Vikan


Vikan - 16.04.1992, Qupperneq 30

Vikan - 16.04.1992, Qupperneq 30
Ég fer á alla leiki sem ég nœ til, í öllum deildum, hvorl sem er hjá áhuga- mannafélögum eða af- vinnumönnum. Til aÖ þekkja París og komast yfir það sem hún hefur upp á að bjóÖa þarf mjög langan tíma - ára- tugur hefur ekki dugaÖ mér. Ég er smeykur um aö þjóÖin skipi sér þá í tvo flokka - þá sem eru hlynntir Efnahagsbanda- laginu og hina sem eru andvígir því. Þá erum viÖ komin í sama farveg og viö þekkjum frá alda- mótatímanum, þegar menn voru annaÖhvort á móti sjálfstæÖi landsins eöa fylgjandi því. Um þetta tvennt var barist. ÞaÖ þarf en^an spámann til aÖ sjá aÖ Island er þaÖ lítið og efnahagslega veikt að við þolum til dæmis ekki frjálsan inn- flutning á vinnuafli inn á okkar litla vinnumarkaö. ViÖ þolum heldur ekki frjálsan innflutning á fjármagni. ÞaÖ er allt best í París og þaÖ má segja aö hún sé eitt margslungiÖ og ótrú- legt listaverk. Þó ég hafi búiÖ hér í um áratug, þegar alh er talið, er ég alltaf að sjá og finna eitthvað nýtt. Sjálfstæðisflokkurinn, eins og ég þekkti hann í eina tíð, er í mínum huga ekki til lengur nema sem kosningamaskína. íþróttasambandiö hér. Mér er til dæmis ævin- lega boðið á leiki og mót. Ég reyni að þiggja þau boð eftir mætti og við þessi tækifæri er ég mikið innan um vini og kunningja. Hið hefðbundna sendiherrastarf býður upp á mikil mannleg samskipti. Það má kannski segja að ég sinni sjálfu diplómatalífinu ekki jafnmikiö og margir starfsfélagar mínir en á hverjum degi er okkur boðið í hvers konar mót- tökur og hanastélsboð af öllu mögulegu tilefni. Ég legg meiri áherslu á að sinna starfinu beint eins og að greiða götu þeirra sem sækja hing- að til sendiráðsins í einhverjum erindum. GEGNIR SJÖ SENDIHERRASTÖÐUM Mikill hluti tíma míns hefur farið I það að sækja fundi sem heyra til starfi mínu en einar sjö sendiherrastööur heyra undir sendiráöið hér. Auk Frakklands gegni ég starfi sendiherra á Spáni, í Portúgal og á Grænhöfðaeyjum, svo og hjá alþjóðastofnununum OECD, UNESCO og Evrópuráðinu í Strassbourg. Siðasttalda embættið heyrði ekki undir sendiráðið þegar ég hóf hér störf en því hefur verið bætt við. Síðan hefur vinnan í tengslum við það aukist jafnt og þétt. Það er að mínum dómi að verða aðkallandi að sérstakur sendiherra sinni Evr- ópuráðinu eingöngu. Ég sæki fundi í Strassbourg að minnsta kosti tvisvar í mánuði og dvel þar þá í nokkra daga í einu, allt upp í viku og jafnvel lengur. Ég hef ekki tök á því að sækja alla þá fundi sem maður á staðnum gæti gert. Meðal annars sæki ég sérstaka fundi í ráðherranefndinni en þar er um skyldumætingu að ræða. Þar að auki eru fundir með sendiherrum hinna Norðurlandanna þar sem ráðherrafundirnireru undirbúnir. Þá eru rædd þau mál sem eru í það sinnið á dagskrá Evrópuþingsins og varða jafnvel Norðurlöndin sérstaklega. ÍSLAND í SVIÐSLJÓSINU - Hefurðu tíma til að fylgjast með knattspyrn- unni? Já, já, ég fylgist vel með henni auk handbolt- ans enda fara leikirnir oftast fram á kvöldin og um helgar. Ég fer á alla leiki sem ég næ til, í öllum deildum, hvort sem er hjá áhugamanna- félögum eða atvinnumönnum. Gamla félagið mitt, „Racing club of Paris", sem er líklega eitt allra stærsta