Vikan - 28.12.1992, Page 23
gagn en þegar ég fór heim og leit um öxl
fannst mér þetta einhvern veginn ekki hafa
verið nógu gott. Á Sri Lanka vann ég miklu
meira meö öörum samtökum, bæði Rauða
krossinum og Save the Children Fund og líka
með samtökum heimamanna.”
FRIÐARGÆSLULIÐAR
DRÁPU 70 MANNS
„Þarna er mikið af litlum samtökum áhuga-
manna og það er oft mjög gott að vinna með
þeim. Á Sri Lanka urðum við vitni að því að
friðargæslusveitirnar stráfelldu íbúa heils
þorps, drápu sjötíu manns á einu bretti. Okkur
var meinað að fara inn af því að þeir vissu að
við gætum hugsanlega sagt frá þessu út á við
,og hefðum of mikil tengsl við fjölmiðla. Samtök
heimamanna fóru þá fyrst inn og gátu hugsan-
lega komið mat til fólksins. Þá fyrst vissi ég að
þessi samtök væru til. Og síðan unnum við
mikið með þeim. Þau voru fljót að frétta ef eitt-
hvað amaði að og þau vantaði peninga, sem
við höfðum, þannig að við gátum látið þau
hafa fé til að kaupa mat og dreifa honum.
Mannréttindabrot voru mjög algeng á Sri
Lanka og það var mjög erfitt að eiga við þau.
Þegar þetta gerðist vorum við bara með tal-
stöðvarsamband og maður varð að tala gæti-
lega í talstööina þannig að hjúkrunarfræðing-
urinn sagði mér bara að eitthvað hefði gerst
og vildi að ég kæmi. Þetta var nyrst í landinu
og ekki hægt að fara á bíl vegna harðra bar-
daga um miðbik landsins. Her Sri Lanka flutti
okkur á þessum tíma. Þá fórum við í stórri
herflugvél og sátum á gólfinu innan um alla
hermennina.
Við komumst loks til þorpsins þremur dög-
um eftir að árásin var gerð. Sjötíu lík lágu
þarna á víð og dreif, fólk allt frá tveggja ára
börnum og til sjötugs. Flest hús höfðu verið
brennd, einnig allar verslanir, allir fiskibátar og
öll net. Mikið var af særöu fólki og mikið af
gömlum konum sem höfðu stór fleiður á bak-
inu, þannig að það vantaði stykki úr bakinu.
Þær sögðu okkur frá því að indversku her-
mennirnir hefðu skipað þeim að leggjast á
magann og skotið svo á þær til þess að hræða
þær en án þess að ætla að drepa. Af mörgum
þurfti að taka fætur eða hendur. Þeir höfðu
verið skotnir með sprengikúlum sem tæta út-
limi þannig að ekki er unnt að bjarga þeim.
Við mótmæltum viö hershöfðingjann á
svæðinu, sem við höfðum alla jafna ágætt
samband við. Hann sagðist hafa misst stjórn
á mönnum sínum. Þegar ég kom síðan til
Colombo, mjög slegin yfir þessu, beið mín þar
maður frá BBC. Ég var auðvitað miður mín og
sagði honum alla söguna. Hann flutti síðan
fréttina á BBC um kvöldið og eftir það hringdu
fulltrúar margra fjölmiðla og samtaka í mig.
Við vorum einu samtökin sem máttu vinna
á þessu svæði og fréttamönnum var ekki
hleypt þangað inn. Ég talaöi við yfirmann
minn í Rarís og okkur kom saman um að mót-
mæla við yfirmann indverska herliðsins. Sá
sagöi við mig i stuttu máli: Ef þú hættir ekki
að leka svona upplýsingum kemur eitthvað
fyrir þig eða þinn hóp á svæðinu.
Skæruliðarnir eru heldur ekki saklausir í
svona málum og þeir gera gjarnan árásir á
Indverjana þegar þeir eru I mannfjölda.
Seinna gerðu skæruliðar árás á barnaskóla
og hörfuðu svo í gegnum skólann þannig að
Indverjarnir fóru á eftir þeim og margar konur
og börn voru drepin í skotbardaganum. Dag-
inn eftir fór ég í þennan skóla. Þar var eitt her-
bergi þar sem skólastjórinn sagði mér að
hefðu flúið inn tíu mæður og mörg börn og
læst að sér. Hurðin var brotin upp og allir
drepnir. Við fengum á sjúkrahúsið tíu til fimmt-
án börn sem höfðu lifað árásina af. Þarna kom
yfirmaður Save the Children Fund til mín og
sagði: Ertu tilbúin að mótmæla með mér aftur?
En ég þorði það ekki. Hún hafði ekki kjark til
að mótmæla ein svo að ekkert varð úr því.
Mörg hundruð svona atburðir hafa sannfært
mig um að friðargæslusveitir eru ekki nema
nafnið tómt nema allir aðilar viðurkenni þær
sem slíkar. Oft geta þær verið enn einn árás-
araðili á varnarlaust fólk.“
- Þarna er hjálparfólkiö sett í mjög erfiöa
aöstööu?
