Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 36
Henni finnst skringilegt
og í raun fáránlegt að
þegar hún sækir um
starf skuli ein af fyrstu spurn-
ingunum vera um það hvort
hún hyggi á barneignir. Og
það eru ekki karlarnir sem eru
hvað beinskeyttastir í þessum
yfirheyrslum heldur þykir Sig-
rúnu B. Jakobsdóttur sem
konurnar setji slíkar spurning-
ar í öndvegi. Sigrúnu finnst
þetta greinilega undarlegt
vegna þess að fyrir henni er
það ekkert sjálfsagt mál að
konur fórni frama sínum fyrir
fjölskyldumálin. Sigrún er nú
tuttugu og sjö ára gömul. Hún
er hótelstjóri.
Sigrún er Keflvíkingur að
upplagi, ólst þar upp en
stundaði nám í Menntaskól-
anum við Sund. Þaðan út-
skrifaðist hún 1985, þá nítján
ára gömul, vann síðan í tíu
mánuði og fór á flakk um
heiminn ásamt vinkonu sinni.
„Ferðalagið lagði eiginlega
grunninn að því að ég færi f
hótelstjórn því ég sá marga
möguleika í sambandi við hót-
elrekstur í heimsreisunni,"
segir Sigrún en hún lærði hót-
el- og veitingastjórn hjá IHTTI
í Sviss. Námið tók þrjú ár, það
er bæði verklegt og bóklegt
og meðal annars starfaði hún
á hóteli í Japan, rétt utan við
Tokyo. Hún segir þá reynslu
mjög skemmtilega þó tungan
hafi vitaskuld stundum vafist
henni um tönn. „Við vorum
búin að læra grunninn að mál-
inu í tvo mánuði áður en við
fórum til Japans en þar
byggðum við samskiptin mikið
á litlum miöum sem við vorum
með og innihéldu allar nauð-
synlegustu upplýsingar."
EFNILEG EIGINKONA
„Aðallega voru það Japanir
sem gistu þetta hótel en þeir
létu það ekkert á sig fá þótt
útlendingur þjónaði þeim,
höfðu frekar gaman af því og
tóku tillit til þess að maður
kynni kannski ekki tungumálið
upp á tíu. Þarna gengum við í
öll störf, svo sem að þjóna til
borðs, búa um rúm, ræsta,
vinna í móttöku og jafnvel f
eldhúsi. Það var karlaheimur
þar sem við vorum látin
skræla tómata og kartöflur.
Og besta hrósið sem ég fékk
var ef tómatarnir voru sérstak-
lega vel skrældir. Þá var mað-
ur talin mundu reynast sér-
lega góð eiginkona!“ segir
Sigrún og í rómi hennar má
lesa háðið gagnvart þessum
íhaldssömu matreiðslumönn-
um, körlum, þótt hún þvertaki
fyrir að þeir hafi reynst henni
á nokkurn hátt illa. Síður en
svo. „Þeir voru samt yndisleg-
ir,“ bætir hún við, hleypidóma-
laus en með mjög ákveðnar
meiningar um þetta viðhorf.
Hótelið, sem hún starfaði
þarna á, er nokkurs konar
heilsulind og þar á bæ höfðu
menn hugmynd um ísland,
aðallega sökum þess að ís-
lendingar ættu greiðan að-
gang að jarðhita. Og nú eiga
Japanir upp á pallborðið hjá
Hótel Norðurlandi á Akureyri,
íslandi, því hótelstjórinn kann
hrafl í tungumáli þeirra og það
segir hún nauðsynlegt fyrir þá
sem ætli að taka á móti
Japönum. „Þeir læra að vísu
ensku eins lengi og við en
eiga mjög erfitt með að tjá sig
á henni. Framburður og
hreimur er þeim erfiður.“
VÍÐTÆK TÆ.KIFÆRI
Heimsreisan er Sigrúnu hug-
leikin af skiljanlegum ástæð-
um og hún telur það ferðalag
hafa nýst sér jafnvel betur en
lærdómur innan skólaveggj-
anna. Hún starfaði meðal
annars við netabætingar hjá
íslendingi í Ástralíu, við bar-
þjónustu og við spilakassa í
spilavíti. Með því að þræla í
tíu mánuði áður en hún fór út
ásamt vinkonu sinni tókst
henni að vinna sér inn fyrir
farseðli og nauðsynlegasta
uppihaldi. Hér og þar unnu
þær sér inn vasapeninga. „Ég
myndi segja að þetta eina ár
hafi gefið mér meira en öll
skólaárin til samans og ég sá
mikla atvinnumöguleika víðast
hvar. Ég hugsaði með mér að
með alhliða menntun í hótel-
og veitingastjórn gæti ég
starfað nánast hvar sem er í
heiminum. Enda ætlaði ég
aldrei aftur að koma til íslands
meðan ég var úti. Fór til
dæmis frá Japan til Santa
Barbara í Kaliforníu þar sem
ég var að vinna hjá veislu-
þjónustufyrirtæki.
Eftir að ég hætti þar var
enga vinnu að fá nema á
svörtu sem ég lagði ekki í og
fór heim. Beint austur á Fá-
skrúðsfjörð. Þetta var hálffá-
ránlegt: Tokyo - Los Angeles
- Fáskrúðsfjörður, sko!“ segir
Sigrún hlæjandi en hún hafði
verið atvinnulaus í hálfan
mánuð þegar starf hótelstjóra
við Hótel Austurland var aug-
lýst. Viku síðar var Sigrún
komin þangað. Þegar hótelið
var selt, en það hafði Ólafur
Laufdal fengið í skiptum fyrir
skemmtistaðinn Hollywood,
fór Sigrún aftur í bæinn. Hún
fór að vinna á Hótel íslandi og
var þar við markaðsstörf þar
til hún fékk starfið sem hún
gegnir nú.
ALLIR GERA ALLT
Hótel Norðurland tel:
ekki til stórhótela
á heimsmæli-
kvarða, með
tuttugu og
átta herbergjum og fimm
starfsmönnum yfir vetrartím
ann, þó þar sé allur aðbúnað-
ur hinn besti og aðstaða
glæsileg. Af þeim sökum get-
ur hótelstjórinn ekki lifað í sátt
við sjálfan sig og engan ann-
an í einhverjum fílabeinsturni
og umleikinn titilljóma. Sigrún
tekur til hendinni við hvað
sem þarf að gera. Hún er
þerna, hún er í móttöku, hún
sér um bókhaldið, hún skipo
leggur og hún stjórnar. Og
síðan koma menn og hrista
hausinn þegar hún segist
vera hótelstjórinn, kalla hana
bara vinuna. Þeir eru reyndar
ekki mjög margir en þessi
unga og hressilega stúlka
gengur ekki um með mikil-
mennskukomplexa heldur tek-
ur slíkum kveðjum með jafn-
aðargeði. Sennilega fá menn
það skýrt og skorinort framan
f sig aftur, kurteislega að sjálf-
sögðu.
Frh. á bls. 58