Vikan


Vikan - 16.04.1992, Qupperneq 31

Vikan - 16.04.1992, Qupperneq 31
- Hvernig lýsir þú Frökkum í fáum orðum? Það er mjög gaman aö kynnast frönskum hugsunarhætti því hann er svo frjór. Frakkar eru kannski svolítið seinteknir en þegar þeir hafa tekið manni eru engir vinir eins traustir og góðir. SJÁLFSTÆÐISMAÐUR í HJARTANU Heyrst hafa raddir þess efnis að Albert hafi ekki sagt sitt síðasta orö í íslenskum stjórn- málum og eigi eftir að snúa sér aftur að þeim vettvangi - hann sé síður en svo sestur í helg- an stein. Hann var inntur eftir því hvort hann fylgdist með því sem væri að gerast í þjóðmál- unum heima á Fróni. Ég hef ekki tök á því að fylgjast mjög náið með stjórnmálunum heima frá degi til dags. Ég kemst samt ekki hjá þvi að hlusta á fólk sem kemur hér við eða hringir í mig að heiman. - Eruð þið feðgar, Ingi Björn og þú, ekki í daglegu sambandi? Nei, nei, svo er nú ekki. - Þú segir honum þá ekki fyrir verkum? Nei, aldeilis ekki, það hef ég aldrei gert, hvorki á þessu sviði né öörum. Ingi Björn er af- skaplega sjálfstæður og traustur ungur maður. Hann tekur sínar ákvarðanir og hefur eigin skoðanir á öllum málum. Við Brynhildur erum mjög ánægð með störf hans og finnst hann hafa staðið sig vel í Alþingi sem annars staðar. Mér hefur skilist aö Sjálfstæöisflokkurinn sé tvístraður, bæði sjálfur flokkurinn og þingmenn hans. Ég hef svo sem ekki haft mörg tækifæri upp á síðkastið til að fylgjast meö málum, þó ég komist kannski ekki hjá því að fá fréttir af og til. - Hvað um hulduherinn? Hann lifir enn og er vel starfandi. Hann er til- búinn til átaka hvenær sem er. - Áttu von á því að tímamót eigi eftir að verða í Sjálfstæðisflokknum? Ég skal ekkert um það segja. Þó ég sé í hjarta mínu sjálfstæðismaður er ég þar ekki lengur flokksbundinn. Ég tel að ég hafi verið rekinn úr flokknum á sínum tíma. Ég var í öll- um helstu stofnunum Sjálfstæðisflokksins um tíma og einn af forystumönnum hans og fyrsti maður á lista hans í Reykjavík í siðasta próf- kjörinu sem ég tók þátt í. Engu að síður var mér gert að vikja úr því sæti þannig að ég tel mig hafa verið rekinn. - Ertu ennþá vinur litla mannsins, eins og þú varst gjarnan nefndur í eina tíð? Ég er það ennþá og þó ég sé staddur hér í París hefur þetta fólk ennþá reglulega sam- band við mig. - Það hefur verið fullyrt að flokkurinn sé æ meir að verða málsvari fjármagnseigenda, þó í orði kveðnu sé hann kallaður flokkur allra stétta. Sjálfstæðisflokkurinn, eins og ég þekkti hann í eina tíð, er í mínum huga ekki til lengur nema sem kosningamaskína. Nú er það svo til dæmis að þegar flokkurinn boðar fundi þá eru þetta bara fámennir hverfafundir. Áður fyrr fyllti flokkurinn stærstu samkomuhús. Flokksstarfið er orðið allt öðruvísi. - Hverju spáir þú um framtíð Davíðs sem flokksformanns og forsætisráðherra? Ég vil, ekki spá neinu fyrir Davíð, hann er sinnar eigin gæfu smiöur. Hann hefur farið út i ævintýri sem ég vona að hann ráði við. Mér finnst að hann megi taka meira tillit til annarra. Frh. á bls. 66 Sem heiðursborgara i borginni Nice var Albert boðið sem heiðursgesti á ráðstefnu um æskulýðs- og íþróttamál sem haldin var þar fyrir skömmu. Til gamans voru allir gömlu félagar hans úr knattspyrn- unni fengnir til að spila einn leik. „Ég nennti nú ekki að vera með, en þeir skrifuðu allir nafnið sitt á þennan bolta.“ 8. TBL. 1992 VIKAN 31
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.