Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 7
sem þarna voru saman hver
frá sínu héraði og landshluta.
Ýmsar venjur og siðir voru
mismunandi eftir því hvaðan
nemendur komu og þetta
lærðu stúlkurnar hver af
annarri eða fengu að minnsta
kosti nasaþefinn af því. Þessir
skólar voru jafnframt staðsett-
ir úti í sveit og jafnvel nokkuð
einangraðir. Nemendum var
haldið að verki, sérstaklega
fyrr á árum. Við þessar að-
stæður verður samband nem-
enda innbyrðis og nemenda
og kennara miklu nánara en
ella. Þetta var eins og eitt
heimili, ein fjölskylda.
Lágmarksaldur nemenda
var lengst af átján ár en síð-
ustu árin var farið að taka inn
yngri nemendur. Mér fannst
kennslan breytast mikið við
þetta því að mikill munur get-
ur verið á þroska sextán og
átján ára unglinga. Fyrst þeg-
ar ég byrjaði að kenna höfðu
kennarar aldrei frið fyrir fróð-
leiksþorsta nemenda. Þegar
stúlkurnar voru orðnar þetta
yngri höfðu þær hvorki þrek
né þroska til að nýta sér tím-
ann í skólanum jafnvel og
áður fyrr.“
BREYTTIR TÍMAR
- Þó svo að skólarnir hafi ver-
ið lagðir niður einn af öörum,
nema á Hallormsstaö og í
Reykjavík, þá var einu sinni
sú tíð að ráðamenn iétu
byggja þá út um allt land þar
eð þörfin var talin svo brýn.
„Stjórn menntamála hefur
löngum verið býsna handa-
hófskennd, það má sjá víða
um landið. Ég skal nefna
dæmi. Fyrir 1940 voru starf-
andi húsmæðraskólar á Hall-
ormsstað, Laugum, Lauga-
landi, Blönduósi, Staðarfelli
og ísafirði. Þeir voru litlir, til
dæmis var Laugaskóli byggð-
ur fyrir rétt um tuttugu nem-
endur og Laugalandsskóli fyrir
tuttugu og átta. Á bilinu
1940-1950 voru allir gömlu
skólarnir stækkaðir svo að
þeir gætu tekið við fjörutíu til
fjörutíu og átta nemendum,
auk þess sem bætt var við
húsmæðraskólum í Fteykja-
vík, á Akureyri, Laugarvatni
og Varmalandi. Það hafði sitt
að segja að í lögum var sagt
fyrir um að aðeins tólf nem-
endur mættu vera á hvern
kennara í verklegri kennslu
eins og matreiðslu, þvotti og
ræstingu, saumum og vefn-
aði. Þess vegna voru gömlu
skólarnir stækkaðir svo þeir
gætu tekið við fjörutíu og átta
nemendum á ári. Hefðu ráða-
menn menntamála skoðað
hagskýrslur hefðu þeir séð að
aðeins um 2000 stúlkubörn
fæddust á hverju ári og þess
vegna var þessi mikla fjölgun
skólanna óraunhæf. Þetta
sama hefur gerst á síðustu
árum með framhaldsskóla
enda standa skólahúsin hálf-
„Ég minnist þess að eitt
árið var lagður grunnur að
fjórum hjónaböndum á milli
stúlkna á Varmalandi og pilta
á Hvanneyri. Einnig kom það
tímabil að nemendur vísinda-
deildar á Hvanneyri, búfræði-
spennandi að gera smásprell
þar sem fyrir eru allt að fimm-
tíu ungar stúlkur á svipuðu
reki og þeir.
Um árabil var töluvert sam-
band milli okkar og skólanna
að Bifröst, Reykholti og elstu
tóm viða um land. Það hlýtur
eitthvað að vera vanhugsað í
þessum efnum.“
LÍF I TUSKUNUM
- Einhvern tíma var hús-
mæðraskólinn á ísafirði kallað-
ur „vetrarhjálpin" af gárungum í
bænum - og það hafa fleiri
hússtjómarskólar veriö. Örugg-
lega hefur oft verið líf í tuskun-
um þegar bændaskólapiltar úr
nágrenninu knúðu dyra á
heimavistinni á Varmalandi.
kandidatarnir, heilluðu frá mér
alla unga kennara. Samskipt-
in milli skólanna voru þvf af
ýmsum toga. Stundum stálust
piltar inn á heimavistina við
litla hrifningu mína og auðvit-
að kom margt upp á löngum
tíma. Þetta var ungt og hresst
fólk og það er eðlilegt að það
reyni öðru hverju að brjótast
undan öllum böndum sem
sett eru á það. Þetta er eðlileg
lífsgleði. Það er ósköp skiljan-
legt að ungum mönnum þyki
bekkja grunnskólans í Borgar-
nesi, auk bændaskólans. Þá
var háð íþróttakeppni árlega,
mælskukeppni og árshátíð
haldin þar sem nemendur
allra skólanna komu saman."
Steinunn
K. Ingi-
mundar-
dóttir á
heimili
sínu í
Reykjavík.
NÝTA BETUR
HOLLAN MAT
- Hvaða ráð viltu gefa ungu
fólki sem hefur ekki allt of
mikið á milli handanna en vill
fá sem mest fyrir aurana til
heimilisins?
2.TBL. 1993 VIKAN 7