Vikan


Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 16

Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 16
VIÐTAL VIÐ MARCO G. MINCHEV i fluttist svo heim til Búlgaríu aftur. Foreldrar mínir eru arki- tektar og starfa í Sofiu. Pabba langaði að verða málari þegar hann var ungur en fékk þvf ekki framgengt, það þótti ekki eftirsóknarvert að vera lista- maður í Búlgaríu fyrir þrjátíu árum svo hann valdi arkitekt- úrinn og er mjög fær sem slík- ur.“ Marco á eina systur, Nedu og er hún einu ári eldri en hann. Það vantar reyndar þrjá daga upp á að það sé árið á milli þeirra. Þau eru mjög samrýmd og var Neda í tvo mánuði hjá bróður sínum ný- verið og hitti blaðamaður hana einnig að máli. Hún er í listaháskólanum í Sofiu, á að- eins eitt ár eftir af námi í höggmyndalist og öðlast kennsluréttindi að námi loknu. Marco var búinn með tvö ár í sama skóla og var þar við nám í nytjalist. Áður höfðu þau bæði lokið fimm ára námi við sinn listaskólann hvort, hún við Fine Art School en hann Applied Art School. Neda vinnur til dæmis íkona eftir gamalli hefð og notar búlgarskar og rússnesk- ar fyrirmyndir. Hún sýnir blaðamanni gullþynnur sem hún notar við gerð íkonanna en á íslandi notar hún tímann vel, fer á söfn og heimsækir listamenn og einnig vinna þau systkinin heima. Hann smíðar skartgripi úr kókoshnetum og völdum viði, skreytta með náttúrulegum efnum. Háls- men, armbönd og eyrnalokkar verða til í höndunum á Marco, einstaklega fallegir gripir sem konur kunna vel að meta. Hann hefur ekki undan að smíða og situr oft lengur en góðu hófi gegnir fyrir ungan mann. Einnig málar hann andlits- myndir af fólki eftir pöntun, teiknar þá gjarnan eftir Ijós- myndum og eru myndirnar mjög líkar fyrirmyndunum. Neda segir að Marco geti les- ið hugsanir fólks, kunni mörg töfrabrögð og Marco segir að Neda hafi hæfileika til að spá fyrir fólki. Hún spáir í bolla sem drukkið hefur verið tyrk- neskt kaffi úr og er afar kven- leg og jákvæð í spádómum sínum. Blaðamanni reiknast til að hann verði mjög hamingju- samur áður en langt um liður og dettur um leið í hug sígaunar, dularfullir og seið- andi. „Það er gott að vera hérna,“ segir Marco aðspurður, „þótt ísland sé mjög ólíkt heima- landi mínu en það eru hlutir sem ég sakna að heiman. Skóganna, dýralífsins og veð- urfarsins sakna ég. Fjölskyld- an á sumarhús rétt fyrir utan borgina og þangað fór ég um helgar, baðaði mig í sjónum og skoðaði dýralífið. Þetta er svo ólíkt því sem hér er en ég vildi þó ekki hafa misst af því að búa hérna. Hér hefur mér fundist ég öðlast sjálfstæði og fullorðnast dálítið og það er af hinu góða. Ég á eftir að Ijúka námi og geri það við tækifæri en nýt nú líðandi stundar og þess að vera ungur og frjáls. Ástandið í Búlgaríu er ólíkt því sem það var fyrir einu til tveimur árum. Miklar breyting- ar hafa orðið og nú á fólk meira val en áður og mögu- leika á að byggja framtíð sína. Núna hefur fólk öðlast meiri réttindi og afkoman á eftir að batna. Þó ber á erfiðleikum við þessar breytingar en von- andi linnir þeim fljótt. í Sandgerði hefur Marco tekið þátt í málverkasýningu, samsýningu sem haldin var á vegum M-hátíðar og má geta þess að meðal þeirra sem sýndu málverk sín þarna voru þrír vinnufélagar hans í Grunnskóla Sandgerðis. „ís- lendingar eru listhneigðir og listelskir, eiga falleg heimili og vilja hafa listaverk fyrir augun- um.“ Marco segist vinna best þegar gott sé veður og hann hamingjusamur en þegar systir hans er spurð hvenær hún vinni best segist hún vinna best í kyrru ástandi, þegar allt sé rólegt. „Þegar ég er hamingjusöm og ef til vill ástfangin vil ég ekki gera ann- að en að vera hamingjusöm og ástfangin og þá verður vinnan að bíða um stund.“ Blaðamanni finnst hvort tveggja skiljanlegt og eigin- lega alveg laukrétt, aðalatriðið er auðvitað ástin og hamingj- an og þar ráðum við miklu meira um en af er látið. Neda og Marco eru kvödd í bili. Ef þið sjáið ungan mann með svart hár vera að teikna myndir í Kolaportinu er það ef til vill Marco að störfum. Stað- næmist og athugið hvort hann getur lesið hugsanir ykkar eða bjóðið honum góðan daginn og spyrjið hann hvort þið þurf- ið nokkuð að þússa meira. □ 16VIKAN 2.TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.