Vikan


Vikan - 16.04.1992, Síða 66

Vikan - 16.04.1992, Síða 66
ALBERT Frh. af bls. 31 - Hvernig finnst þér Þorsteinn Pálsson hafa staöið sig aö undanförnu? Þrátt fyrir aö Þorsteinn hafi gert mér mikinn óleik á sínum tíma er ansi margt gott um hann að segja því hann er góður og gegn sjálf- stæðismaður og trúr hugsjónum flokksins. Sem sjávarútvegsráðherra hefur hann staðið sig þrýðilega að mínu viti. Það er ekki auðvelt að taka við embætti sjávarútvegsráðherra og hafa aldrei gegnt því áður. Þetta er nú einu sinni sá málaflokkur sem skiptir þjóðina mestu máli og sjávarútvegsstefnunni er ekki hægt að gjörbreyta um leið og nýr ráðherra sest í stól- inn - jafnvel þó viðtakandi ráðherra hafi góðan vinnufrið. Slíkt gæti riðið þjóðfélaginu að fullu. Ég tel að Halldór Ásgrímsson hafi líka staðið sig vel í ráðherratíð sinni. NÝ SJÁLFSTÆÐISBARÁTTA - MEÐ EÐA Á MÓTI EB Albert starfar mikið fyrir íslands hönd á alþjóð- legum vettvangi eins og til dæmis innan Evrópuráösins, þar sem þátttöku Norðurland- anna í EB ber oftar en ekki á góma. Hann var spurður álits á því hvort (slendingar ættu að láta veröa af því að sækja um aðild að bandalaginu. Það er erfitt fyrir mig sem sendiherra hér á staðnum að svara þessari spurningu afdrátt- arlaust. Ég held að við verðum að hugsa okkur vel um áöur en við tökum ákvörðun hér að lút- andi og breytum út af þeirri stefnu sem nú ríkir. Við vitum hvað við höfum en við vitum ekki hvað er fram undan. Það þarf engan spámann til að sjá að ísland er það lítið og efnahagslega veikt að við þolum til dæmis ekki frjálsan inn- flutning á vinnuafli inn á okkar litla vinnumark- að. Við þolum heldur ekki frjálsan innflutning á fjármagni. Við verðum að átta okkur á því hvað við erum að gera. Við megum því ekki semja um þann fisk sem eftir er í hafinu í kringum (sland. Þar er matarbúr okkar og á því byggist efnahagur þjóðarinnar og framtíð okkar öll. Ef við ekki förum varlega í þessum efnum er ég hræddur um að stjórnmálaflokkarnir íslensku deyi og við förum aftur til aldamótanna hvað varðar meginskoðanir fólks um þjóðfélagið. Ég er smeykur um að þjóðin skipi sér þá í tvo flokka - þá sem eru hlynntir Efnahagsbanda- laginu og hina sem eru andvígir því. Þá erum við komin í sama farveg og við þekkjum frá aldamótatímanum, þegar menn voru annað- hvort á móti sjálfstæði landsins eða fylgjandi því. Um þetta tvennt var barist. Ef menn hafa vit á því að gera langtímaáætlanir og standa fastir á því sem Alþingi ákveður í f jár- málum er unnt að minnka f járhagsvandann. Það er ekki unnt með því að á- kveða að svona og svona mikið skuli skorið niður á einu eða tveimur árum. Slíkt skapar óvissu og at- vinnuleysi. Það hefur þónokkuð ver- ið um það að fólk spyrði mig hvort ég sé á leiðinni heim í stjórnmálabarátt- una en ákvörðun um slíkt verður að bíða síns tíma. Ég á ekki von á að sitja aðgerðalaus næstu árin, hvort sem ég er hér í Par- ís eða heima í Reykjavík. Það eru 33 milljónir manna atvinnulausar í OECD-löndunum einum. Hér í Frakklandi er þessi tala í kringum þrjár milljónir. Ef aðeins lít- il prósenta af frönskum atvinnuleysingjum kæmi til íslands - eins og vel mætti gera sér í hugarlund ef við heyrðum til hinum evrópska atvinnumarkaði - yrði þjóðfélagiö f mikilli hættu. Við getum ekki farið neitt til þess að sækja vinnu því þaö er atvinnuleysi f öllum