Vikan - 12.11.1992, Page 106
OSTA-
KAKA
Mjúkur rjómaostur á stökkum botni,
léttbakaður og kældur með Grand
Marnierlegnum kiwi og apríkósum
ofan á.
1. Myljið smákökurnar smátt, gætið þess
að plastpokinn rifni ekki.
2. Raðið köldum apríkósum og kiwi ofan
á kökuna eins og sýnt er á myndinni.
HITAEININGAR í SNEIÐ: 694 HANDA SEX
225 g engifersmákökur
50 g engiferrót
75 g ósaltað smiör
900 g fituskertur rjómaostur
175 g svkur
3egg,.hrær_ð.
1 tsk. vanilludropar
225 g ferskar apríkósur
50 g svkur
2 msk. Grand Marnier
2 kiwiávextir, afhýddir og sneiddir
Hitið ofninn í 160 gráður. Setjið
smákökur í plastpoka og myljið með
kökukefli. Saxið engiferrótina. Bræð-
ið smjörið í potti, hrærið muldum
smákökum og engifer út í og blandið
vel. Hellið í 20 cm form með laus-
um botni og þrýstið vel ofan í með
skeið. Kælið meðan fyllingin er und-
irbúin.
Setjið rjómaostinn í stóra skál. Bætið
sykrinum í og hrærið vel þar til
blandan er kekkjalaus.
Bætið eggjahrærunni smátt og
smátt út í og hrærið vel. Bætið
vanilludropum í. Hellið blöndunni
ofan á kældan botninn og jafnið yfir.
Bakið í miðjum ofni í 45-55 mínútur
eða þar til kakan þéttist. Slökkvið á
ofninum og hafið kökuna inni þar til
ofninn kólnar. Fjarlægiö, kælið í 30
mínútur til viðbótar og síðan í ísskáp
yfir nótt.
Daginn eftir eru apríkósur skornar
í tvennt. Leysið sykurinn upp í 150
ml af vatni og sjóðið í fimm mínútur.
Hrærið Grand Marnier út í og setjið
síðan apríkósurnar í löginn. Sjóðið
við vægan hita í 5-10 mínútur eða
þar til mjúkt. Sigtið löginn frá.
Kælið.
Takið kalda kökuna úr forminu
með því aö setja botninn ofan á
stóra dós, draga síðan formið varlega
niður og rennið kökunni af botnin-
um yfir á kökudisk. Setjið kaldar
apríkósurnar ofan á kökuna. Setjið
hálfar kiwisneiðar í miðjuna og hálfa
apríkósu milli þeirra. Skreytið hliðar
með kiwisneiðum.
HAGNÝT ÁBENDING:
Komið ávöxtunum þannig fyrir að
hægt sé að skera á milli þeirra svo
kakan verði auðveldari í fram-
reiðslu.
102 VIKAN 23.TBL. 1992