Vikan - 16.04.1992, Page 23
Skífunum
stillt upp
fyrir
keppni.
◄ ◄
Keppnin að
hefjast.
◄
Afmælis-
barn
dagsins,
Sigríður
Sigurjóns-
dóttir frá
Álafossi,
fyrrum
sund-
drottning.
Hópurinn
fylgist
spenntur
með.
Ásthildur
Thorsteins-
son, Hulda
Hauksdóttir
og Aldís
Eiríksdóttir
vígalegar
með riffl-
ana.
Vinnings-
hafarnir í
seinni um-
ferðinni.
◄ ◄
Ásthildur
og Aldís
einbeita
sér.
◄
Þorsteinn
Ásgeirsson
afhendir
Huldu
Hauksdótt-
ur gullverð-
launa-
skífuna
Holdarfar
á heilanum
Eg sat í fallega nýja pils-
inu mínu og drakk kaffi
á listsýningunni nýverið.
Þröng var á þingi og ég ein á
ferð eins og svo oft áður. Það
er nefnilega svo gott að vera
einn á ferð því þá þarf ekki allt-
af að vera að samhæfa eða
samþætta hlutina eða hafa
miklar málamiðlanir í frammi.
Jæja, gamla mín, hvert viltu
fara? Jú annars, við tölum
svolítið saman, ég og „hún“,
en erum vísast og oftast sam-
mála.
Þar sem ég sat þarna á list-
sýningunni, meira aö segja í
nýrri peysu og látlausum rú-
skinnsjakka og drakk kaffi,
kom gömul stalla mín við aðra
konu og spurði hvort þær
mættu ekki setjast hjá mér. Ég
hélt nú það og þær settust.
„Ég man hvaö þú varst í rós-
óttu pilsi og ég sagöi þér hvað
þú værirfeit í því," sagði þessi
gamla kunningjakona mín.
„Við vorum báðar svo feitar en
þú sagðir að við værum hreint
ekkert feitar."
Þetta átti að verða umræðu-
efnið þennan daginn, ekki fal-
legu myndirnar sem prýddu
veggina, góða veðriö eöa ann-
að sem fólk velur sér að ræða
um þegar það hittist af tilviljun
yfir kaffibolla. Ég hugsaði með
mér að hún væri með holda-
fariö á heilanum og vildi gjarn-
an draga mig meö sér í leið-
inni, ofurlítið hnellna eins og
gengur.
Svo þurfti hún aö skreppa
frá, þessi fyrrverandi sam-
starfskona mín. Þegar hún
kom til baka vildi hún að ég
stæði upp fyrir sér. „Nú getur
þú staðið upp,“ sagði hún
valdsmannslega en ég varð
eitthvað sein til. „Þú meö þinn
stóra rass,“ hélt hún áfram en
nú var mér nóg boðið. Hvers
konar listsýning var þetta eig-
inlega orðin, einhver rassa-
sýning kannski?
Ég man að ég hóf upp raust,
man ekki svo glöggt hvað ég
sagði nema það að ég ætlaði
að sjá til þess að hún skildi
fyrir lífið að ég kann ekki að
meta þess háttar viðræður og
tek ekki þátt í þeim. Er alfarið
á móti þeim og finnst fólk not-
færa sér þvíumlíkt tal til að
gera lítið úr sjálfu sér og
öðrum. Það segir ekki allt um
gæöi fólks eða ágæti hve
mörgum kílóum yfir meðal-
þyngd það telst og svo er af
mörgu áhugaverðu að taka
þegar velja á umræðuefni. Er
virkilega ekki hægt að koma
auga á það?
UPPGJÖR
Þegarhún
var búin
að segja
feitu konunni
sannleikann
gekk hún
út í vorið
og undraðist
nákvæmni sína.
8. TBL.1992 VIKAN 23
ANNAS. BJÖRNSDÓTTIR SKRIFAR