og öflugasta íþróttafélag I heiminum, spilar nú knattspyrnu í þriðju deild. - Ertu mikið á meðal íslendinga í París? Ég reyni það eftir því sem ég mögulega get og hef tima til. Ég hitti þá til dæmis á sýningum og samkomum ýmiss konar. Margir eru við nám vítt og breitt um Frakkland auk þeirra sem eru hér í París og hún er ákaflega stór. Því eru landar okkar nokkuð dreifðir. Margir koma við í sendiráðinu og ég hef reynt að sinna öllum vel og vera í góðu sambandi við þá. Albert kvaðst þurfa aö vera viðstaddur opn- un merkilegrar sýningar næsta dag - kynning- ar á ferli og menningu hinna norrænu víkinga en mikið hafði verið fjallað um viðburðinn í fjöl- miðlum dagana á undan. Við verðum þar allir, sendiherrar Norður- landanna, en Margrét Danadrottning mun opna sýninguna formlega. Blaðamaður tók líka eftir því að á skrifborð- inu lá boðskort vegna opnunar sýningar Errós í París þann sama dag. ísland hefur verið töluvert í sviðsljósinu þann tíma sem ég er búinn að vera hér. Til dæmis hafa íslenskar bækur veriö þýddar yfir á frönsku, greinar skrifaðar um land og þjóð. Forseti íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, hef- ur komið hingað nokkrum sinnum á þessum tíma og vakið mikla athygli i hvert sinn. Hún kemur afar vel fyrir sem fulltrúi þjóöarinnar og fólk tekur eftir henni. Samskipti þjóðanna eru með ýmsum hætti eins og á íþróttasviðinu til dæmis. Síðan má nefna framtak eins manns, sem fólgið er í gagnkvæmum nemendaskiptum á milli land- anna. Á dögunum fór þúsundasti nemandinn heim til íslands. Ekki má gleyma okkar ágætu listamönnum sem hafa haldið hér sýningar og vakið verðskuldaða athygli, eins og Nína Gauta og Erró. Við eigum Kka tónlistarfólk hér eins og Eddu Erlendsdóttur píanóleikara sem hefur gert garðinn frægan og loks má nefna sýningar á íslenskum kvikmyndum sem vakiö hafa athygli. Það er því mikið um að vera. ALLT BEST í PARÍS - Hvað finnst þér best við París? Það er allt best í París og er ég þá ekki með neitt sérstakt í huga. Borgin er byggð á mörg- um hverfum sem er síðan skipt niður í hólf sem komið er fyrir á milli torga. Á hverju þeirra er stórkostlegt listaverk eða minnisvarði. Á milli torganna eru einstök hús og húsaþyrping- ar sem í raun eru sannkölluð byggingarlist hvert og eitt og skreyting í sjálfu sér. Það má segja að París sé eitt margslungið og ótrúlegt listaverk. Þó ég hafi búiö hér í um áratug, þeg- ar allt er talið, er ég alltaf að sjá og finna eitt- hvað nýtt. Á hverjum degi ársins er síðan verið að opna sýningar og stórviðburðir eiga sér stað. I þessu landi og hér í höfuðborginni er að finna söfn af öllum gerðum því Frakkland er ótrúlega ríkt af listaverkum. Um þessar mundir er verið að byggja á milli tvö og þrjú hundruð söfn til þess að koma fyrir þeim listaverkum og menningarverðmætum úr fortíðinni sem hafa ekki ennþá komið fyrir almenningssjónir. Að þessu leyti er Frakkland og franska þjóðin með ólíkindum. Fólk getur átt hér ógleymanlegar stundir þó það staldri ekki lengi við í senn en til að þekkja París og komast yfir það sem hún hefur upp á að bjóða þarf mjög langan tíma - áratugur hef- ur ekki dugað mér. 30 VIKAN 8. TBL. 1992
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.