Vikan - 12.11.1992, Blaðsíða 104
I
Gómsæt gerkaka, vætt í rommsírópi
og fyllt með blöndu af ferskum á-
vöxtum. Bakið kökuna daginn
áður svo að sírópið nái að
gegnvæta hana.
ÁVAXTA-
HRINGUR
i
1. Hellið deiginu í smurt hringform, jafn-
ið yfirborðið, bakið í forhituðum ofni.
2. Setjið kökuna á grind, berið síðan
sírópið á meðan hún er volg.
HITAEININGAR í SNEIÐ: 447
HANDA SEX
225 g hveiti
1 msk. ger
175 ml mjólk
1/2 tsk. salt
50 g sykur
4 egg
100 g mvkt smjör
4 msk. glært hunang
3-4 msk. dökkt romm
1 lítil melóna
225 g iarðarber
100 g bláher
100 g blá vínber, helst steinlaus
rjómi
Hitið ofninn í 200 gráður fimmtán
mínútum fyrir bökun. Smyrjið 23 cm
hringform. Sigtið 50 g af hveitinu í
stóra skál og stráiö gerinu í. Hitið
mjólkina í líkamshita (mjólkin á að
vera heit en ekki sjóðandi) bætið
síðan í hveiti- og gerblönduna og
blandið saman. Leggið plast eða
stykki yfir. Hafið á heitum stað, ekki
í trekki, í 20 mínútur eða þar til orð-
ið er froðukennt.
Sigtið það sem eftir er af hveitinu
og saltið út í gerblönduna með
sykrinum. Þeytið eggin og bætið í og
gætið þess að deigið sé kekkjalaust.
Skerið smjörið í litla teninga og setj-
ið í deigið, hrærið þar til smjörið
hefur blandast í. Hellið í smurt form-
ið, þekið með plasti eða klút og látið
lyftast sér 50-55 mínútur til viðbót-
ar. Formið á að vera hálffullt áöur en
deigið er látið lyfta sér.
Bakið í miðjum ofni í 25 mínútur
eða þar til kakan er bökuð og laus
frá hliðum formsins. Takið úr ofnin-
um og skeriö gætilega í kring til að
losa, leggið síðan formið á hvolf
ofan á grind og látið kökuna kólna
þar.
Hitið hunangið með 3 matskeiðum
af vatni, sjóðið í 2 mínútur svo úr
verði síróp. Hrærið romminu út í.
Setjið kökuna á disk og berið
sírópið á með skeið þar til kakan er
gegnvætt. Setjið á kökudisk.
Skerið melónuna í tvennt og búið
til melónukúlur eða skerið í litla ten-
inga. Hreinsið jarðarberin og bláber-
in. Þvoið og þerrið vínberin. Blandið
ávöxtunum saman og setjið í miðju
kökunnar. Berið fram með rjóma.
HAGNÝT ÁBENDING:
Kökuna má baka áður og frysta eða
geyma í eina viku í loftþéttum um-
búðum. Því þurrari sem kakan er
því meira síróp þarf á hana.
100 VIKAN 23. TBL. 1992