Vikan


Vikan - 28.12.1992, Síða 33

Vikan - 28.12.1992, Síða 33
því og gráta. Ég væri ekkert að ergja mig á þessu fólki ef ég saknaði þess ekki og þætti vænt um það. Annars væri mér alveg sama og ég væri ekkert að velta mér upp úr þessu. Ég sakna veðursins og þá vonda veðursins. Ég sakna Kára á veturnar - að heyra ekki í vonda veðrinu, rokinu og haglinu fyrir utan gluggann því ég kann svo vel við það. Ég fíla æðislega skamm- degið og vonda veðrið. Mér finnst það svo magnað. Sólin á (slandi er líka alveg yndisleg en ég hef nóg af sólinni hér. Ég skil fólk þegar það er að tala um að veðrið sé jafnleiðinlegt allt árið en ég sakna ofs- ans í veðrinu, kraftsins sem maður finnur í því. Það er eitthvað sérstakt heima sem gefur manni hlýju. Persóna fólks er mjög sterk. Hún er yfir höfuð mjög sterkt. Maður finnur hérna að Hollendingar eru svo rólegir og yfirvegaðir en heima framkvæmir fólk án þess að vera að hugsa allt of mikið fyrirfram og er nánast alltaf til í tuskið. Ég sakna þess! Heima er mikið rætt um allt sem er að gerast og fólk hugsar mikið. Mér finnst fólk heima skemmti- legt og mér finnast íslendingar yfir höfuð skemmti- legt fólk en þeir eru ofsalega erfiðir, lítið agaðir og óútreiknanlegir - samt fyrst og fremst skemmtilegir. Það eru mikið meiri litbrigði í skapi fólksins heima en hér. Hérna er það voðaleg notalegt, rólegt og þægileg. Það er eins og landslagið, sem þarf ekki frekari útskýringar. Það getur verið að ég hafi þessa skoðun á Hollendingum vegna þess að ég hafi ekki kynnt mér þá nógu vel en þetta er eins og ég upplifði það. Ég upplifði kannski ekki íslendinga eins og ég hefði átt að gera. Ég var einstæð móðir með tvö börn og vann myrkranna á milli, hvort sem það var mér að kenna eða öðrum. Ég náði því aldrei að fara með þessi börn mín í frí og kynnast þá kannski einhverjum íslendingum í leiðinni, sérstaklega þar sem ég var með mitt eigið fyrirtæki. Ég lenti einnig í vissum fjölskylduerfiðleikum þar sem veikindi í fjöl- skyldu minni knúðu dyra og það hafði mikil áhrif á líf mitt á þessum tíma. Ég hafði aldrei tekið mér frí til að njóta þess fyrir utan daglegt streð, sem mér fannst gaman að takast á við og var mitt Iff. Ég kom til Islands, fór hringinn með fjölskyldu minni og ég hefði aldrei getað ímyndað mér hversu mikið landið hefur upp á að bjóða. Það er því svo margt sem ég hef aldrei notið og hefði viljað fá að njóta miklu fyrr. Fólk heima kemst aldrei í tæri við þessa dýrð vegna þess að það vinnur svo mikið því það er svo dýrt að búa á íslandi." GRÆÐGI EINA VANDAMÁUÐ Á ÍSLANDI „Mér finnst fólk heima æðislegir vargar. Það er ekk- ert gott hvert í annars garð. Það skemmtir sér vel saman en er fljótt að bíta hvert annað ef eitthvað bjátar á. Þetta er vargaþjóðfélag, tillitslaust og frekt. Svo þegar einhver á bágt standa allir saman til hjálpar. En fyrst vill það skera fólk á háls og svo sauma gatið. Þetta finnur maður mjög glöggt og ég skil ekki hvers vegna þetta er því við þurfum veru- lega á því að halda að standa saman. Miðað við þjóðir í kringum okkur eigum við engin vandamál. Eina vandamálið á íslandi er græði. Það er ekkert annað vandamál. Við viljum éta allan fisk- inn í einu, við viljum selja hann allan (einu, okkur er bannað að veiða hann allan í einu og þá erum við brjáluð því við þurfum aðeins að draga í land. Nefndu mér þau vandmál sem við eigum samanbor- ið við til dæmis Rússland, Júgóslavíu og þessi lönd. Allir lagerar á íslandi eru yfirfullir og hingað til Amsterdam flykkjast kerlingar frá hverri einustu búðarholu í Reykjavík til að kaupa inn. Þær fara í stærstu verslunarmiðstöðina hérna og hún sam- anstendur af þremur turnum fullum af heildsölum sem gera varla annað en að selja öllum íslensku skruddunum. Mér finnst furðu sæta að verslanir við Laugaveginn og í Kringlunni beri kostnað af þess- um verslunarmáta. Þú getur sjálfur séð hvers konar álagningu þarf til að þetta beri sig. Við erum fræg í Amsterdam. „Hvernig er þetta á íslandi? Getur þetta virkilega borgað sig?“ spyr fólk hér. Þetta lýsir því best að við erum að baksa við kaupæði og græðgi. Það skal enginn segja mér að ekki sé hægt að snúa þessu við með umræðu og gera þetta svolítið hjákátlegt. Ég er fegin að vera laus við allt þetta vesen í fólki heima. Það er einhvern veginn ekkert hægt að gera. Maður er alltaf að klóra sig yfir sama þrösk- uldinn. Það er svo mikið af boðum og bönnum og þvf mjög erfitt að komast áfram með það sem mað- ur er að gera. Það er allt að kafna í einstaklings- valdinu og það er eins og allir geti sagt NEI. Mér finnst allt of mikið um það á Islandi sem ég kalla dyravarðakomplex, það er að fólk nýtur þess að segja „Þú kemst ekki inn“ þrátt fyrir að viðkomandi „valdhafi" hafi enga ástæðu til þess heldur sé bara að sýna hvaða vald hann hefur. Það er mikið til af þessu kóngakomplexaliði sem stoppar allt. Ég man alltaf eftir því þegar ég innrétt- aði æðislega fallega kaffistofu uppi á Laugavegi, í húsnæði þar sem Regnfatabúðin er núna. Ég gerði húsið allt upp en áður var þetta Ijótur timburhjallur með álíka grindverki í kring. Ég útbjó garð, hellu- lagði allt saman og gerði þetta virkiiega huggulegt. Ég átti þann draum að hafa þarna lítið útikaffihús á sumrin og fólk gæti spjallað úti en á þeim tíma þekktist það varla. Ef illa viðraði gæti fólk síðan far- ið upp, Þessar breytingar kostuðu mig ofsalega peninga og vinnu. Ég fékk ekki leyfi til að opna þetta kaffihús vegna þess að ekki var hægt fyrir karlmenn sem voru hærri en einn og áttatíu að míga þar alveg upprétt- ir. Ég sagði að ef karlmaður sem væri yfir þessari löggiltu hæð og treysti sér ekki til að mfga þarna kæmi ekki nema einu sinni væri það mitt vandamál. Samt fékk ég ekki leyfið þvf þeir sem áttu að gefa það út mátuðu sig pissandi við þvagskálamar og ¥ * jíjjdii sltim -íjBMí Yeldu bestu amerísku dýnuna. BILDSHOFÐA 20 -112 REYKJAVIK - SIMI 91-681199 26.TBL. 1992 VIKAN 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.