Vikan


Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 34

Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 34
þess aö þiö eruð hrædd. Hrædd við aö vera ein. Þess vegna þrífið þiö þaö sem hendinni er næst og borgið meö líkama ykkar, bæöi menn og konur, vegna þess aö þið eruð að eyðileggja eitt- hvaö í ykkur sjálfum. Ef ykkur langaði skyndilega að stofna til sambands, sem byggðist á gæðum, mynduö þið ekki vita hvernig ætti að fara að því. Og það er dapurlegt. Það er svo auövelt að eyðileggja sig sem manneskju ef maður ekki gætir sín og það tekur langan tíma að lagfæra það sem búið er að eyðileggja. Ég trúi því til dæmis að maður þurfi að jafna sig í einrúmi eftir ástar- sorg - það er of auðvelt að skjótast til hliðar við vanda- málið og finna annað hlýtt fang í snatri. Það er nauðsyn- legt að vinna sig í gegnum sársaukann og þá getur mað- ur hugsanlega farið á stúfana í leit að öðrum maka. Þá er maður orðinn heill aftur. Ég held þó að flestir taki auðveld- ari leiðina. Sambúð kostar vinnu og mest þarf maður að vinna með sjálfan sig. Fólk gerir svo lítiö saman í dag; þá á ég við annað en að tala og orð eru léttvæg. Maöur sýnir sjálfan sig í því sem maður gerir og þegar maður lendir í vanda. Það er erfitt aö fá aö sýna hver maður er í þessu samfé- lagi - það tekur tíma. Ég held að bæöi karlar og konur séu í tilvistarkreppu og börnin líða mest vegna þess að þau hafa engar fyrirmyndir." EFNISHYGGJAN ALLSRÁÐANDI „Reykvíkingar eru mikið efnis- hyggjufólk og hér vill fólk vita hvað maður gerir, ekki hver maöur er. Þið getiö verið barnaleg og þið eigið erfitt með að samgleðjast vinum ykkar en þó er þetta áhuga- vert samfélag að mörgu leyti. Þið eruð illa öguð og það er vita vonlaust að segja íslend- ingi til; hann segir þér bara að fara til helvítis. Ég myndi vilja geta agað ykkur til að fara á fætur á morgnana, fara til vinnu og vera stolt, vegna þess að dagurinn getur hafist fyrir klukkan ellefu. Mig langar líka til aö geta kennt ykkur að bíða eftir því sem ykkur lang- ar í en fslendingur vill fá sitt hér og nú! Hjarta mínu blæðir líka svo- lítið þegar ég sé foreldra fleygja peningum í krakkana fyrir spólum og nammi þegar fara á út að borða. Sjónvarpið er barnfóstran eða kannski er einhverjum borgað fyrir að sitja heima hjá krökkunum en það eru engin gæði í þessu. Þetta er álitið allt í lagi og hluti af menningunni vegna þess að þetta gera allir en fólk finn- ur þó innst inni að þetta er ekki í lagi - þó það vilji ekki láta minna sig á það. Ég er gefinn fyrir að ýta við fólki - spyrja hvers vegna það fari svona að og fólk veröur mér ævinlega mjög reitt vegna þess að ég spyr sömu spurn- inga gg vonda samviskan þess. Ég hef ekki alltaf svörin en ég sé að þjóðfélagið er á vissri braut og ég er ekki endi- lega tilbúinn að stökkva fram af klettunum með því.“ AÐ ÞEKKJA SINN EIGIN SANNLEIKA „Þetta er á margan hátt kaldur heimur sem þið lifið í, sérstak- lega þegar fólk umgengst undir áhrifum. Það er engin gæði að finna í samskiptum drukkins fólks hér á landi. Ég er hlynntur því að fólk geti hist án áfengis og rætt það mikil- væga í lífinu, verið hreinskilið hvert við annað og sagt: svona er ég. Lífið er of langt til að vera ekki hreinskilinn, til að þekkja aldrei sinn eigin sannleika, þekkja ekki sjálfan sig og leita ekki besta hugs- anlega lífsstíls fyrir sig. Það sem maður fær ókeypis er einskis virði. Maður finnur til stolts að hafa unnið fyrir ein- hverju og ég tel sjálfsvirðing- una felast í því að gera hlut- ina og vinna fyrir þeim." Sér Kaj eitthvað jákvætt við okkur? „Þið eigiö mikla sköpunar- gleði