Vikan


Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 5

Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 5
TEXTIOG UÓSM.: JÓHANN GUÐNIREYNISSON Þátttakendur í forsíSustúlkukeppni Vikunnar: SAMAN Forsíðustúlkur Vikunnar komu fram á Bylgjuball- inu sem haldið var á Hótel íslandi. Eins og vænta mátti komu þær, sáu og sigr- uðu. Þær fluttu atriði sitt frá krýningarhátíð keppninnar á nýárskvöld við frábærar undir- tektir og víst er að þar hafa stúlkurnar sem gátu tekið þátt í skemmtidagskránni vakið verðskuldaða athygli. Enda er það svo að í hinum harða heimi fyrirsætustarfanna gildir það að koma sér á framfæri á sem flestum stöðum, við sem flest tækifæri, að vekja athygli. Þetta tækifæri gripu sex af þeim átta stúlkum sem tóku þátt í forsíðustúlkukeppninni. Tvær forfölluðust. Meira að segja Margrét Þóra mætti á hækjunum en hún brákaði í sér bein á nýársdag, kom raunar þá líka, haltrandi nán- ast beint af slysadeildinni. Þetta er kallað að sýna karakter svo við notum örlitla útlensku. En þær Margrét, Kristín Hlín, Gunnur, Brynja Hjörleifs, Árný Hlín og síðast en ekki síst Halldóra Halldórsdóttir, forsíðustúlka Vikunnar 1992, undir stjórn Estherar Finn- bogadóttur, slógu í gegn á Hótel íslandi og voru Vikunni, sjálfum sér og öllum þeim sem vilja eigna sér einhvern hlut í þeim til mikils sóma. Og stúlkurnar eru líklegar til að halda áfram með kunn- ingsskapinn, það ríkir góður andi í þessum hópi sem til dæmis mátti sjá fyrir Bylgju- ballið þar sem þær komu saman, snæddu flatbökur, skemmtu sér og göntuðust. Þær æfðu atriðið sitt á sviðinu með rúllurnar í hárinu og virt- ust ekkert kippa sér upp við það þótt myndavél Vikunnar malaði yfir þeim enda engin ástæða til þess. Stúlkurnar hittust svo aftur nokkrum dögum síðar á Bar- rokk og snæddu síðan saman á litlu Ítalíu allar átta ásamt Braga Þór Ijósmyndara og Esther Finnbogadóttur. Allra þokkalegasti klúbbur, svo ekki sé nú meira sagt. □ A Forsmekkur aö góóum anda kvöldsins fannst strax viö kvöldveróarboróió. Stúlkurnar halda sambandi og meó þeim hefur tekist góöur vinskapur. A Þaö er glatt á hjalla meðan Brynja nýtur aóstoöar Kristínar eftir aö rúll- urnar fóru óvart á eitthvert flakk. ▲ Ingigeróur Gunnars- dóttir f Hári og föróun nýtur aó- stoöar Brynju Hjörleifs- dóttur. A Margrét Þóra lét ekki hækjur aftra sér frá því aó taka þátt í sýningunni. Hér leggur Esther á ráöin meó Margréti. A Og þær halda áfram aö hittast. Hér er allur hópurinn, prúóbúinn og saman kominn á Barrokk ásamt þeim Esther og Braga Ijósmyndara. < Anna Toher er hér nær okkur á myndinni aö faróa Kristínu Hlín og bak viö þær er Hilma Njálsdóttir aö faróa Halldóru fyrir Bylgju- ballió. . 1993 VIKAN 5 ÞÆR HALDA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.