Vikan


Vikan - 28.12.1992, Page 36

Vikan - 28.12.1992, Page 36
36 VIKAN 26. TBL. 1992 Fyrir skömmu var blaða- maður Vikunnar staddur í Svíaríki, í sjálfri höfuð- borginni Stokkhólmi. Á flandri hans um göturnar varð á vegi hans allsérstakt og forvitnilegt skilti hangandi utan á húsi nokkru. Skiltið var í laginu eins og stafn á húsi með tveimur útskornum tréstyttum, karli og konu sem stóðu hvort andspænis öðru. Til að kór- óna allt saman stóð nafnið Gunnarsson fyrir neðan. Það var ekki laust við að forvitni íslendingsins væri vakin og ekki minnkaði hún þegar litið var í búðargluggann. Hann var yfirfullur af alls konar tré- styttum, listilega útskornum og máluðum í öllum regnbog- ▲ Hann er alvörugefinn, þessi málari sem mundar pensilinn svo fimlega. ans litum. Þarna mátti greina þekkta þjóðarleiðtoga bæði lífs og liðna. Hinn forvitni knúði dyra hjá Urban Gunnarssyni sem tók honum afar vel. Á meðan hann var spurður spjörunum úr hélt hann áfram að skera út styttur. Hann tjáði gestinum að áhugann á smíðum og út- skurði hefði hann fyrst og fremst þegið í arf frá afa sín- um. Hann hefði verið ósköp venjulegur trésmiður sem lagt hefði gjörva hönd á margt, einkum þó á húsgagnasmíði. Faðir Urbans fékkst jafnframt við að skera út í tré. Þegar pilturinn hafði náði 14 ára aldri tók hann smám saman að sinna því sem síðar varð ▲ Meðan blaðamaður Vikunnar staldraði við hjá Urban Gunnarsson í Svíþjóð skar sá síöamefndi út fjórar eöa fimm styttur. ▲ Veiöimaöur í leit að bráð. ► Tónlistarmenn í léttri sveiflu. Urban fékk áhuga á tréskuröi í arf frá afa sínum og föður sem báöir skáru út ítré

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.