Vikan


Vikan - 28.01.1993, Síða 21

Vikan - 28.01.1993, Síða 21
góða einkunn fyrir verkefnið um þig. Sherlock er lesinn í mörgum skólum og sögurnar um hann eru bæði vinsæll og aðgengilegur texti sem örvar í- myndunaraflið," segir Erica Harper sem hefur verið einka- ritari Holmes í þrjú ár. FÉLL Í FOSS EFTIR 24 SÖGUR Könnum nú svolítið nánar Sherlock Holmes, Watson og sömuleiðis Arthur Conan Doyle, höfund þessara vin- sælu sagna. Sir Arthur Conan Doyle gerði sér ekki grein fyrir því þegar hann skrifaði fyrstu söguna um Sherlock Holmes, A Study in Scarlet, að hann hefði skapað persónu sem ætti eftir að lifa mun lengur en hann sjálfur. Conan Doyle fæddist í Edinborg árið 1859 og lærði læknisfræði við Edin- borgarháskóla. Að embættis- prófi loknu opnaði hann lækn- ingastofu í bænum Southsea á suðurströnd Englands. Sem betur fer fyrir aðdáendur Holmes var ekki mikið fyrir Doyle að gera svo hann varð að finna aðra leið en lækning- arnar til þess að hafa ofan í sig og á og dreifa tímanum. Fór hann því að skrifa. Fyrsta Sherlocks-sagan birtist f Beeton’s Christmas Annual árið 1887 en síðan áttu menn eftir að lesa reglulega um æv- intýri Sherlocks og Watsons í Strand tímaritinu og þar birt- ust einnig teikningar eftir Sid- ney Paget sem gerðu Holmes og Watson ógleymanlega öll- um þeim sem þær sáu. Doyle var orðinn býsna þreyttur á þeim félögum eftir tuttugu og fjórar sögur og kom því svo fyrir að Holmes féll í Reichenbach-fossinn í Sviss eftir snörp átök við erkióvin sinn, Moriarty. Sorgin var svo mikil í London að kauphallar- braskarar jafnt sem almennir borgarar gengu með sorgar- bönd eftir að fréttin af dauðs- falli hetjunnar barst út. Al- menningur sætti sig sem sagt alls ekki við þessi málalok og mótmælabréf tóku að streyma inn á ritstjórn Strand-tímarits- ins. Því var það árið 1901 að Doyle lét tilleiðast að endur- vekja spæjarann í sögunni um Baskervillehundinn. Reyndar átti sú saga að hafa gerst áður en Sherlock lét lífið í fossinurrf en tveimur árum síðar gekk Doyle skrefi lengra. Hann skrifaði sögu þar sem í Ijós kom að Holmes var alls ekki dáinn, öllum til mikill- ar gleði. Hann hélt því áfram fyrri iðju - að leysa dularfullar morðgátur - í sögum skapara síns allt fram til ársins 1927 er hann settist í helgan stein og tók að sinna býflugunum sín- um. Þegar Doyle lést árið 1930 hafði hann skrifað hvorki fleiri né færri en sextíu ævin- týri um Sherlock Holmes. TÓKU Á LEIGU ÞRIGGJA HERBERGJA ÍBÚÐ Hugum nú svolítið að Holmes sjálfum. Menn hafa reiknað út að hann hafi fæðst árið 1854 og eftir því sem best er vitað á þrettándanum eða 6. janú- ar. Holmes hóf nám í læknis- fræði en fékk fljótlega meiri á- huga á að leysa dularfullar gátur, morðgátur sem aðrar. Kynni þeirra Watsons hófust er þeir, fyrir milligöngu sam- eiginlegs vinar, tóku á leigu þriggja herbergja íbúð við Baker Street og er því lýst á þennan hátt í sögunni Réttlát hefnd og það er Watson sem segir frá eins og ævinlega: Við hittumst um hádegi dag- inn eftir, eins og ákveðið hafði verið, og skoðuðum íbúðina í húsinu Baker Street 221 b, sem Holmes hafði minnst á daginn áður. Þetta reyndust vera tvö svefnherbergi og ein stofa með fallegum húsgögn- um, björt og vistleg. Samning- ar allir tókust svo greiðlega að ► Abbey National hefur látiö mála þetta málverk af Sherlock Holmes. Honum er lýst svo í bókum Doyle: Hann var um þrjár álnir á hæð (um það bil 186 sm) og mjög grannvax- inn. Augu hans voru frán og hvöss, nef- iö íbogiö og hakan breiö eins og oft er um menn sem er sjálfstæöir í skoöun- um og ákveönir í skapi. Myndina málaöi Jack McCarthy. ◄ Blaöa- maöur á tali viö einkaritar- ann. Á borðinu eru pípur Sherlocks Holmes og stækkun- argleriö sem var honum svo ómissandi. Í2.tb Ila/í. /iolmeb 2.TBL. 1993 VIKAN 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.