nágrannalöndunum. Hér eru heilu fjölskyldurn- ar á götunni, allslausar, eiga hvorki húsnæði né til hnífs og skeiðar. Ef þetta fólk eygði möguleika á aö fá vinnu á íslandi væri það ekki lengi að hugsa sig um. Við þurfum að fara af- skaplega varlega í allar breytingar. LEGGJA BER NIÐUR BEINA SKATTA - Hvaða skoðanir hefur þú á sparnaðarað- gerðum ríkisstjórnarinnar? Það er ekki hægt að gera upp á einu eða tveimur árum syndir áratuga - eins og skulda- söfnun sem hefur viðgengist síðan íslenska lýðveldið var stofnað. Slíkt veröur að gerast á löngum tíma. Mér tókst á þeim þremur árum sem ég var fjármálaráðherra að skila fjárlögum með tekjuafgangi 1986, en það var eftir langan tíma. Þetta gerðist um leið og beinir skattar lækkuðu um þriðjung. Á þessum árum lækk- uðu jafnframt tollar á ýmsum vöruflokkum auk þess sem öll gjöld voru felld niður af tölvum, sem hafði ekki svo lítið að segja fyrir hina öru þróun á því sviði. Ráðamenn þurfa að gera sér grein fyrir því að bæði fólk og fyrirtæki verða að geta haldið eftir eins miklu af tekjum sínum til ráðstöfunar og hægt er. Ef fólki er gert kleift að halda ein- hverju eftir þá kaupir þaö meira og framkvæm- ir. Um leið fara hjólin að snúast af meiri krafti, fyrirtæki að blómstra og ríkisvaldið fær loks miklu meira fjármagn til sín í formi óbeinna skatta. Það er slæmt þegar peningarnir eru teknir af fólkinu áður en þeir komast í umferð. Þetta er einföld og sígild hagfræði. Peningar eru í raun ekkert annað en verk- færi, þeir eru jafnmikilvægir launþegunum eins og hamar og sög eru smiðnum svo dæmi sé tekið. Ef hann er beðinn um að saga niður timburborð en verkfærin tekin af honum um leið - þá veröur náttúrlega ekkert úr fram- kvæmdum. Af þessum ástæðum er nauðsyn- legt að hafa beina skatta sem allra lægsta. Síðan er vandinn sá að tekjur umfram áætlun fjárlaga, sem koma alltaf inn þegar fólk hefur meira á milli handanna og þegar fjármagns- kostnaður fyrirtækjanna er orðinn minni vegna lækkunar á vöxtum til dæmis, séu notaðar á skynsamlegan hátt. Kúnstin er að láta ekki ráðherra og rikisstjórn eyða þessum fjármun- um jafnharðan heldur halda þeim eftir til að gera upp skuldir ríkisins við Seðlabankann. Ef menn hafa vit á því að gera langtíma- áætlanir og standa fastir á því sem Alþingi ákveður í fjármálum er unnt að minnka fjár- hagsvandann. Það er ekki unnt með því að ákveða að svona og svona mikið skuli skorið niður á einu eða tveimur árum. Slíkt skapar óvissu og atvinnuleysi, vosbúð og volæði. - Ertu á leiðinni heim? Ég er ráöinn hér í ákveðinn tíma og mun Ijúka honum. Konan mín hefurekki gengið heil til skógar og ef heilsa hennar breytist ekki til hins betra munum við vafalaust koma heim eft- ir tvö ár. Við höfum samt ekki tekið neinar ákvarðanir hér að lútandi. - Kallar ekki pólitíkin á þig? Það hefur þónokkuð verið um það að fólk spyrði mig hvort ég sé á leiðinni heim í stjórn- málabaráttuna en ákvörðun um slíkt verður að bíða síns tíma. Ég á ekki von á að sitja að- gerðalaus næstu árin, hvort sem ég er hér í París eða heima í Reykjavík. Ég þoli ekki einu sinni að fara í sumarfrí því eftir nokkra daga verð ég viðþolslaus ef ég hef ekki eitthvað að starfa. □ Alltaf í leiðinni Blómastofa Friófinns SUÐURLANDSBRAUT 10 REYKJAVÍK SÍMI 31099 66 VIKAN 8. TBL. 1992
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.