Vikan


Vikan - 28.12.1992, Síða 8

Vikan - 28.12.1992, Síða 8
VOLVU- SPÁIN 1993 „Markaösverö á áli hækkar í 1.600 dollara tonniö.” „Viöræöur hefjast um samvinnu - síöar sameiningu” gengt hækkun á orkusölu sinni en viðamikil rannsókn fer fram á rekstri þessarar stofnunar snemma ársins. Olía og bensín mun enn hækka f verði og verðhækk- anir verða ekki stöðvaðar vegna vaxtaþróunarinnar eins og það verður orðað en hún mun að sjálfsögðu eiga stóran þátt í hvernig mál æxlast á viðskiptasviðinu. SKULDIR EÐA SKYNSEMI? ■ í öllum efnahagssamdrætt- inum bíður fólk þó eftir öðrum boðskap en þeim að verið sé að stefna sjálfstæði okkar, efnahagslegu og stjórnmála- legu, í tvísýnu. Því miður verður samt að segja að er- lendar skuldir íslensku þjóðar- innar verða orðnar það miklar í lok hins nýja árs að tæplega 40 prósent af útflutningstekj- um þjóðarinnar fara þá í af- borganir og vexti af erlendum lánum einum. ■ Þetta mun vekja ráðamenn okkar til þess að hvetja lands- menn til að sameinast um „sparnað fyrir sjálfstæðinu". Sérstökum skatti verður bætt á landslýð, svokölluðum gjald- eyrisskatti sem lagður verður á allar vörur aðrar en matvör- ur. Einnig verður á nýju ári tekinn upp á skattur á gjald- eyri til ferðalaga og hann nær einnig til greiðslna erlendis með greiðslukortum. Kjör landsmanna munu nefnilega ráðast af þvf hvenær erlend skuldaaukning verður tak- mörkuð eða hvenær hún verður stöðvuð að fullu. Þessu máli hlýtur þjóðin að ráða fram úr ein og óstudd og þá fyrst verður skynsemi hennar marktæk þegar sýnt er hvernig til tekst. PERSÓNUVÆDDAR LÍFEYRISGREIÐSLUR ■ Fram eftir árinu gerast kröf- ur háværar um breytingar á líf- eyrissjóðakerfinu. Verða þessi mál til umfjöllunar innan stjórna lífeyrissjóðanna sjálfra og einnig fær umræðan pláss inni á Alþingi, bæði fyrir lok yf- irstandandi þings og svo aftur á nýbyrjuðu þingi næsta haust. Kröfur verða gerðar til þess að félagsmenn einstakra sjóða eigi kost á því að gera upp við sinn sjóð, fá inneign útborgaða gegn því að gera upp hugsan- lega skuld viðkomandi. Þetta mun auðvitað mæta andstöðu lífeyrissjóðsstjórna en að því kemur að áhrifa- menn á þessu sviði koma með hugmynd um að „per- sónuvæða" lífeyrisgreiðslur og nýjar reglur verða kynntar. Og til að halda þessum fjár- munum inni í bankakerfinu verður launþegum gefinn kostur á að fá sinn hlut greiddan út en hann lagður inn á einkareikning innláns- stofnana þar sem hann verður óhreyfður en verðtryggður þar til launþeginn yfirgefur vinnu- markaðinn. Ný aldursmörk verða einnig sett sem skilyrði fyrir úttekt af reikningum þess- um og miðað við sextíu ár. LANDIÐ OG MIDIN ■ Gengið verður fellt að nýju eftir mikið þóf milli aðstand- enda sjávarútvegs og stjórn- valda. Þetta verður rökstutt með því að segja að óverjandi sé að fiskvinnslan verði rekin með tapi allt árið 1993 og at- vinnuástandið megi ekki við því að fleiri fyrirtækjum í þess- ari grein verði lokað I bráð. ■ Fiskvinnslustöðvar, einkum hér sunnanlands, munu fara inn á nýja braut I sölumálum og taka upp þann hátt að senda fersk fiskflök á markaði erlendis, fyrst í stað beint með flugi en síðar með skipum sem hafa fyrstu viðkomu sfna í þeirri höfn sem skila á farm- inum. Að sama skapi dregur úr siglingum