Vikan - 12.11.1992, Page 64
Vesúvíus
Þessi magnaði búöingur er gerður úr góm-
sætum apríkósum, jarðarberja- og vanilluís
og þakinn léttum marengs. Það sem gerir
hann sérstakan er þó hvernig hann er bor-
inn fram - með logandi stjörnuljósum!
HITAEININGAR í SNEIÐ: 527
HANDA ATTA
í SVAMPKÖKUNA:
2egg.
50 g svkur
50 g hveiti
í FYLLINGUNA:
175 g apríkósur. saxaðar
150 ml appelsínusafi. ósætur
1 lítri vanilluís
500 ml jarðarberiaís (sorbet)
í MARENGSINN:
3 eggiahvítur
120 g svkur
í SKREYTINGUNA:
50 g heilar möndlur
2 msk. demerarasvkur
(brúnar kúlur)
stiörnuliós eða kökukerti
Hitið ofninn í 190 gráður. Smyrjið
og setjið bökunarpappír í botn 18
cm kökuforms. Þeytið eggin og syk-
urinn í froðu. Sigtið hveitið, blandið
varlega út í eggjahræruna með einni
msk. af volgu, soðnu vatni. Hellið í
formið og bakið í 20-25 mínútur
eða þar til botninn er stífur viðkomu
Látið kólna á grind.
Útbúið nú fyllinguna. Setjið
apríkósur f pott með safanum, náið
upp suðu og látið krauma í tíu mín-
útur eða þar til orðið er mjúkt.
Kælið. Setjið vanilluísinn í 1,5 lítra
búðingsskál og myndið stóra dæld
með skeið. Frystið í 30 mínútur til að
ísinn harðni. Mótið jarðarberja-
frauðið á sama hátt til að mynda lag
innan í ísnum. Fyllið dældina af
kældum apríkósum og frystið í 30
mínútur eða þar til frosið er.
Setjið skálina í skál með heitu
vatni í tíu sekúndur þegar ísinn er
frosinn og losið hliðarnar með hnífi.
Leggið svampbotninn ofan á réttinn,
snúið, setjið síðan í frystinn aftur í
30 mínútur í viðbót.
Hækkið hitann á ofninum í 230
gráður. Stífþeytið eggjahvítur, þeytið
síðan helminginn af sykrinum út í.
Setjið ísinn og svampbotninn á
smurðan bökunarpappír, setjið svo
marengsinn yfir og hyljið bæði ísinn
og botninn með honum. Setjið
möndlur á marengsinn og stráið
demerarasykrinum yfir.
Bakið í ofni í 3-4 mínútur eða þar
til marengsbrúnirnar eru Ijósbrúnar
og marengsinn hefur harðnað. Berið
strax fram með rjóma, skreytt með
stjörnublysi eða kerti sem taka á af
áður en eftirrétturinn er skorinn.
HAGNÝT ÁBENDING:
í stað þess að nota stjörnuljós eða
kerti má koma fyrir eggjabikar úr
málmi efst í marengsinum áður
en hann er bakaður. Hálf-fyllið
bikarinn af volgu koníaki eftir
baksturinn, kveikið síðan í
og berið fram.
1. Þeytið eggjahvíturnar og sykurinn f
skál, setjið síðan hveitið út í.
2. Mótið fsinn og frauðið upp með hlið-
um skálarinnar. Fyllið með apríkósum.
3. Setjið frosinn eftirréttinn varlega í skál
með heitu vatni í tíu sekúndur.
60 VIKAN 23.TBL. 1992