Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 8
Hús-
mæöra-
skólinn á
Varma-
landi í
Borgar-
firöi. Hann
var lagður
niöur áriö
1986 og
var þá
húsakost-
ur lagöur
undir
grunnskól-
ann á
staðnum.
„Það er mikill áhugi á því
núna að hver og einn hugsi
vel um eigin heilsu. Auðvilað
þarf fólk að læra næringar-
fræði og hagfræði og það þarf
að brýna fyrir því að gæta að
því hvað það setur ofan í sig
og hvernig það lifir yfirleitt.
Það þarf ekki síður að hvetja
fólk til þess að huga nánar að
fjárhag sínum af raunsæi, að
vita hvað það hefur á milli
handa og hvernig það getur
helst ráðstafað því þannig að
það nýtist sem allra best.
Allir þurfa að læra að nýta
þá hluti sem þeir hafa á heim-
ilinu og gera sér grein fyrir því
hversu mikið þeir þurfa til að
lifa af. Við þurfum að nýta bet-
ur hollan og góðan mat. Mér
hrýs hugur við öllum þeim ó-
sköpum sem flutt eru inn af
mat sem fólk gín við af því
það þarf ekkí að hafa neitt fyr-
ir því að elda hann. Fólk þarf
að gera sér grein fyrir því
hvernig við getum best nýtt
grænmetið sem við kvörtum
Þess vegna borgar sig ekki
að skera grænmetið fyrr en
rétt áður en við ætlum að
borða það og sem minnst í
einu.
Hvað grænmetið varðar þá
er sem betur fer að færast í
vöxt að það sé ræktað án eit-
urefna, lífræn ræktun er að
færast í aukana smám sam-
an. Ég vil hvetja fólk til að
rækta sjálft grænmeti. Garðar
eru víða nægilega stórir til
þess að fólk geti komið sér
upp svolitlum skika þar sem
það ræktar sér til matar. Það
er meira að segja hægt að
rækta C-vítamínríkar jurtir í
eldhúsglugganum, eins og
steinselju. Það er lítill vandi
að búa sér til lítinn matjurta-
garð en auðvitað verður fólk
fyrst að leita sér einhverrar
fræðslu. Þess má geta að á
Bændaskólanum á Hvanneyri
og Garðyrkjuskólanum í
Hveragerði eru heilmiklar
rannsóknir í gangi um ræktun
alls konar matjurta. Þar eru
< Lelðbein-
ingastöö
heimil-
anna á
Hallveigar-
stööum.
F.v. Stein-
unn K.
Ingimund-
ardóttir,
Steinunn
Óskars-
dóttir og
Stefanía
M. Péturs-
dóttir.
yfir að sé svo dýrt. Best er að
borða það hrátt og maður á
að gæta þess að rífa það ekki
niður og brytja það fyrr en um
leið og það er borðað. C-
vítamínið er það sem við
erum aðallega að sækjast eft-
ir í grænmeti og ávöxtum.
Súrefni loftsins eyðir C-
vítamíninu og eftir því sem við
brytjum það smærra og fínna
nær súrefnið meiri tökum á C-
vítamíninu og gerir það óvirkt.
líka haldin námskeið í því
skyni að kenna fólki að koma
sér upp matjurtagarði.
Ég ráðlegg fólki fyrst og
fremst að kaupa hollan mat til
heimilisins. í því sambandi má
nefna sláturgerðina sem þarf
ekki að taka meira en eina
helgi að haustinu. Þá er kom-
inn hollur matur í frystikistuna
til vetrarins, ódýr og þægileg-
ur í matreiðslu. Þegar fólk
kaupir inn ráðlegg ég því að
kaupa ýmsan varning í stór-
um pakkningum. Ef frystikista
eða frystiskápur og góðar
geymslur eru á heimilinu
borgar sig að hafa þennan
háttinn á. Því miður er sjaldn-
ast gert ráð fyrir köldum mat-
argeymslum eða búri í nútíma
híbýlum en slíkt er mikill kost-
ur. Ef frystikista er til staðar er
auðvitað ódýrast að nýta
hana en ekki láta hana ganga
árið um kring næstum tóma. í
þessu sambandi má nefna að
það margborgar sig að kaupa
sem mest af grænmeti á með-
an það er ódýrast og best, um
háuppskerutímann, og læra
að ganga frá því í frost. Þá er
það hreinsað og síðan er soð-
ið upp á því eins og kallað er.
