Vikan


Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 33

Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 33
KÖLLUÐ FREKJA I MINNI SVEIT Kaj flutti til Englands sautján ára og síðan til Svíþjóðar. „Eftir Svíþjóðardvölina tók við þriggja ára herþjónusta, svo það má segja að ég hafi al- hliða bakgrunn," segir hann. „Að herþjónustu lokinni fór ég í tveggja ára íþróttakennara- nám og síðan til Líbanon sem íþróttakennari hjá Sameinuðu þjóðunum. Líbanir eru fólk eins og við en sjá hlutina á allt annan hátt, þeirra raunveru- leiki er allt annar en okkar. Sjálfur er ég alinn upp í sós- íalísku umhverfi þar sem þurfti að deila kökusneið í tutt- ugu bita ef svo bar undir en þegar komið var út í samfé- lagið og maður beið prúður eftir sinni köku kom í Ijós að maður fékk ekkert nema slást ▲ Þiö íslending- ar eigiö samfélag sem Hitler heföi runnið algerlega á rassinn í vegna þess aö þaö er ekki hægt aöfá íslendinga til aö gangaí takt. „Botninn dettur úr þjóðfélagi sem ekki hugsar um börnin sín.“ fyrir því. Einungis þeir sniðug- ustu fengu af kökunni - þeir sem voru sniðugastir að ráðskast með aðra, sniðug- astir að tala og sniðugastir að taka. Hér á íslandi þarf fólk sannarlega að vera duglegt að sýna sig ef það ætlar að sjást. Hluti íslenskrar menn- ingar er beinskeytnin sem í minni sveit væri kölluð frekja. Það er stór munur á norskri og íslenskri menningu. Við erum ólikt fólk af ólíkum stofni og lifum alls ólíku lífi. Ég er til dæmis alinn upp við að fólk spari fyrir óvæntum áföllum eða uppákomum en slíkan hugsunarhátt hef ég aldrei orðið var við hér.“ Eftir Líbanondvölina sneri Kaj til Osló og starfar þar nú við útideildir, auk þess sem hann leggur stund á sálfræði- nám. „Mest starfa ég úti á götum að næturlagi; við erum að reyna að fá vændiskonur og fíkla til að koma í meðferð. Auk þess er ég búinn að leggja stund á sálfræðinám í eitt og hálft ár og svo starfa ég á endurhæfingarheimili fyr- ir geðsjúklinga. Við gerum okkur vonir um að þetta fólk geti lifað eðlilegu lífi í framtíð- inni. Ein aðalástæða þess að þetta fólk er komið út og í þetta hús er sú að læknarnir álitu að það ætti sér von.“ ÍSLENDINGAR GANGA EKKI i TAKT Hvernig líst honum svo á ís- land? „Hver og einn á sér sinn raunveruleika þó að mjög margir reyni að segja öðrum hvað þeim eigi að finnast og hvað þeir eigi að sjá. Það er miklu skemmtilegra að hlusta á hvað hver hefur fram að færa, veröldin verður leiðinleg ef skoðanir eru fyrirskipaðar. Mér finnst spennandi hvernig „Hitler hefði aldrei komist til valda á íslandi.“ hver og einn sér sinn heim og þið íslendingar eigið samfélag sem Hitler hefði runnið alger- lega á rassinn í vegna þess að það er ekki hægt að fá ís- lendinga til að ganga í takt. Það er kannski ykkar stóri styrkur - að hér eru svo margir einstaklingar sem þora að vera þeir sjálfir. Það rúm- ast svo mikið á íslandi. Hér er margs konar stíll og útlit í gangi, þó margir fylgi Ifka tísk- unni, en hér er rými og for- dómaleysi. Það sem mér hugnast ekki jafnvel er að þið hugsið ekki um börnin ykkar og botninn dettur úr þjóðfélagi sem ekki hugsar um börnin sín. Þau eru næsta kynslóð, sem á eft- ir að stjórna ykkur. Hvað hafa þau svo lært af ykkur þegar þau eru orðin fullorðin? Þau hafa að minnsta