Vikan


Vikan - 12.11.1992, Side 14

Vikan - 12.11.1992, Side 14
TEXTI: HJALTIJÓN SVEINSSON / UÓSM.: BINNI VEIT EKKI HVAR ÞETTA HEFÐI ENDAÐ ANNARS VIKAN SPJALLAR VIÐ HAFLIÐA ARNGRÍMSSON DRAMATURG Hafliði Arngrímsson virðist við fyrstu kynni mjög dulur. Hann virðist að minnsta kosti ekki vera sú manngerð sem gjarnan fer með fleipur. Hann hefur ekki haft sig mikið í frammi, lætur lítið á sér bera og starfar af hógværð. Hann er leikhúsfræðingur að mennt og titlar sig stundum sem drama- turg, sem þýtt hefur verið sem leiklistarráðgjafi. Hann heldur sig á bak við og virðist líka það vel. Undanfarin sex ár hefur hann starfað náið með Guðjóni Pedersen leikstjóra og Grétari Reynissyni leikmyndahöfundi. Þeir eru teymi eins og kallað er og hafa verk þeirra vakið athygli og hlotið lofsamlega dóma þó sumum finnist þeir held- ur róttækir. f Þjóðleikhús- inu hafa þeir sett upp þrjú verk, Stór og smár 1988, Rómeó og Júlíu í fyrra og síðasta afrek þeirra er Stræti sem ver- ið er að sýna á Smíða- verkstæðinu við miklar vinsældir. Um þessar mundir kennir Hafliði við Leiklist- arskólann eins og und- anfarin ár en þar hefur hann leiklistarsöguna á sinni könnu í fyrsta og öðrum bekk, auk þess sem hann leiðir nemend- ur um heima og geima leikhúsfræðinnar. Þegar kennslunni sleppir tekur við lausamennska í leik- húsunum - Þjóðleikhús- inu, Borgarleikhúsinu og ekki má gleyma leikhús- inu hans og Guðjóns Pedersen, Frú Emilíu. Þegar blaðamaður hringdi í Hafliða og spurði hann hvort hann vildi leggja orð í belg um Stræti og jafnvel svolítið um sjálfan sig kvaðst hann ekki hafa neitt að segja, einhverj- ir aðrir hlytu að hafa meira til málanna að leggja. Það varð samt úr að þeir hittust. Þeir tóku tal saman í fundarherbergi Leiklistarskól- ans sem er til húsa á þriðju hæð Lands- smiðjuhússins við Sölvhólsgötu. Talið barst fyrst að hinni kraftmiklu og nýstárlegu upp- færslu á Rómeó og Júlíu sem sýnd var í fyrra við góðar undirtektir. „Mér fannst þessi sýning ganga að mestu leyti upp. Það má auðvitað alltaf gera betur og ég held að við myndum sviðsetja verkið á annan hátt ef við ættum að gera það aftur núna, þá yrði ýmislegt öðruvísi. Það er samt ekki þar með sagt að uppfærslan yrði neitt betri." - Þið voruð meðal annars gagnrýndir fyrir að hafa stytt texta Shakespeares. „Við styttum leikritið af ýmsum ástæðum en við breyttum ekki orði. Leikrit Shakespeares eru oftast stytt þegar þau eru tekin til sýninga, bæði hér á landi og úti í hinum stóra heimi og þykir sjálfsagt. Þó að ýmiss konar flúr og skraut, vissar endurtekningar og jafnvel mála- lengingar séu eitt af einkennum texta hans má gera minna úr þeim, stytta og jafnvel strika út. Við notuðum svipaða aðferð er við settum upp Ótelló í Nemendaleikhúsinu fyrir tveimur árum. Það hefur oft verið farið frjáls- legar með textann en í okkar tilviki." Þessi sýning þeirra félaganna er þeim sem sáu hana í fersku minni en hún bar með sér að þeir sem þar áttu hlut að máli hefðu gætt leikhúsið nýju lífi. - En hvaðan skyldi Hafliði Arngrímsson hafa fengið sinn innblástur? ÚR VÍNARSKÓLANUM „Ég kom frá námi 1982 og hafði þá verið sex ár í leiklistarfræðum við háskólann í Vínar- borg í Austurrfki. Meðfram náminu í háskólan- um var ég jafnframt um eins vetrar skeið eins konar gestanemandi við leiklistarskólann fræga Max Reinhardt-Seminar. Ég dvaldist í Stokkhólmi einn vetur eftir Vínardvölina og skemur í Berlín. Skólinn í Vínarborg er gamall og rótgróinn háskóli sem er í mjög nánum tengslum við leikhúsin og eru kennararnir þar margir starf- andi leikhúsmenn. Við vorum því í góðu sam- bandi við leikhús, útvarp og sjónvarp og fór- um með kennurunum á þessa vinnustaði og störfuðum með þeim þar. Það var mikill kost- ur. Best kynntumst við starfseminni í austur- ríska þjóðleikhúsinu, Burgtheater. Námið er yfirgripsmeira og lengra heldur en í Bretlandi og Svíþjóð til dæmis þar sem þessi tengsl eru miklu minni. Þarna hefur margt ís- lenskt leikhúsfólk stundað nám um lengri eða skemmri tíma eins og Þorvarður Helgason, Bríet Héðinsdóttir, Oddur Björnsson og Erling- ur Gíslason. Skólinn var í senn nýjungagjarn og íhalds- samur, sem hvort tveggja er nauðsynlegt. Þarna er meðal annars verið að fara yfir leik- listarsögu, leikritun og sömuleiðis leiklistar- starf. Allt þetta er í eðli sínu frekar íhaldssamt í leikhúsi, og ég tala ekki um f leiklistarskóla og jafnvel í háskóla, en ver- ið er að viðhaida hefð. Leiklistin „lærist“ fyrst og fremst í starfi í leikhúsi og yngri leikarar „læra“ af hinum eldri. Svipað má segja um alla þá er starfa í leikhúsi. Ein- hvern veginn verða menn aldrei fullnuma í leikhússtarfi eingöngu með próf úr skóla. Þar fá menn aftur á móti nauð- synlega grunnmenntun sem reyndar á að duga allt Iffið og gera þá hæfa til að fást við nýja hluti. Þess vegna eru nýjunga- girni og íhaldssemi nauðsynlegir fylgifiskar. Síðan ég kom heim hafa orðið töluverðar breytingar með tilkomu nýrra manna, bæði í skólunum og einnig í leikhúsunum. Þjóðleik- hússtjórinn þeirra núna er atkvæðamikill, umdeildur og harður f horn að taka, órólegur og jafnvel kjaftfor. Sá er þýskur, Claus Peymann að nafni. Hann hefur starfað nokkuð víða, meðal annars f Berlín þar sem hann var við hið þekkta leikhús Schaubuhne, sem er eitt frægasta leikhús Þjóðverja. Hann var einnig leikhússtjóri í Stuttgart og í Bochum þar sem hann vann mjög gott starf og jók hróður leikhússins. Leiklistin í Vínarborg stendur á svo gömlum merg - á mjög traustum fótum. Hefðin þar er sterk og leikhúsið er stór hluti af daglegu lífi borgarbúa. Vín er mjög sérstök að því leyti - reyndar einstök fyrir leikara því að þar eru þeir hreint og beint dáðir og elskaðir. Fólk, einkum hinir eldri, fer í leikhús til að horfa á leikarann sinn, ekki endilega verkið. Því kem- ur leikhúsið svo mikið við og það lætur álit sitt Framhald á bls. 86 Leikhópurinn í Stræti er sagður fara á miklum kostum. 14VIKAN 23. TBL.1992
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.