Vikan


Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 21

Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 21
góða einkunn fyrir verkefnið um þig. Sherlock er lesinn í mörgum skólum og sögurnar um hann eru bæði vinsæll og aðgengilegur texti sem örvar í- myndunaraflið," segir Erica Harper sem hefur verið einka- ritari Holmes í þrjú ár. FÉLL Í FOSS EFTIR 24 SÖGUR Könnum nú svolítið nánar Sherlock Holmes, Watson og sömuleiðis Arthur Conan Doyle, höfund þessara vin- sælu sagna. Sir Arthur Conan Doyle gerði sér ekki grein fyrir því þegar hann skrifaði fyrstu söguna um Sherlock Holmes, A Study in Scarlet, að hann hefði skapað persónu sem ætti eftir að lifa mun lengur en hann sjálfur. Conan Doyle fæddist í Edinborg árið 1859 og lærði læknisfræði við Edin- borgarháskóla. Að embættis- prófi loknu opnaði hann lækn- ingastofu í bænum Southsea á suðurströnd Englands. Sem betur fer fyrir aðdáendur Holmes var ekki mikið fyrir Doyle að gera svo hann varð að finna aðra leið en lækning- arnar til þess að hafa ofan í sig og á og dreifa tímanum. Fór hann því að skrifa. Fyrsta Sherlocks-sagan birtist f Beeton’s Christmas Annual árið 1887 en síðan áttu menn eftir að lesa reglulega um æv- intýri Sherlocks og Watsons í Strand tímaritinu og þar birt- ust einnig teikningar eftir Sid- ney Paget sem gerðu Holmes og Watson ógleymanlega öll- um þeim sem þær sáu. Doyle var orðinn býsna þreyttur á þeim félögum eftir tuttugu og fjórar sögur og kom því svo fyrir að Holmes féll í Reichenbach-fossinn í Sviss eftir snörp átök við erkióvin sinn, Moriarty. Sorgin var svo mikil í London að kauphallar- braskarar jafnt sem almennir borgarar gengu með sorgar- bönd eftir að fréttin af dauðs- falli hetjunnar barst út. Al- menningur sætti sig sem sagt alls ekki við þessi málalok og mótmælabréf tóku að streyma inn á ritstjórn Strand-tímarits- ins. Því var það árið 1901 að Doyle lét tilleiðast að endur- vekja spæjarann í sögunni um Baskervillehundinn. Reyndar átti sú saga að hafa gerst áður en Sherlock lét lífið í fossinurrf en tveimur árum síðar gekk Doyle skrefi lengra. Hann skrifaði sögu þar sem í Ijós kom að Holmes var alls ekki dáinn, öllum til mikill- ar gleði. Hann hélt því áfram fyrri iðju - að leysa dularfullar morðgátur - í sögum skapara síns allt fram til ársins 1927 er hann settist í helgan stein og tók að sinna býflugunum sín- um. Þegar Doyle lést árið 1930 hafði hann skrifað hvorki fleiri né færri en sextíu ævin- týri um Sherlock Holmes. TÓKU Á LEIGU ÞRIGGJA HERBERGJA ÍBÚÐ Hugum nú svolítið að Holmes sjálfum. Menn hafa reiknað út að hann hafi fæðst árið 1854 og eftir því sem best er vitað á þrettándanum eða 6. janú- ar. Holmes hóf nám í læknis- fræði en fékk fljótlega meiri á- huga á að leysa dularfullar gátur, morðgátur sem aðrar. Kynni þeirra Watsons hófust er þeir, fyrir milligöngu sam- eiginlegs vinar, tóku á leigu þriggja herbergja íbúð við Baker Street og er því lýst á þennan hátt í sögunni Réttlát hefnd og það er Watson sem segir frá eins og ævinlega: Við hittumst um hádegi dag- inn eftir, eins og ákveðið hafði verið, og skoðuðum íbúðina í húsinu Baker Street 221 b, sem Holmes hafði minnst á daginn áður. Þetta reyndust vera tvö svefnherbergi og ein stofa með fallegum húsgögn- um, björt og vistleg. Samning- ar allir tókust svo greiðlega að ► Abbey National hefur látiö mála þetta málverk af Sherlock Holmes. Honum er lýst svo í bókum Doyle: Hann var um þrjár álnir á hæð (um það bil 186 sm) og mjög grannvax- inn. Augu hans voru frán og hvöss, nef- iö íbogiö og hakan breiö eins og oft er um menn sem er sjálfstæöir í skoöun- um og ákveönir í skapi. Myndina málaöi Jack McCarthy. ◄ Blaöa- maöur á tali viö einkaritar- ann. Á borðinu eru pípur Sherlocks Holmes og stækkun- argleriö sem var honum svo ómissandi. Í2.tb Ila/í. /iolmeb 2.TBL. 1993 VIKAN 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.