Vikan - 16.04.1992, Qupperneq 20
Verðlagseftirlit er til dæmis afsprengi þessa
haftatíma, að mínu mati,“ segir hann. „Verð-
lagseftirliti varð að halda nokkuð ströngu á
meðan vörur komu inn í landið af skornum
skammti. Þá var eftirspurn fyrir hendi umfram
framboð og því þurfti verðlagseftirlit. Núna er
Verðlagsstofnun bákn með á milli þrjátíu og
fjörutíu manns í vinnu. Við hvern fjandann?
Þegar frjáls samkeppni ríkir þarf ekki á verð-
lagsstofnun að halda. Hún fylgist með mat-
vöruverði og þróun verðlags en ég tel að einn
maður í viðskiptaráðuneytinu gæti annað því
ef hann keypti sér aðstoð frá Gallup og Hag-
vangi og þeim fyrirtækjum sem þjóða þessa
þjónustu. Ef á að skera niður og spara í ríkis-
geiranum er þetta dæmigerð stofnun til að slá
af.
Svo er umboðsmannakerfið annar geirfugl.
Þegar við förum inn á evrópska verslunar-
svæðið verður það liðin tíð að vera fínn maður
á Benz, umPoðsmaður fyrir eitt sápustykki. Við
kaupum sápustykkið úti með 1,9 prósent
álagningu og leggjum svo ekkert á hér nema
smásöluálagningu. Milliliðurinn er ónauðsyn-
legur og ef við þurfum hann ekki fara hinir auð-
vitað að huga að því hvað þeir geti gert til að
vanda sig. Það tekur tíma en það kemur lík-
lega af sjálfu sér að þetta kerfi verði að engu.“
HUGSJÓN AÐ GERA VEL í VERSLUN
„Ég velti því mikið fyrir mér hvers virði verslun-
in er fyrir almenning í landinu," heldur hann
áfram. „Afkoma heimilanna getur nefnilega
ráðist af því hvernig til tekst í verslun. íslensk
heimili fara með 60 prósent af ráðstöfunartekj-
um sínum í matarkaup og það er svo stór hluti
að það skiptir máli hvernig hagkvæmnin er hjá
því fólki sem stundar verslunina. Eins og við
höfum séð hefur tilkoma Bónus ekki aðeins
orðið til þess að þar er lægra vöruverð heldur
hefur það lækkað hjá öllum samkeppnisaðilum
okkar líka og það í gríðarlegum mæli. Það
hefur knúð þá til að fara að vanda sig,“ segir
Jóhannes.
Vanda sig, já. Það flokkast nefnilega líka
undir að vanda sig að skera á alla þá kostnað-
arliði sem viðskiptavinurinn þyrfti annars að
borga. Hver annar en viðskiptavinurinn situr
uppi með aö borga marmarakauphallirnar?
„Ég vissi alltaf að hægt var að gera miklu
betur og ódýrar í smásölurekstri," bætir Jó-
hannes við. „Þegar við síðan fáum mikið fylgi
eflir það okkur í að gera enn betur og í dag er
það bókstaflega orðin hugsjón að gera eins vel
og frekast er unnt.“
Jóhannes hafði alist upp við það hjá SS að
líta til nærliggjandi þjóða og læra af þeim.
„Síðan við opnuöum Bónus höfum við einnig
lagt okkur fram um að fylgjast grannt með því
hvað er á döfinni í þróun verslunar í öðrum
löndum. Við tökum þátt og mætum á fundum
hjá nágrannaþjóðum eftir því sem kostur er.
Hér á íslandi höfum við gleymt að mennta fólk
fyrir smásöluverslun. Hér hefur verið litið niður
á þetta fag, verslunarstörf hafa verið láglauna-
störf og álitin biðstöð í önnur störf. Ég held líka
að skilningurá gildi verslunarstarfa í þjóðfélag-
inu sé á rosalega lágu plani," segir hann og er
töluvert niðri fyrir."
Það er ekki um marga
kosti að velja fyrir
þann sem verður
atvinnulaus 48 ára
STÓR ÞÁTTUR í
AFKOMU HEIMILANNA
„Ef fólk þarf svo miklar tekjur vegna þess að
heimilin eru svo dýr í rekstri getum við ekki flutt
neitt úr landi. Það leiðir af sér að við getum
heldur ekkert flutt inn og hvernig verður þá
hægt að lifa í landinu? Þetta held ég að sé
engin smáspurning. Verslunin er mjög stór
þáttur í afkomu heimilanna en mér finnst virð-
ingarleysið gagnvart versluninni hafa verið
algert.
Númer eitt er að framleiða fólk fyrir þessa
grein. Við komumst ekki hjá því. Það er fjög-
urra ára nám á bak við störf sem viö eigum
miklu minni viðskipti við en smásöluverslun.
