Vikan


Vikan - 28.12.1992, Page 48

Vikan - 28.12.1992, Page 48
þyrmandi í Las Vegas. Því er ekki að neita. Þú getur verið með í spila- mennskunni án þess að eyða miklu. Spilakassarnir sjá til þess. Þarna eru fjölmargir kassar sem taka góðfúslega við svo litlu sem fimm centum. En það eru líka nokkrir kassar í borginni sem eru tilbúnir að gleypa f sig fimm hundruð dollara í einu. Og við rúllett- una getur þú kvatt í einu veð- ▼ Ljósa- dýröin viö aöalgötu Las Vegas er yfir- þyrmandi og áhrifin ólýsanleg meö oröum. máli allt frá fimm dollurum upp í fimm þúsund dollara. En vinningarnir eru líka freistandi. Ef þú t.d. leggur spilapeninginn á réttu töluna getur hún svo mikið sem þrjá- tíu og fimm faldast. Og í spila- kössum sem taka einn dollar áttu sumstaðar möguleika á að vinna Cadillac eða aðra eðalbifreið, sem að sjálfsögðu er uppstillt við hlið kassans og bíður eigandans. Það eru fjölmargar sögur til um þá sem hafa unnið stórt í Las Vegas, nú eða tapað. Ein segir frá manni nokkrum sem kom til borgarinnar á níu- hundruð kílóa bifreið sinni, en eftir að hann hafði spilað í sól- arhring ók hann aftur til síns heima í margfalt stærri bíl, langferðabifreið! Fæstir fara ríkari frá Vegas en þeir eru þó orðnir margir sem á liðnum árum hafa feng- ið milljón dollara eða meira úr spilakassa. Jafnvirði sextíu ís- lenskra milljóna. Ekki amalegt það. Spilavítin keppast um hylli ferðamannanna og aðdráttar- aflið er íburður, mikill matur fyrir hlægilega lágt verð, mestu vinningslíkurnar og síð- ▼ Loft- mynd af Inner Harbor eöa innri höfninni í Baltimore. Þar er afar friösælt og skemmti- legt. Verslunarmiöstööin Gallery viö Inner Harbor. í Baltimore er fjöldi stórra og áhugaverðra verslunarmiöstööva þar sem hægt er aö gera betri kaup en víöast í Evrópu. Tæknivæddasta sædýrasafn Bandarikjanna, The National Aquarium. 1729 er borgin var stofnuð. Tvær snotrar verslunarmið- stöðvar er þar að finna og enn fleirri og stærri í næsta ná- grenni. Sömuleiðis notalega veitingastaði með yfirsýn yfir höfnina, nú eða þá að þú fáir þér að borða í myndarlegri, gamalli skútu sem þar liggur. Og ekki má gleyma Maryland Science Center and Davis Planetarium, sem er eitt af stærstu og fullkomnustu nátt- úru- og dýrafræðisöfnum Bandaríkjanna eða einu stærsta og tæknivæddasta sædýrasafni landsins, National Aquarium. Fjölmargt annað er að sjá í Baltimore og verða því gerð nánari skil f Vikunni síðar. Eins er ekki hægt í stuttum pistli sem þessum að gera öllu því skil sem Washington hefur að bjóða og bíður það einnig betri tíma. En Wash- ington er einnig á dagskrá verðlaunahafanna okkar. ast en ekki síst frægustu skemmtikraftar heims. í Veg- as hélt Elvis Presley nokkra af sínum frægustu tónleikum og enn í dag er Frank Sinatra tíð- ur gestur þar á sviði og Bill Cosby spaugar þar líka. Las Vegas Boulevard eða the Stip eins og breiðgatan með flestum spilavítunum er jafnan nefnd, er fimm mílur að lengd. Neon-ljósin eru þar svo þétt og skær að þú færð of- birtu í augun. Áhrifin eru ólýs- anleg og hiklaust hægt að taka undir með öllum þeim sem komast þannig að orði, að þú verðir að koma til borg- arinnar að minnsta kosti einu sinni áður en þú deyrð. Og fyrst verðlaunahafamir okkar eru komnir til Nevada er ómögulegt annað en að fara með þyrlu eða bifreið að Miklagljúfri og berja augum eitthvert mesta náttúruundur veraldar. Nokkuð sem flestir þekkja úr kvikmyndum en mega ekki láta hjá líða að sjá þegar svo kjörið tækifæri gefst. Skoðunarferð í boði Vikunnar að sjálfsögðu. BALTIMORE Flogið verður með Flugleiðum til Bandaríkjanna og höfð við- dvöl í Baltimore þar sem skipt er yfir í innanlandsflug USAir. í bakaleiðinni verður gerður þar stuttur stans til að skoða sig um í borginni og gist á meðan á úrvals hóteli með bestu verslunarmiðstöðina við húsgaflinn. Og þá er einstakt tækifæri til að gera stórgóð kaup á hagstæðu verði. Jafn- vel á betra verði en þekkist í Dublin, Newcastle og Glas- gow. Ótrúlegt en satt. Rómantíkin blómstrar við innri höfnina í Baltimore, en höfnin sú hefur verið mikil- vægur ákvörðunarstaður skipa frá Evrópu frá því fyrir árið 48 VIKAN 26. TBL. 1992

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.