Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 28
A Jóhann
Sigurðar-
son leik-
ari. Mynd-
in er tekin
á sviöi
Þjóöleik-
hússins
þar sem
hann fer
meö hlut-
verk
Higgins í
My Fair
Lady.
versta sem hent getur gagn-
rýnanda að hann verði of
hrokafullur og reyni að vera ill-
kvittnislega fyndinn á kostnað
sýningar. Það er mjög auðvelt
að setja sig á stall og ég er
þar ekkert endilega að tala um
íslenska gagnrýnendur,“ segir
Stefán.
„Það vantar einna helst hér
á landi að gagnrýnandinn hafi
dálitla innsýn í leikhúsvinnu.
Það hjálpar honum að finna út
hvað tilheyrir handritinu og
hvað sýningunni. Þó gagnrýn-
in í fjölmiðlum sé aðallega fyrir
almenning er hún líka mjög
gagnleg skilaboð til aðstand-
enda sýningarinnar um hvort
hún hafi skilað sér til áhorf-
enda og í hvaða formi. Við
reynum að gera sem mest fyr-
ir gagnrýnendur og ef þeir vilja
koma á æfingar sé ég ekkert
því til fyrirstöðu. Það er mjög
gagnlegt fyrir þá sem ekki
hafa innsýn í leikhússtarfið.
Svo er það undir leikstjóra
komið hvort hann kærir sig um
það.“
Stefáni finnst ekkert skilyrði
að gagnrýnendur sjái sýningu
oftar en einu sinni en gerir þeir
það er mikilvægt að þeir
gleymi ekki frumupplifuninni.
Eitt af því mikilvægasta sem
leikhúsgagnrýnandi verður að
athuga að mati Stefáns er að
læra að gangast undir þá leið
sem leikstjórinn hefur ákveðið
að fara. Það eru fjölmargar
leiðir til við að setja upp verk
með aðstoð eins handrits og
vissulega leyfist gagnrýnand-
anum að hafa efasemdir um
þá leið sem hefur verið valin
en sýningin, sem hann sér, á
að vera aðalatriðið en ekki í-
mynduð draumasýning sem
hann hefur búið sér til. Gagn-
rýnin á að vera góð lýsing á
sýningunni og aðaleinkennum
hennar og reynt að endur-
skapa hana án þess að allt sé
gefið upp.
„Það hafa ekki verið gerðar
neinar tæmandi kannanir á
þeim áhrifum sem leikhús-
gagnrýni getur haft á aðsókn.
Hins vegar eru til dæmi um að
ef gagnrýnendur hafa verið
samdóma um að salla niður
einhverja sýningu hefur það
yfirleitt áhrif, þó sýningin eigi
það ekki skilið. Ef sýning er
góð og hittir í mark, þó gagn-
rýnendur finni henni flest til
foráttu, lifir hún gjarnan af ef
umtalið heldur henni lifandi.
Almannarómur er sterkari en
gagnrýnin. Ef sýningin fellur í
góðan jarðveg og spyrst vel út
er það langbesta auglýsingin
en auðvitað hefur gagnrýnin
áhrif. Ef hún er svo verulega
illkvittin og slæm á einhvern
hátt þá vekur sýningin athygli
en aðsóknin eykst ekki,“ segir
Stefán.
Hann telur leikhúsgagnrýni
hér á landi það til hnjóðs að
fólk er ekki nógu lengi í faginu
og fær þá sjaldan almennilega
yfirsýn yfir leikhúslífið eða
hvað ákveðin sýning þýðir fyrir
þroskaferil ákveðins leikara
eða leikstjóra.
„Þetta starf er eins og öll
önnur. Það þarf í það kunn-
áttu og reynslu. Ef við erum
að gera kröfu um að fólk hafi
líka bakgrunn sem hjálpar því
veit ég af reynslu að það er
erfitt að fá það til að taka þetta
starf að sér,“ segir Stefán.
„Þeir sem tengjast leikhús-
heiminum taka þetta mjög ó-
gjarnan að sér því þá er fólk
að skrifa um kollega sína og
það finnst því óþægilegt. Þeir
sem komnir eru út úr leikhús-
heiminum, kannski gegn sinni
ósk, sitja inni með einhvern
biturleika og eru strax í and-
stöðu við allt sem til stendur
að fjalla um. Þetta er dálítið
snúið.“
Stefáni finnst allt í lagi að
aðstandendur sýninga skrifi í
blöðin gegn leikdómum enda
þekkir hann dæmi þess að
dómar hafi ekki aðeins verið
grimmilegir heldur beinlínis
dónalegir, svo ástæða var til
að gera athugasemdir við þá.
Að öllu jöfnu finnst honum þó
að leikhúsfólk ætti ekki að
vera að svara gagnrýni því
hún er aðeins álit einnar
manneskju.
„Ástæðan fyrir því að leikar-
ar skrifa oftar gegn dómum en
aðrir listamenn er sú að í leik-
28 VIKAN 2.TBL. 1993