Vikan


Vikan - 16.04.1992, Síða 42

Vikan - 16.04.1992, Síða 42
UMSJÓN: GUNNAR H. ÁRSÆLSSON NYJAR HLJOMPLOTUR TEENAGE FANCLUB: BANDWAGONESQUE ÞUNGLAMALEGT Þaö kom mér á óvart, þegar ég setti frumraun þessarar Giasgow-sveitar yfir linsuna, hvað mikiö hefur verið látiö meö þessa sveit. Breskir gagnrýnendur hafa hamast við aö hlaða Teenage Fanclub lofi. Þaö skil ég ekki alveg vegna þess að (eins og R. Reykás segir!) mér finnst tón- list hljómsveitarinnar alls ekk- ert sérstök og reyndar frekar leiðinleg, í hreinskilni sagt. Mörg laganna eru frekar þunglamaleg, ferskleiki er ekki til staöar aö mínu mati, lagiö What You Do to Me er til dæmis eins og Status Quo eöa eitthvað þaöan af verra. Raddsetningar mættu líka vera vandaðri á köflum, til dæmis í laginu I Don't Know, þó lagið sjálft sé ekki sem verst. Flest laganna virka á mig eins og eitthvert hnoö, aö Starsign og Satan undanskild- um. f því fyrra skemmir þó leiöinda trommusánd fyrir en hið síðara hefur það fram yfir hin að enginn er söngurinn en hann er áreynslulaus og frekar flatur gegnum alla plötuna. Bandwagonesque er fyrsta verk hljómsveitarinnar og það heyrist mjög glögglega í laginu Metal Baby sem er bara hall- ærisrokkari og ekkert annaö. Sennilega er frægö og frami hljómsveitarinnar til kominn vegna hinnar stjörnuþurfandi bresku popppressu. í þaö minnsta finnst mér þetta ekki mjög merkileg hljómsveit, hvaö sem seinna verður. STJÖRNUGJÖF: ★★ DAVID BYRNE: UH-OH KLIKKAR EKKI Tónlistarmaöurinn og háðfugl- inn David Byrne leiddi eina af langlífustu og bestu sveitum nýbylgjunnar, Talking Heads. Allt frá stofnun, áriö 1974, var hún fremst meðal hljómsveita sem kenndu sig viö slíka tónlist. Tónlist sveitarinnar var þó ekki alltaf nýbylgja og afrískra áhrifa gætti mjög hin síðari ár, þó mest á síðustu plötunni, Naked sem kom út 1988. Samstarf meölima sveitar- innar viö David Byrne hefur minnkaö stöðugt síðan þá enda hefur hann verið upptek- inn við alls konar útgáfu, mest á brasilískri tónlist og sínu eig- in efni; Rei Momo (1989), The Forest (1991) og nú Uh-Oh. Það þýöir líka aö nú eru Talking Heads endanlega hætt starf- semi og það hefur verið til- kynnt opinberlega. ► My Bloody Val- entine: Þau spila gítar- rokk sem á fáa sína iika og það reynir á hlustand- ann. Tónlistin á Uh-Oh líkist aö mörgu leyti lík því sem Talking Heads voru aö gera á Naked; ferskleikinn og húmorinn er til staðar og snjallar og hug- myndarikar útsetningar gefa lögunun sterkan „karakter". Söngur David Byrne er alltaf skemmtilegur enda hefur hann mjög sérstakan stíl, syngur stundum eins og hann ætli út af laglínunni. Blásturshljóöfæri eru mjög áberandi í lögunum og skreyta þau skemmtilega. Hljómur plötunnar er opinn og skýr. Þaö er mjög erfitt að gera upp á milli laganna á plötunni en mjög góö eru til dæmis Twistin in the Wind (ádeila á Washington), The Cowboy Mambo (önnur saga úr banda- rískum veruleika), She’s Mad og Girls on My Mind. Uh-Oh er staðfesting á því aö David Byrne klikkar ekki þegar um melódíska popptónlist er aö ræöa. STJÖRNUGJÖF: ★★★★ T Tónlist Teenage Fanclub virkar þunglama- leg á köflum. ◄ David Byrne vitn- ar í fyrstu plötu Talk- ing Heads með titlin- um á nýj- ustu plötu sinni, Uh- Oh, en svo hét fyrsta lagið á 77 sem kom út árið 1977. MY BLOODY VALENTINE: LOVELESS ANDST/EÐUR Eins og titill nýjustu plötu kvartettsins My Bloody Val- entine ber meö sér er hér ekk- ert ástarhjal á ferðinni. Þetta er önnur breiðskífa sveitarinnar (Isn’t Anything kom út 1988) en hún var stofnuð áriö 1984 í Dublin á írlandi og telst því írsk. Nú eru meðlimir þau Colm O’Ciosoig (trommur, sampler), Billinda Butcher (gítar, söngur), Debbie Googe (bassi) og Kevin Shields (gítar, sampler). Hér ríkir því fullkomið jafnræöi á mili kynja. Tónlist My Bloody Valentine er ekkert blöðrupopp. Það mætti setja hana í flokk svo- kallaðrar „Noise“-rokktónlistar en aðaleinkenni þeirrar tónlist- ar er fyrirferðarmikið gítarspil, gjarnan bjagað. Oftar en ekki er því bætt ofan á fallegar lag- línur og myndast því and- stæður í tónlistinni. Þetta á að mínu mati við um tónlist My Bloody Valentine, til dæmis í lögunum When You Sleep, I Only Said, Soon (auðmeltasta lagið) og fyrsta lagi plötunnar, hinu kynngimagnaða Only Shallow. i því lagi nýtur seið- mögnuð rödd Billindu sín mjög vel og hvæsandi gítarrokkið, sem þau framkalla, á sér enga hliðstæðu. Þetta er tónlist sem krefst mikils af hlustandanum og gæti reynt á þolrifin í fyrstu. Og þá er bara að pína sig, leggja léttmetinu um stund. STJÖRNUGJÖF: ★★★ 42 VIKAN 8. TBL. 1992
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.