Vikan - 28.12.1992, Page 19
er rétt. Þetta gildir ekki um alla hópa en því
miður um marga. Oft eru þetta líka glæfra-
ferðir. Til dæmis í Súdan - þegar allir aðrir
voru að draga sig út þar, þá héldu MSF
(Læknar án landamæra) áfram í samvinnu við
ASF eða Flugmenn án landamæra. Og það
sama gerðist í Mósambik.“
EINS OG ENDALAUS ÚTILEGA
- Myndast ekki dálítið sérkennilegt andlegt á-
stand hjá fólki í svona starfi?
„jú, það sagði mér geðlæknir að það væri
ákveðin dauöaósk hjá fólki sem væri í svona
vinnuferð. Ég ætla samt ekki að leggja neinn
dóm á það.“
Ég var eina konan í
karlasamfélagi og hitti
nær aldrei aðra konu.
Indverjarnir fóru inn í
þorpin, drógu út nokkra
þorpsbúa og skutu á
staðnum.
Það einkennir öll samtök
á þessu sviði að alltaf er
talað um magn en ekki
gæði.
Friðargæslusveitirnar
drápu íbúa heils þorps,
sjötíu manns, á einu
bretti.
- Hvernig er félagsskapurinn annars? Er
andrúmsloftið í hópnum ekki dálítið sérstakt?
„Jú, þetta er mjög sérstakt andrúmsloft. Ég
segi oft að þetta sé eins og að vera í stans-
lausri útilegu. Fólk býr saman, vaknar saman
á morgnana, borðar saman, vinnur saman
og eyðir kvöldunum saman. Það er því gífur-
legt álag sem þessu fylgir. Maður kemst ekk-
ert í burtu. Það eina sem maður getur gert er
að draga sig í hlé ef maður hefur sitt eigið
herbergi, sem er ekki alltaf. Þetta hefur mér
fundist einna erfiðast - að eiga ekkert einka-
líf.“
- Menn blanda ekki mikið geði við inn-
fædda - er gamla stéttaskiptingin þarna við
lýði?
„Já, þetta er stundum kallað nútíma ný-
lendustefna (neo-kolonialism). Þetta fer auð-
vitað dálítið eftir starfinu og fólkinu sem er í
vinnuhópnum. Það fer líka eftir þjóðum. Það
er ekki auðvelt að blanda geði við allar þjóðir
og sumar kæra sig ekki um að blanda geði
við okkur. Og þegar maður er búinn að vera
með innfæddum allan daginn þarf maður að
komast heim og pústa."
FRÁ ÚGANDA TIL PAKISTANS
- Hvert fórstu svo eftir Úganda-dvölina?
„Ég fór til Pakistans. Það var mjög
skemmtileg ferð. Við vorum í dal sem er
skammt frá landamærum Afganistans og
Kína, nálægt Kasmír. Vegurinn þangað er lok-
aður frá þvf í nóvember fram í maí eða júní og
því er eingöngu um flugsamgöngur að ræða.
Þær eru mjög strjálar því að dalurinn er í um
1500 metra hæð. Fjöllin í kring eru allt að
7500 metra há. í mars liðu til dæmis 22 dagar
án þess að nokkur flugvél kæmi. Þetta er ein-
angrað líf. Við vorum að vinna í afgönskum
flóttamannabúðum við að endurskipuleggja
heilbrigðisþjónustuna. Fleilsugæslustöðvarnar
voru í tjöldum. Þarna veröur geysilega kalt en
sólin er svo sterk á daginn að hún bræðir
snjóinn, tjöldin verða blaut og frjósa svo um
nóttina. Það er því óhuggulegt að koma að
þessu á morgnana, þegar þetta er að byrja að
bráðna. Starfsliðið var frá Pakistan og sinnti
lítið sínum störfum. Það var ekkert eftirlit með
því hvort fólk fór í vinnuna eða ekki.
Hlutverk okkar var að endurskipuleggja
bólusetningar- og berklaáætlunina og þjálfa
starfsfólkið en margt af þessu fólki kunni lítið
til verka. Og svo að byggja heilsugæslustöðv-
ar. Enginn ofn var í tjöldunum og það var eitt
af því fyrsta sem við gerðum að setja ofna í
tjöldin. Á tveim stöðum voru reyndar lítil hús.
