Vikan - 12.11.1992, Side 66
Kleinu-
HRINGIR
Þessir Ijúffengu kleinuhringir komast
fljótlega efst á vinsældalistann
hjá öllu heimilisfólkinu.
Berið þá fram heita.
NIU HRINGIR
HITAEININGAR I HRING: 217
225 g hveiti
1/2 tsk. salt
6_g_ger
100 g sykur
25 g smjör
75-120 ml mjólk
1 egg, þeytt
11/2 msk. hindberjasulta
olía til diúpsteikingar
rifinn sítrónubörkur
Sigtið hveiti og salt í stóra skál, hrær-
ið ger út í og 15 g af sykrinum. Sker-
ið smjör í litla teninga og núið í
hveitið þar til blandan minnir á rasp.
Hitið síðan mjólkina upp í líkams-
hita. Gerið dæld í miðju þurrblönd-
unnar og hrærið þeytt eggið í. Hnoð-
ið mjúkt deig sem ekki klessist, með
volgri mjólkinni.
Smyrjið hreina skálina með olíu,
setjið síðan deigið aftur í skálina og
þekið, annaðhvort með stykki eða
plasti eða setjið í stóran plastpoka.
Geymið á heitum stað, ekki í trekki,
1. Sigtið hveitið og saltið í stóra skál,
núið síðan smjörinu í.
í 1-2 tíma eða þartil deigið hefur
stækkað um helming.
Hnoðið deigið á hveitibornum fleti
þar til það er orðið mjúkt. Skiptið
deiginu í tvennt, fletjið annan helm-
inginn út og skerið út með hring-
formi. Skerið miðjuna úr með 3,5
cm formi. Hnoðið afskurðinn saman
og fletjið út aftur þar til búið er að
nota allt deigið.
Mótið 4-5 hringlaga fleti úr deig-
inu sem eftir er. Látið 1 tsk. af hind-
berjasultu í miðjuna, myndið síðan
deigkúlu utan um sultuna. Setjið á
léttsmurða bökunarplötu. Breiðið
stykki eða smurt plast yfir og hafið
kleinuhringina á heitum stað þar til
þeir eru orðnir tvöfaldir að stærð,
30-45 mínútur.
Hitið olíuna í djúpsteikingarpottin-
um í 190 gráður. Hitastig olíu er rétt
þegar brauðteningur verður gullinn á
30 sekúndum. Steikið nokkra kleinu-
hringi í einu í 2-3 mínútur hvorum
megin. Snúið með spaða.
2. Hnoðið deigið þar til það er mjúkt og
teygjanlegt.
Blandið sykrinum sem eftir er sam-
an við sítrónubörkinn með því að
setja hvort tveggja í plastpoka. Þegar
kleinuhringirnir eru gegnsteiktir skal
þerra þá vel á eldhúspappír og hrista
þá síðan upp úr sykrinum og sítrónu-
berkinum þar til þeir eru vel þaktir.
Best er að neyta kleinuhringjanna
meðan þeir eru heitir.
HAGNÝT ÁBENDING:
Breytið bragðinu með því að bæta
rifnum sítrónuberki eða steyttum
kanil í grunndeigið.
3. Eftir að deigið hefur lyft sér á það að
hafa stækkað um heiming. Hnoðið aftur
þar til mjúkt.
62 VIKAN 23.TBL. 1992