Loks er það sett í hæfilega
stórar umbúðir svo auðvelt sé
að grípa til þess. Sama er að
segja um kjötið. Nú er boðið
upp á heilu og hálfu
lambskrokkana á haustin sem
hafa verið bútaðir í sundur.
Hvað fiskinn varðar borgar sig
að kaupa hann hraðfrystan til
að geyma í frystikistunni. Hún
nær ekki að frysta ferskan fisk
nægilega snöggt til að hann
nái að verða góður.
Það er líka mikill sparnaður
í því að baka brauð til heimil-
isins og baka þá mikið í einu.
Brauð eru dýr og unnt að
spara heilmikið og þá ekki síst
ef ofninn er vel nýttur í hvert
skipti og bökuð í honum fjögur
og upp i sex brauð í einu sem
síðan eru fryst til vikunnar.
Gallinn er hins vegar sá að
fólk sem vinnur úti allan dag-
inn hefur takmarkaðan tíma til
að standa í bústörfum af
þessu tagi en með skipulagi
og góðum vilja er það hægt.
EIN MATSKEIÐ AF
ÍSLENSKU ÞVOTTAEFNI
Það má spara með því að
nýta þvottaefnið á réttan hátt.
Ég ráðlegg öllum að nota ís-
lensku þvottaefnin sem eru
sérstaklega gerð fyrir okkar
íslenska vatn. Við þurfum að
læra að nota ekki allt of mikið
af þvottaefni en slikt er mjög
algengt. Margir kvarta undan
því að þeir fái ofnæmi af völd-
um þess og það skolist jafnvel
ekki nægilega vel úr flíkunum.
Ástæðan er oft sú að það hef-
ur verið sett of mikið þvotta-
efni í vélarnar. Það er í raun
alveg nóg að setja sem svarar
einni matskeið í hverja vél.
Fólk fyllir jafnvel þvottaefnis-
hólfið á vélinni sinni fyrir
hvern þvott. Þetta er náttúr-
lega eyðsla og sóun á verð-
mætum. Það er heldur ekki
alltaf nauðsynlegt að kaupa
klúta í borðtuskur og til af-
þurrkunar og þess háttar. Oft
má klippa niður aflögð hand-
klæði eða rúmföt til slíks og
renna síðan á það faldi eða
sikksakka fyrir endana."
- Eru ekki fáir núorðið sem
kunna að beita saumavél svo
velsé?
„Það er nú mesta furða, ég
held að slíkt sé algengara
meðal ungs fólks heldur en að
taka slátur til dæmis. Handa-
vinna er ennþá kennd þokka-
lega í skólum og saumavél-
arnar eru oftast auðveldar við-
fangs. Fólki óar aftur á móti
miklu frekar við að fara í stór-
virki f matreiðslu. Stundum er
hringt hingað í leiðbeininga-
stöðina og við spurðar að því
hvað fólk eigi til bragðs að
taka sem kannski hefur keypt
sér hálfan nautsskrokk og er í
vandræðum með hann á eld-
húsgólfinu: „Hvað á ég að
gera?“ er þá spurt. í slíkum til-
vikum borgar sig jafnvel að fá
fagmenn til að brytja kjötið því
að auk þess að kunna ekki til
verka er það oft svo að fólk á
ekki nægilega góð tól til að
vinna að kjötinu og ég tala nú
ekki um ef það ætlar að úr-
beina líka. Það er hins vegar
tilvalið að fá að taka beinin
með heim eftir að gert hefur
verið að kjötinu og sjóða úr
þeim kraft sem síðan má setja
í lítil ílát og frysta til betri tíma
og nota í súpur og sósur."
FÓR UM LANDIÐ OG
HÉLT NÁMSKEIÐ
Eftir að hafa verið kennari við
húsmæðraskólann á Lauga-
landi í Eyjafirði réð Steinunn
sig sem farkennara hjá Kven-
félagasambandi íslands. Þá
ferðaðist hún um landið,
heimsótti kvenfélög og hélt
námskeið um hvaðeina sem
varðaði húsmóðurstarfið. Ef til
vill væri þjónusta af þessu
tagi vel þegin á þessum síð-
ustu og verstu tímum.
„Við þetta starfaði ég í fimm
ár og eftir þann tíma hafði ég
farið í næstum alla hreppa
landsins og kennt húsmæðr-
um og ungum stúlkum. Ég var
með stutt námskeið og var
Frh. á bls. 66
8 VIKAN 2. TBL. 1993