„Já, spurningin er hvort við ætlum að vera
þarna áfram og aðstoða fólkið og þegja þar
með - eða ætlum við að segja frá því sem er
að gerast og stefna hjálparstarfinu og þar
með þjónustu okkar við fólkið í hættu? Eg hef
komist að þeirri niðurstöðu með sjálfri mér að
það borgi sig að lauma upplýsingum innan
vissra marka en vera ekki að mótmæla opin-
berlega. Það er mín skoðun núna.“
EKKI EINS OG Í BÍÓMYNDUNUM
- Hvaö mundir þú ráöieggja þeim sem vilja
fara út í hjáiparstörf?
„Ég held að maður veröi að ráðleggja þeim
að fara ekki með neinar gyllivonir um að þetta
sé eins og í bíómyndunum. Þetta er ekki
svona fallegt og gott og fólk gerir ekki allt það
gagn sem því finnst það vera að gera. Oft
kemur upp ákveðið vonleysi, manni finnst
maður ekki vera að gera neitt gagn. Samt
mundi ég ráðlegga fólki að halda bjartsýninni
og búa sig jafnframt undir erfiöar persónuleg-
ar aðstæður. En þetta er skemmtilegt, þetta
er gaman, þegar upp er staðið. Það er miklu
meiri lífsfylling í þessu, finnst mér, heldur en
að vinna þar sem allir vilja vera.“
- Hvaö er framundan hjá þér nú?
„Ég er ekki tilbúin í hvað sem er núna
þannig að ég er bara að bíða eftir því að finna
mér „missjón" (hjálparstarf) sem hentar mín-
um aðstæðum. Það er erfitt að finna einhvern
sem vill meta menntun manns og reynslu,
nema gömlu samtökin. Þau byggja á sjálf-
boðastarfi en ég get ekki leyft mér þann lúxus
að vera sjálfboðaliði lengur, eftir dýrt fram-
haldsnám í Bandaríkjunum."
ÞRÓUNARHJÁLP ER BISNISS
- Eitthvaö spaklegt aö lokum?
„Að lokum vil ég nefna að í þróunarhjálp er
alltaf verið að tala um peningaleysi en til
dæmis í vanþróuðum löndum var hluti stjórn-
valda af fjárlögum 1987 til hernaðar 19 pró-
sent. Það sem veldur mestum vonbrigöum hjá
því fólki sem vinnur að þessum málum er að
stjórnir í vanþróuðum löndum leggja lítiö til
menntamála og heilbrigðismála en eiga nóga
peninga til hernaðaruppbyggingar. Og þaö er
ekki bara þeim aö kenna - Vesturlönd og
önnur þau lönd sem framleiða vopn verða að
halda við átökum einhvers staðar til að geta
selt vopnin.
Þróunarhjálp er bisniss og það er mikið af
„þotufólki" í þessu, fólki sem flýgur á fyrsta
klassa og býr á Hilton. Það fer til landsins í
tvo daga og flýgur síðan heim til New York,
Genfar eða hvar sem það er nú - og semur
stórar skýrslur um ástand mála. Á þessu
byggist svo hvar stórar fjárhæðir lenda.
Það fer í taugarnar á mér hvernig fjölmiðlar
nota myndina af vannærða barninu með flug-
urnar í augunum en því miður, það er þetta
sem fólk kaupir, þetta er það sem fólk vill sjá.
Það þýðir ekkert að birta eitthvert línurit um
hve margar milljónir barna farast á hverju ári,
enginn tekur eftir því. Ég veit ekki alveg
hvernig hægt er að breyta þessu og ég hugsa
að það sé erfitt."
Jóhanna segist ekki vilja vinna með banda-
rískum hjálparsamtökum. Hún segir að þau
láti oft stjórnast af pólitík og aðstoð þeirra sé
skilyrt.
„Mikið af hjálpinni er eyrnamerkt pólitískt
þannig að ef einhver ríkisstjórn fer að verða
óþæg við Bandaríkjamenn, eins og gerðist í
„Tígrarnir" - tamílsku skæruliöasamtökin -
á útifundi á Sri Lanka.
Níkaragúa á sínum tíma, þá fellur öll hjálp nið-
ur. Ef þú hagar þér ekki pólitískt eins og Banda-
ríkjamenn vilja þá færðu sem sé enga hjálp.“
Jóhanna Lárusdóttir læknir er á leið til Bret-
lands í viðtöl vegna umsókna um hjálparstörf í
fjarlægum heimshlutum, tveim dögum eftir
þetta spjall okkar. Hver veit hvar hún er niður-
komin nú? Það halda henni engin landamæri -
í umdæmi hennar eru allir þeir sem mest þarfn-
ast læknishjálpar, hvar sem þeir fyrirfinnast. □
HAFNARSTRÆTI 15
REYKJAVÍK ■ SÍMl 13340
26.TBL. 1992 VIKAN 23