Flóttamennirnir frá Afganistan bjuggu við
sömu aðstæður, í tjöldum.“
VANÞAKKLÆTID SLÓ MIG
„Það sem ég kalla vanþakklæti flóttamann-
anna sló mig í fyrstu. Ég átti erfitt meö að
sætta mig við viljaleysi þeirra og endalausar
kröfur. Og þeir vildu ákveða hvaða meðferð
þeir fengju. Þeir vildu sprautur, ekki töflur. Og
þeir vildu marglitar töflur, ekki bara einhverjar
hvítar. Og alls konar svona hluti þurftum við
að berjast við. Það voru mjög fáar flótta-
mannabúðir sem höfðu kamra. Vatnið í
brunnunum var uppurið þannig að nota varð
vatnið úr ánni. Við prófuðum það og það
reyndist eins mengað og hugsast gat. Það var
mikið um niðurgangspestir, mikið um lungna-
bólgu og berkla og fleira vegna þess að fólkið
bjó svo þétt og það var svo kalt.
Við höfðum samband við samtökin sem
grófu brunnana upphaflega til að athuga hvort
eitthvað væri hægt að gera. Þau sögðu okkur
að grafa brunnana dýpri og við báðum flótta-
mennina um að gera það, snerum okkur að
hópi karlmanna sem var að leika sér að kasta
steinum, voru í nokkurs konar kúluvarpi. En
þeir sögðu bara: Hver ætlar að borga okkur
fyrir þetta? Ég skil þetta kannski núna en það
var afar erfitt að skilja þetta á staðnum. Ég
held að ástæða þessa sé meðal annars sú að
það lendir alltaf á þeim sömu að vinna sjálf-
boðaliðastörfin í búðunum og þeir verða
þreyttir á því.
Eitt vandamálið var líka að þeir sem eiga að
sjá um innkaup, viðgerðir og fleira eru strákar'
sem hafa bara verið í skóla en aldrei unnið.
Margir hverjir eru atvinnulausir Frakkar og þeir
kunna ekki til verka. Ég óskaði þess oft að við
hefðum svona ekta íslendinga þarna, „altmulig-
menn“ sem hafa verið í byggingarvinnu á
sumrin og vita hvað það er að vinna.
Svo má líka nefna vanda fólksins sem býr á
svæðinu þar sem flóttafólk kemur inn. í
Pakistan er tii dæmis verið að reyna að
byggja upp skóginn vegna þess að hann hef-
ur verið höggvinn miskunnarlaust. En það var
ekki hægt þvi að eldsneytið, sem flóttamönn-
unum var úthlutað til að elda og halda á sér
hita, var svo lítið að þeir urðu að ná sér i við.
Á nóttunni fóru þeir því á stjá og hjuggu í eld-
inn. Það er erfitt að ráða við þetta.
Annað er það að heilsugæsla er mjög léleg
þarna. Og allt í einu spretta upp nýjar heilsu-
gæslustöðvar, bólusetningarprógrömm og allt
mögulegt fyrir flóttafólkið. Flóttamennirnir
fengu smávegis peningagreiðslu á hverri viku
en jafnframt tóku þeir vinnu frá staðarfólki
vegna þess að þeim var leyft að fara inn í bæ-
inn og þá undirbuðu þeir fólkið á staðnum
þannig að laun lækkuðu.
Það myndaðist því mikil spenna þarna á milli.
Samt er mér sagt að spennan þarna á milli sé
mun minni en á mörgum öðrum stöðum. Það er
vegna þess að þetta er í raun sama þjóðin.
Skiptingin á milli Afganistan og Pakistan, sem
Englendingar gerðu á sínum tíma, er tilbúin og
oft er þjóðflokkum skipt niður í tvennt."
TIL AFGANISTANS
- Hvenær varstu í Pakistan?
„Það var 1987-88. Ég var þarna í sex mán-
uði og vildi síðan fara yfir til Afganistans og
sjá hvernig þeir væru þeim megin. Ég vildi
ekki fara burt og vera svona ósátt við Afgan-
ana. Ég fór fyrst til Pessjavar í Norður-Pakist-
an, þar sem hóparnir eru búnir undir hjálpar-
starfið. Við þurftum fyrst að læra að sitja hest.
Ég hef alltaf veriö sveitarskömm af því að ég
var svo geysilega hrædd við hesta. Þetta var
því rosalega erfitt fyrir mig. Afganskir hestar
eru stórir og slægir. Þeir bíta hver annan og
slást þegar þeir koma saman og mér fannst
Stórverslun í rúst eftir að kveikt haföi veriö í henni. Þetta er í þorpinu á Sri Lanka sem ind-
versku „friöargæsluliöarnir" lögöu í rúst og stráfelldu sjötíu þorpsbúa.
26. TBL. 1992 VIKAN 19