kosti ekki lært að sýna umhyggju. Þegar þau verða eldri mun þeim finnast að það sé svo margt í þeim sem ekki hafi verið full- nægt að þau eiga eftir að leita þeirrar fullnægingar mestan hluta lífs síns. Þeir sem eru frá tvítugu til þrítugs hafa svo rosalegar þarfir sem þarf að fullnægja vegna þess að for- eldrar þeirra komu því þannig fyrir. Nú er að bætast við enn ein kynslóð sem elst upp án öryggis vegna þess að for- eldrarnir eru þess ekki megn- ugir að veita börnum sínum það. Ég held að þið hafið skap- að mjög óhollt þjóðfélag. Eftir nokkur ár getið þið allt eins sett þak á landið og haft þetta eitt stórt hæli. Ég veit að þið vinnið mjög mikið og ég veit að alltaf verður eitthvað und- an að láta. Þeir sem tapa í þessu tilviki eru börnin vegna þess að þeir sem geta ekki barist fyrir rétti sínum tapa og vitanlega sér maður þetta annars staðar f heiminum líka. En segðu mér hverjar eiga að verða fyrirmyndir þessara barna í lífinu? Það er enginn heima. Börnin verða að sjá um sig sjálf og verða því eins og smávaxið fullorðið fólk. Hvenær eiga þau að fá að vera börn? Kannski eftir að þau eignast sjálf börn? Þú sérð það líka að þegar fólk er búið að vera saman um stundarsakir þá hagar það sér ekki eins og fullorðið fólk. Það skammast og rífst yfir því hver eigi að gera hvað, í stað þess að sýna hvert öðru umhyggju. Þetta er það sem gerist þegar tvær manneskjur koma sam- an og vilja báðar verða um- hyggju aðnjótandi. Hver á að gefa hana - börnin? Sjálf geta þau ekki gefið börnunum neitt vegna þess að þau hafa ekki meiri orku. Ef börnin biðja um eitthvað er öskrað á þau og þeim sagt að þegja. Börn læra ekki ann- að en það sem fyrir þeim er haft. Sem fullorðið fólk erum við alltaf fyrirmyndir, jafnvel þegar okkur langar ekki til þess. Á sumrin fleygið þið krökkunum í fótboltaskóla all- an daginn, átta, níu ára göml- um, í stað þess að leyfa þeim að leika sér. Þeim er sagt hvað þau eigi að gera í skól- anum, sagt að hafa hljótt um sig heima og á sumrin er haldið áfram að loka fyrir í- myndunaraflið með háalvar- legri fótboltaþjálfun." ELTINGALEIKUR VIÐ FÝSNIRNAR Hvernig finnst þér íslendingar sem félagsverur? „Hér á íslandi vill fólk ekki vita af vandamálum. Fólk elt- ist við fýsnir sínar eins og þær væru að fara úr tísku. Verð- gildamatið snýst allt um að elta uppi stundargleði í stað gæða. Þið eruð algerir villi- menn þegar þið eruð komin með ykkar þrjátíu Grand Marnier innbyrðis. Svo er „Eftir nokkur ár getið þið sett þak á landið og haft það eitt stórt hæli.“ mynstrið þannig að fólk er í ofsafenginni leit að einhverj- um til að hjálpa sér að komast gegnum nóttina. Þá kastar það sér yfir hvort annað og nýtur líkama hvors annars meðan það þarf ekki að taka á sig neina ábyrgð. Um leið og farið er að tala um ábyrgð er fólk farið. Hvað mig varðar haldast ást og kynlif í hendur því lífið er of langt til þess að leita ekki að því vandaðasta sem býðst. Mér finnst þessar skyndiástir, sem takast hér með fólki um helgar, vera hluti af ykkar þjóðfélagi og þá er ég enn og aftur kominn að gæðum. Ykkur svipar svolítið til hamstra á hjóli, þið hlaupið hraðar og hraðar og hjólið snýst æ hraðar en þið þorið ekki að nema staðar vegna 2.TBL. 1993 VIKAN 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.