Vikan


Vikan - 28.01.1993, Síða 40

Vikan - 28.01.1993, Síða 40
TEXTI: KARL PÉTUR JÓNSSON / UÓSM.: BINNI Hér fer fyrir fögrum flokki ísmeygilegra hispursmeyja sjálf sýrudrottningin eöa Acid Queen. Þaö er Valgerður Guönadóttir, 16 ára stórefni- leg leik- og söngkona, sem fer meó hlutverk sýrudrottningarinnar. ROKKÓPERAN TOMMY Á HÓTEL ÍSLAN SÝNINGIN KOSTAR Á FJÓRÐU MILUÓN Nemendur Verzlunar- skólans gera það ekki endasleppt. Fyrir skemmstu sögðum við frá söngkeppni sem haldin var í skólanum en nú stíga hinir listhneigðu nemendur skólans fetinu framar og ætla að setja upp heila rokkóperu á Hótel íslandi. Það er hin frábæra rokkópera hljómsveitarinnar The Who, Tommy, sem boru- brattir nemendur Verzló setja upp. Kór Verzlunarskólans er í aðalhlutverki í sýningunni en þetta er í annað skipti sem kór skólans setur upp þessa ágætu rokkóperu. Fyrra skipt- ið var árið 1972 en þá voru fæstir þeirra sem nú vinna við sýninguna fæddir. Stjórnandi Verzlunarskólakórsins er Þor- valdur B. Þorvaldsson úr Tod- mobile en sú ágæta hljóm- sveit leikur undir í sýningunni. Þorvaldur útsetti einnig tón- listina fyrir kórinn. Dans skipar veigamikinn sess í sýningunni en Ástrós Gunnarsdóttir samdi dansa og leikstýrir sýn- ingunni f samstarfi við nem- endur. Alls vinna um hundrað manns að sýningunni en und- irbúningur hefur staðið frá því síðastliðið vor. Það er allt lagt undir til þess að áhorfendur megi njóta skemmtilegrar sýn- ingar og að því er blaðamaður og Ijósmyndari gátu best séð ætti það að takast. Rokkóperan Tommy fjallar 4 Heyrn- arlaus og blindur starir Tommy út í bláinn og hallar sér upp aö því sem veitir Iffi hans fyllingu, kúluspil- inu. Hann nær undra- veröu lagi á aö spila kúluspil og veröur heimsins besti kúlu- spilari meö þeirri frægö sem því fylgir.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.