Vikan - 16.04.1992, Qupperneq 47
þaö, reglu sem meira eöa
minna liggur í loftinu en er
raunverulega aldrei rædd. Slík
regla er þó ekki til nema mjög
óljós og síbreytileg eftir breyt-
ingum þjóðfélagsins. Raun-
verulega þurfum við engar
reglur um hvaö sé eðlilegt og
hvaö óeðlilegt í kynlffi, ef viö
aðeins þössum uþþ á aö taka
aðeins þátt í því sem viö
viljum. Þá telst allt það eölilegt
sem báöir eöa allir þátttakend-
ur eru sáttir viö. Annað telst þá
nauðgun og er brot á lögum.
STRÁKAR OG KYNLÍF
Börn eru misfljót að tileinka
sér forvitni gagnvart þeim dul-
arfulla þætti lífsins sem kynlíf-
iö er. Við verðum ekki mikið
vör við þeirra eigin viðleitni til
að kynnast kynfærum sínum
hér á landi vegna þess hve
nauðsynlegt er að klæða börn
mikið vegna kulda. Þar sem
heitara er er það alþekkt
hvernig börn og sérstaklega
strákar leita í það að nudda
kynfæri sín frá unga aldri.
Kynfæri stráka liggja utan á
líkamanum og eru því að-
gengilegri en kynfæri stelpna.
Strákar eru fljótir að finna þá
tilfinningu sem vaknar þegar
þeim stendur en verða mis-
áhugasamir um að viðhalda
henni. Upp úr sex ára aldri er
gjarnan tímabil hjá börnum
þar sem kynlíf kemur mikið við
sögu. Þekktast er það í formi
læknisleikja og á annan þann
hátt sem fullorðnir samþykkja.
Á þessum aldri eru þau að
uppgötva mismun kynjanna
og verða forvitin, bæði um eig-
in líkama og kynfæri og ekki
síður líkama og kyníæri hins
kynsins. Freud gerði mikið úr
þessu í sínum kenningum.
Við þetta bætist að uþp úr
þessum aldri fara börn aö
skilja meira það sem að kynlífi
snýr. Þó þau átti sig ekki á því
hvað kynlíf raunverulega er
skilja þau hluti eins og að sam-
farir snúast um það að annað
liggur ofan á hinu, að tiþþið er
látið inn í konuna og annað í
þeim dúr. Þetta verður spenn-
andi og alls ekki óalgengt að
það sé prófað, bæði að strákar
prófi saman ýmsar hliðar
málsins og að strákur og
stelpa prófi saman. Börn eru
hins vegar fljót að átta sig á
því að þetta er eitthvað sem
ekki má tala um. Því láta þau
ekki vita af þessu og foreldr-
arnir komast oftast aldrei að
því, eru jafnvel búnir að gleyma
því að þeir gerðu einhverja
svipaða hluti sjálfir á þessum
aldri.
Ég mundi giska á að sonur
þinn hafi verið á þroskastigi
þar sem hann var mjög mót-
tækilegur fyrir hugmyndum og
tilraunastarfsemi hins drengs-
ins þegar sá síðarnefndi fór að
bera í hann klámblöð og hug-
myndir um samfarir og kynlíf.
Þannig lít ég ekki svo á að um
neitt óeðlilegt sé að ræða,
miklu frekar að tilviljun hafi
ráðið að um rétta tímasetn-
ingu var að ræða hjá báðum
drengjunum þannig að þeir
náðu saman, hvor með sínar
vangaveltur. Þeir virðast þó
vera heldur fastir í þessum
vangaveltum sínum og hugs-
anlega á rangri leið.
Ég ráðlegg þér að kaupa
kynfræðslubækur fyrir yngri
börn eins og „Hvernig verða
börnin til?“ eða aðrar álíka
bækur og hefja síðan ákveðna
og markvissa kynfræðslu til
drengsins, kynfræðslu sem
þið bæði hjónin takið þátt í,
saman og sitt í hvoru lagi, og
ekki er dularfull og sveipuð
leynd heldur eðlileg og feimn-
islaus. Þannig takið þið burt
leyndarhjúpinn og spennuna
og gerið tilraunir strákanna
minna áhugaverðar. Beinið
síðan hug hans að öðrum
hlutum.
ER HÆGT AÐ LÆRA
AÐ VERA HOMMI?
Svarið við þessari spurningu
er algerlega neitandi. Það er
ekki hægt að læra að vera
hommi eða lesbía í gegnum
kynferðislegt samneyti viö ein-
staklinga af sama kyni. Um er
að ræða ástartilfinningar sem
annaðhvort eru til staðar eða
ekki.
Einstaklingur verður ekki
ástfanginn af öðrum ein-
staklingi bara vegna kynferðis-
legs samneytis við viðkom-
andi.
Það er nú orðið almennt
viðurkennt að mjög algengt sé
í hinum vestræna heimi að
fyrsta kynlífsreynsla stráka sé
með öðrum strák, ekki endi-
lega í formi einhvers konar
samfara enda erum við að tala
um annað og meira en sam-
farir þegar við erum að tala um
kynlíf.
Ég gæti rætt meira um þetta
síðasta en læt það bíða.
Hugsanlega hefur einhver
spurningar varðandi það
síðar.
Ég vona að þetta svari
spurningum þínum og létti af
þér áhyggjunum.
Kær kveðja,
Sigtryggur.
og .ercui'
joráclaifs r.fmi írá
Pana Pocket kx - 9000
Tónval
900 MHz, 40 rásir
10 skammvalsminni (20 tölustafir)
Langdrægni 400 m. utanhúss
Langdrægni 200 m. innanhúss
Handtæki vegur 390 gr.
Móðurstöð vegur 500 gr.
Samþykktur af Fjarskiptaeftirlitinu
Verð kr. 32. 903 stgr.
HEKLA
LAUGAVEGI 174
S695500/695550
Þjáist þú af —
vöðvabólgu, bakverk, brjósklosi, þvagleka,
gigt, tognun eða viltu bara grennast.
Trimm-form getur hjálpað.
Bjóðum einn prufutíma.
SNYRTISTOFA ÁRBÆJAR
ROFABÆ 39
SÍMI 68 93 10
8. TBL. 1992 VIKAN 47