Fólk af götunni getur gengið inn í verslun og
verið orðið gjaldkerar daginn eftir. Það þarf
ekki að læra eöa hafa hugsun á því hvaða
gagn verslunin geri, á hvaða grunni hún byggi
og hvers virði verslunin sé. Það er nefnilega
alls ekki ómerkilegt hlutverk sem verslunarfólk
gegnir,“ segir Jóhannes fastmæltur.
„Þetta fólk þarf líka að vera meðvitað um
hvers virði það er í þjóðarkeðjunni en sú vitund
hefur alls ekki verið fyrir hendi og það verður
aö Preytast. Hérna á norðurhjaraeyjunni höf-
um við getað leyft okkur að vanda okkur ekki
eíns mikið og þjóðir sem búa í meiri nálægð
við aðrar þjóðir þurfa að gera. Þar kemur til
samkeppni og valkostir sem fólk á, með að
versla í því landi sem vandar sig mest. Ein-
angrunin hefur kannski gert það að verkum að
við höfum leyft okkur meira kæruleysi í þess-
um efnum, sem og í mörgum öðrum. Þetta er
líka að skila sér núna, því hvað getum við flutt
út? Vatn og þorsk. Svo höfum viö lagt þessi lif-
andis ósköp undir í fiskeldi og loödýrarækt,
sem allt hefur misheppnast vegna þess að far-
ið var svo geyst í sakirnar. Þar voru stjórn-
málamenn að etja fólki út í eitthvað án forsjár.
Við höfum heldur ekki fengið að þróast eðli-
lega vegna pólitísks misvægis. Á landinu eru
fleiri málsvarar hinna fáu en fjöldans og þess
vegna hafa sveitirnar svo mikil völd. En það er
hreinlega grátlegt hvað við erum mikið á eftir
að huga að útflutningi til útlanda því hans
þörfnumst við til að geta lifað hérna. Það er til
dæmis bara tímaspursmái hvenær farið verður
að fljúga út héðan meö allan fisk óunninn svo
fiskiðnaður hér getur_ dottið upp fyrir hvenær
sem er. Það er leiði’nlegt að segja þetta en
jafnþungt og ástandið er um þessar mundir er
ekkert sem segir aö það sé að léttast, þvi
miður.
Það er ömurlegt að við höfum endalaust
misst af tækifærum gegnum árin og ekki haft
fyrirhyggju. Við fengum tíu ára aðlögun inn í
EFTA og þaö var rokið til aö stofnsetja sjóði til
að aðstoða fyrirtæki á aðlögunartímanum. í
dag held ég að þessir sjóðir séu Púnir að éta
öll fyrirtækin sem þeir áttu að aðstoða. Eina
tækifæri okkar er að fá erlenda aðila til aö setja
hér upp fyrirtæki en þá þýðir ekkert að vera
upp í skýjunum með launakröfur. Þess vegna
þurfum viö kannski aö vanda okkur í verslun-
inni og umbúnaði heimilanna í landinu, til að
við þurfum ekki svona há laun en getum samt
lifað mannsæmandi lífi.
Laun eru ekki há hér miðað við verðlag en
misvægið í launum er rosalegt. Það eru nokk-
uö margir með mörg hundruð þúsund króna
mánaðarlaun. Þegar ég var að byggja á sínum
tíma var ég prentari á Mogganum og ég þurfti
alltaf að vinna í fjóratíma til aðeigafyrireinum
tíma hjá smiðnum. Það var væntanlega meiri
eftirspurn eftir smiðum en prenturum eða þá
að þeir voru búnir að koma sér svona vel fyrir
með sínar tölur en þarna var greinilegt mis-
vægi. Ekkert nema skattakerfið getur komið í
veg fyrir slíkt misvægi en skattakerfið getur
það hins vegar. Mér finnst við gætum verið að
tala um 250 þúsund króna mánaðarlauna
markið þegar talað er um hátekjuþrep.
Það sem svona misvægi i launum gerir er
að skapa gífurlega óánægju, úlfúö og öfund.
Það hlýtur líka að fara (taugarnar á mönnum
sem standa í framkvæmdum að vera skattaðir
undir drep meðan þeir sem ekkert hafa gert
annað en að hafa það að lifibrauði að eiga
peninga og eru í þeim bisness, þá er ekki hægt
að snerta! Ég skil það ekki að fólki sé refsað
fyrir að leggja allt undir f einhverja verðmæta-
og atvinnusköpun.
Frumkvæði hlýtur að hverfa með þessu fyrir-
komulagi, fólk verður dofið og segist ekki
nenna þessu," segir Jóhannes Jónsson kaup-
maður. Hann sneri vörn í sókn þegar að
kreppti, með hagsmuni heildarinnar að leiðar-
Ijósi. Eins og er rekur hann fimm afsláttarversl-
anir og skýtur ekki loku fyrir að þær verði fleiri.
Hann segist hafa ágætis kaup, að markmið
hans hafi ávallt verið aö reka verslun með
gróða en ekki með græðgi. Forvitnilegt að vita
hvernig við værum stödd ef fleiri lifðu sam-
kvæmt þeirri formúlu. □
20 VIKAN 8. TBL.1992