Vikan - 28.12.1992, Qupperneq 72
Efni í
samkvœmis-
fatnað!
Flauel • Siffon
Brokade og sívinsœlu
plíseruðu efnin.
Dömu- & Herrabúðin
LAUGAVEGI 55 • REYKJAVÍK • SÍMI: 91-18890
CkC
on
CkC
t=
'O
:CD
OO
/EVINTYRI VERULEIKANS
▼TTTTTTTVTTTTYTTTTTVTTTTTTTTT
1 HJi IANU
Slundum vil ég láta segja
mér sögur. Ein vinkona
mín hefur einstaka
hæfileika til aö segja mér
hneykslissögur af sjálfri sér
og stundum öörum. Ein sagan
fjallaöi um kveðjustund henn-
ar og kvennaflagara sem
langaði að fara frá konunni
sinni en hún skaffaði of vel
svo þau urðu að kveðjast.
Stundin rann upp fyrir framan
fallegt tré í besta hluta bæjar-
ins. Þaö var kalt veöur en um
leið og vinkona mín ætlaði að
fara aö gráta braust sólin fram
úr skýjaþykkninu og skein
beint á nef ástvinarins og
rauöar æðar gamla brenni-
vínsnefsins komu greinilega í
Ijós. Hún missti sorgina og
hefur aldrei séð eftir rauöa
brennivínsnefinu hans, hvorki
fyrr né síðar.
Svona getur farið fyrir ást-
inni, þessu viðkvæma blómi.
Af hverju virðist hún svo oft
endaslepp hjá fólki þótt það
reyni allt hugsanlegt til að
halda henni hjá sér? Er ástin
ekki bara villiblóm sem vill fá
að vaxa frjálst i hjörtum mann-
anna og þolir enga ógnun,
enga stjórnun. Að elska er aö
gefast og taka það svo aftur,
gefast svo aftur og taka þaö
svo til athugunar og þannig
mætti lengi telja. Þeir sem
gefa ekki lausan tauminn inn
á milli verða kvalarar eigin
ástar og missa allt þótt enginn
skilnaður fari fram. Það er ef
til vill öllu verst, vegna þess
að þeir geta oft ekki fengiö
annaö tækifæri til að reyna
aftur og takast þrautin að
elska og leyfa.
Já, þetta var svona hug-
vekja á gömlu ári sem hefur
verið mér undurgott, þótt mik-
ið hafi gengið á. En þaö er
ekki verst fyrir þann sem skrif-
ar. Hann þarf að lifa upp í
hugarflugið sitt, þarf aö leita
ævintýrin uppi eða að minnsta
kosti hjálpa þeim til sín og
muna allar stundir aö verða
ekki of vanafastur því það er
sama og að deyja fyrir tím-
ann.
Svo kemur það stundum
fyrir raig aö fólk viíl sýna mér
hvaö þaö hefur eignast. Þá
kemur vel á vondan því ég
hef nefnilega engan áhuga á
því aö sjá hvaö fólk hefur ver-
ið duglegt að - ekki lifa og
ekki gefa. Mér finnst það ekk-
ert skemmtilegt en ég er nú
líka hálfgeröur öreigi svo þaö
er von að mér finnist þetta ó-
þægilegt. Ég upplifi mig þó
ekki fátæka, hef svo helvíti
gaman af að hugsa og þegar
ég flyt úr landi, eins og ég hef
áætlaö aö gera í fyllingu tím-
ans, veröur farangurinn svo
léttur, nokkur málverk og ég
sit í flugvélinni og hugsa og
hlæ meö sjálfri mér. Ekkert
hús, enginn bíll, engin hús-
gögn. Aðeins ég og pappírinn
minn svo ég geti skrifað og
ástin, villiblómið mitt, fær að
fara með og þolir vonandi nýj-
an jarðveg í nýjum heimkynn-
um. Ég vildi óska að ég ætti
níu líf eins og kötturinn er
sagður eiga, þá myndi ég...
Framhald síðar á nýju ári.
Hittumst heil.
ÁRAMÓTAHEIT
Ég lofa sjálfri mér
aö lofa engu
hlæja mikiö
elska enn meira
elska enn meira
elska enn meira.
72 VIKAN 26TBL. 1992