vegna þess að þið eruð bernsk og viljið skemmta ykk- ur og leika ykkur. Ef þið reyn- ið að skemmta ykkur án á- fengis - bara til að prófa það - og reynið að vera svolítið sannari - getið þið kannski veitt meiri gæðum inn í líf ykk- ar. Fólk þarf að hafa fyrir því að þroska sig, rétt eins og að þjálfa líkama sinn. Þið eigið frábæra málara, tónlistar- menn og aðra listamenn. Þessi sköpun og sköpunar- gleði er það jákvæðasta við Island. Skorturinn á reglum er hornsteinninn að þessari sköpun en þið farið á mis við þau gæði sem geta verið samfara reglum. Eins og ann- að fólk sem elst upp agalaust - ég tek ísraela og indíána sem dæmi - eruð þið líka afar stolt.“ □ AÁiAÁÁÁÁÁÁAÁÁÁiÁiÁAÁAÁÁÁÁÁ ÆVINTÝRI VERULEIKANS yTTTTTTTTTTTTTTTYTTTTTITT A STRÆTUM BORGARINNAR Stundum er lausafé mitt svo lítið að það dugar ekki fyrir strætisvagna- fargjaldi, hvað þá meiru. Stundum er ég samt komin inn í strætisvagninn þegar ég uppgötva þetta og þá eru góð ráð dýr og þá þarf stundum að finna góö ráð og þaö í hvelli. Hverfum til baka til föstu- dagsins 18. desember. Níst- ingskuldi var úti þetta kvöld og ég var ein á ferð, vettlinga- laus og með þunga skjóöu á öxlinni og var að fara í kvik- myndahús að sjá verðlauna- myndina Miðjarðarhafið, hélt að mér myndi hlýna við það en var stödd uppi í Breiðholti og þurfti að komast niður í bæ. Ætlaði ég nú að vera stálheiðarleg og borga í vagn- inn þótt það kostaði það að skrifa ávísun á fimm hundruð krónur. Ég leit í tékkheftið og sá mér til hrellingar að aðeins eitt blað var eftir og ef ég not- aði það kæmist ég ekki á Mið- jarðarhafið, því ekki gat ég vænst þess að fá til baka þarna í vagninum. Ekki varð hann ánægður, vagnstjórinn, þegar ég út- skýrði fyrir honum vanda minn en þar sem kuldinn var þvílík- ur gat hann ekki annað en leyft mér að sitja áfram. Mig minnir að þessi vagnstjóri hafi verið með skegg. Þegar niður á Hlemm var komið var jafnnístingskalt og áður svo í stað þess að ganga, þar sem ég átti ekki fyrir fargjaldinu, vatt ég mér bara í næsta vagn og ætlaði aö fara að útskýra hlutina einu sinni enn. En þessi vagnstjóri var ekk- ert í smámununum þetta kvöld. Hvaða mynd ertu með þarna? spurði hann glaðlega. Jú, eitthvert málverk sem ég var með þarna í töskunni, sem ég hafði selt manni, eftir annan. Nei, ég er ekki málari en Ijóðskáld, ef ég væri nú með Ijóðabók í töskunni gætir þú fengið hana f jólagjöf, sagði ég kotroskin. En engin Ijóðabók var í töskunni. En Vikan, jólablaðið, var í tösk- unni og var ég fljót að bjóða honum hana, sem hann þáði með þökkum, hann hafði svo gaman af mataruppskriftum. Heldur svo upp á Vikuna. Fáðu þér konfekt, sagði hann og við röbbuðum um heima og geima og ég man bara ekkert hvort það var annað fólk í vagninum eða ekki. Nú lagði vagninn af stað. Allt var svo einstaklega nota- legt. Ég dáðist í huga mér að þessum mönnum sem aka hring eftir hring með fólk í alls kyns skapi, á öllum aldri. í öll- um veðrum. Það var ekki að- eins vegna þess að ég komst upp með að vera ónákvæm, mér hefur svo oft dottið þetta í hug áður. Þessir vagnstjórar eru oft miklir mannvinir, þolinmóðir og raungóðir. Hvernig væri að veita þeim heiöursmerki, til dæmis fálkaorðuna fyrir vel unnin störf. Ég og margir fleiri myndum styðja það. Heils- hugar. UÓÐ FYRIR STRÆTISVAGNASTJÓRA Ég man þegar ég fór með barnavagnana mína fjóra öll árin í strætó. Einn í einu tvö ár á milli. Opnaö að aftan beðiö haldið og svo fórum við í bæinn ég og börnin og þið ókuð okkur aftur heim. Tvö árá milli. 34 VIKAN 2. TBL. 1993 ANNAS. BJÖRNSDÓTTIR SKRIFAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.