraðili þyrfti hann að borga aðstöðugjald líka og svo kaupmaðurinn ofan í allt saman. Kaupmenn úti á landi hafa mikið spurt okkur hvort þeir gætu fengið vörur af okkar lager. Það gæti sparað þeim að hafa samband við sjötíu aðila. Þeir fengju þá vöruna á einum stað, í staðinn fyrir að kaupmaðurinn, innflytj- andinn og vitanlega númer eitt, þjóðin, er að borga mjög háa frakt út á land. Ég hef alla lyst á að gera þetta, þetta er mjög hagkvæmt. Ég er til í að gera þetta fyrir þrjú prósent en sveit- arfélögin þurfa að fá fjögur prósent. Oft á tíð- um tvisvar sinnum í Reykjavík og svo í því þæjarfélagi sem kaupmaðurinn er. Innflytjandi og framleiðandi borga aðstöðugjald og svo þarf ég að taka 1,3 prósent fyrir Reykjavíkur- borg fyrir að taka vöruna inn á lager hjá mér. Kaupmaðurinn úti á landi þarf svo að borga 1,2 prósent aðstöðugjald af þessari sömu vöru. Svo eru allir aö tala um að herða þurfi tökin á versluninni og gera hana einfaldari. Ef stjórn- málamenn eru ekki til í að gera það getum við ekki hjálpað þeim. En ég er alveg tilbúinn aö hjálpa þeim ef þeir eru til í að afleggja svona marginnheimtu. Verslunin í landinu verður aldrei hagkvæm ef fyrst er hugsað um hvað hið opinbera geti tekið.“ Hvaða leiðir sér hann til úrbóta? „Ég segi að til yrðu að verða svona þrjár dreifingarmiðstöðvar sem menn ættu kost á að versla við. Það þýðir þó ekki að koma slíkum miðstöðvum upp nema menn séu almennt til í það og hafi þekkingu til að sjá hagkvæmni í því. Annars leggja menn ekki sitt af mörkum til þess að vel gangi og þá þýðir ekkert að hjálpa þeim. Verslunin hér hefur búið við það að fá sextíu daga krft og hana borgar enginn nema við- skiptavinirnir. Heildverslunin hérna tekur til sín 25 til 30 prósent og hún þarf þess, miðað við þau vinnubrögð sem hún viðhefur. Hér er heill floti af sölumönnum sem fara á milli verslana að selja 99 prósent það sama og keypt var í síðustu viku. í Bónus viljum við ekki sölumenn. Við ákveðum okkar vöruval og pöntum vörurn- ar á telefax. Við viljum ekki að dýrasti maður- inn í hverri búð sé að ræða við sölumenn alla daga af því að þarna er um að ræöa sömu vörurnar allan ársins hring. Þessi langa krít, sem kaupmenn fá, kostar heildsalann líka peninga svo það er ekki að undra að heildverslunin sé dýr hérna, vegna þess að hún hefur alfarið fjármagnað smásölu- verslunina. Svo eru þetta 130 fyrirtæki með 130 tölvukerfi og - segjum 300 sölumenn, 200 bíla, lagerhúsnæði og lagermenn svo kostnað- urinn er augljós. Við búum þarna við mjög úrelt kerfi miðað við nágrannaþjóöirnar. Ef hægt væri að ná utan um svona dreifingarmiðstöðv- ar þætti mér ekki ótrúlegt að sparnaður yrði 15 prósent af innfluttri vöru, sem er 35 prósent af öllu sem keypt er inn til heimilanna í landinu. Sparnaðurinn gæti farið upp í tuttugu prósent ef vel er á haldið. Þegar komið er í stöðugt verðlag fer hvert einasta prósent að segja til sín,“ segir kaupmaðurinn í Bónus. GEIRFUGLAR í KERFINU „Við höfum úrkynjast sem nemur tuttugu árum vegna hafta og skammtana sem áttu sér stað frá striðslokum og fram undir 1975,“ heldur Jóhannes áfram. „Viö búum reyndar ennþá við höft og skammtanir. Það má til dæmis ekki flytja inn gulrætur ef einhver bóndi á íslandi á til gulrætur. Hann getur hækkað gulræturnar um hundrað prósent og verið með allt sitt á þurru; þaö verða ekki fluttar inn gulrætur með- an hann á þær! Þetta sáum við með kínakálið núna um áramótin. Einn aðili á landinu átti kinakál og það hækkaði um hundrað prósent á einni nóttu. Við getum aldrei leitað þess jafnaðar sem nágrannaþjóðir okkar búa við ef endalaust á að dæma okkur til að vera í hafti. Það er því mikils um vert að við fáum að vera frjáls og leita okkar jafnaðar þar. Við sjáum að allar greinar í þjóðfélaginu, sem haft hafa pólitíska vernd, á við samvinnuhreyfinguna og landbún- aðinn í heild - þetta er allt á brauðfótum og er eins og ofalinn krakki sem á allt í einu að fara að berjast á jafnréttisgrundvelli við aðrar stéttir þjóðfélagsins og standa þeim jafnfætis. Það er ömurlegt. 8. TBL. 1992 VIKAN 19
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.