íslenskra fiski- skipa með fisk á erlenda markaði. ■ Markaðsverð á áli og öðr- um málmtegundum heldur á- fram að hækka á næsta ári, einkum vegna samdráttar í álframleiðslu víða í heiminum. Mun álverð fljótlega komast í það horf sem fullnægjandi þykir til að standa undir fram- leiðslukostnaði eða fara jafn- vel yfir þau mörk. Tonnið verður selt á um eða yfir 1600 dollara, að minnsta kosti fyrri hluta nýs árs. ■ Eitt mesta áhyggjuefni stjórnvalda verður hve skuldir heimilanna hækka ört og þykir það alvarleg þróun þegar fjár- sparnaður heimila er orðinn neikvæður svo milljörðum króna skiptir á ári. Mér sýnist að skuldir af þessu tagi aukist enn verulega á nýju ári. Eitt- hvað mun þetta snúast við þegar innlánsvextir verða hækkaðir og kannski hefur þetta þróast í rétta átt undir árslok. ■ Fyrirtæki hér á landi verða þó ekki verr sett en á sfðasta ári og hjálpar afnám aðstöðu- gjalds þar talsvert til. Þó eru stór fyrirtæki sem eiga munu í verulegum erfiðleikum og að minnsta tvö stór fyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu munu óska eftir gjaldþrotaskiptum fljótlega á nýja árinu. É Fjárfestingarfélög hér verða með miklu minni umsvif en á síðasta ári og sum leggja nið- ur starfsemi sfna. Margir munu eiga undir högg að sækja vegna þessarar þróunar. ■ Markaðssetning sú sem hófst víða af fullum krafti í ná- lægum löndum, eins og til dæmis í Danmörku, til að ná í erlenda fjárfesta á ekki upp á pallborðið hér á landi fremur en fyrri daginn. Þrátt fyrir aug- Ijósan árangur Dana, sem hafa fengið hljómgrunn meðal annars í Bandaríkjunum þar sem tugir bandarískra fyrir- tækja hafa teygt starfsemi sína yfir Atlantsála til danskra, vinnufúsra handa, ætlar okkur að reynast þessi leið afar tor- sótt. Virðist mér þetta að mestu stafa af þekkingarskorti samhliða litlum áhuga en líka af landlægum ótta við fullveld- isafsal í kjölfarið, sem er nátt- úrlega hreinn barnaskapur. Eins og ég sagði í upphafi verður óvænt innlegg í þessi mál um eða eftir mitt árið. ■ Það verður heldur ekki fyrr en þá sem lánstraust okkar á erlendum fjármagnsmörkuð- um fer upp á við að nýju eftir allhraða niðursveiflu sem hef- ur komið íslendingum í næst neðsta sæti 25 þjóða sam- kvæmt mati virts fjármála- tímarits. En þetta fer svo auð- vitað eftir stöðugleika í stjórn- málum hér heima og því hve hratt við ráðumst á erlendu skuldirnar. Og eins og ég sagði fyrr I spjallinu er það er- lend skuldastaða sem við þurfum að takast á við um- fram allt annað. ■ Sæstrengsmálið svonefnda er í umræðunni strax í janúar- mánuði, þegar Landsvirkjun hefur farið yfir þær rannsóknir sem ítalir í samvinnu við breska aðila munu hafa skilað hingað. ítalskir aðilar frá fyrir- tækinu Pirelli munu veita fréttamönnum hér mikilsverð- ar upplýsingar sem ekki hafa verið kunngerðar Landsvirkj- un af sænskum ráðgjöfum hennar. Þetta veldur hama- gangi i fjölmiðlunum og stjórn- málamenn munu þykjast þurfa að láta í Ijós sina skoð- un á málunum. STJÓRNMÁL OG STERALYF ■ Talsverður skjálfti verður síðari hluta ársins þegar und- irbúningur fyrir borgarstjórnar- kosningar hefst en strax næsta haust örlar á nýjum framboðum í borgarstjórn, 8 VIKAN 26.TBL. 1992
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.