Vikan


Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 29

Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 29
sýningu er framlag leikarans svo persónulegt og hann er berskjaldaður. Þegar gagnrýn- andinn fer kannski yfir strikið og fer að fjalla of mikið um persónu leikarans í stað per- sónunnar í sýningunni getur þetta orðið mjög viðkvæmt mál. Leikari getur jafnvel lent í því að verið sé að tala um að hann sé allt of feitur eða með hallærisleg eyru. Þegar þetta er orðið svona er skiljanlegt að hann bregðist við,“ segir Stefán. Leikhúsgagnrýnin er lesin og rædd í Þjóðleikhúsinu en nokkrir leikarar hafa þó þann háttinn á að lesa hana ekki fyrr en að loknum sýningum á viðkomandi verki. „Það gleðjast allir yfir góðri umsögn, alveg á sama hátt og það er heldur hvimleitt að lesa neikvæða hluti. Það getur ver- ið erfitt þegar ákveðinn leikari eða sýning fær mjög slæma útreið og þá sérstaklega fyrir leikarann að þurfa að leika sama kvöld,“ segir Stefán. „Okkur hefur dottið í hug að hafa einhvers konar námskeið fyrir leikhúsgagnrýnendur, þar sem spjallað yrði um hlutverk gagnrýnandans og leitast við að opna honum sýn á hvernig unnið er í leikhúsinu. En gagn- rýni er þörf og nauðsynleg og öll umfjöllun er góð. Ég held að öllum innan leikhússins brygði illilega ef henni yrði hætt en hún er fyrst og fremst þjónusta við lesendur." JÓHANN SIGURÐARSON LEIKARI: dýrmætustu upplýs- INGARNAR KOMA FRÁ SÝNINGARGESTUM „Góð gagnrýni á að vera fag- leg og uppbyggileg. Svo skipt- ir miklu máli að þeim sem skrifa þyki vænt um leikhúsið. Það hefur borið við að þeir sem eru að skrifa hafi engan áhuga á leikhúsi og það er aldrei gott,“ segir Jóhann. „í kjölfar þess að fólk hefur á- huga verður umfjöllunin já- kvæð og uppbyggileg en ég er ekki að segja þar með að allt eigi að dæmast gott. Gagn- rýnandanum er fullkomlega leyfilegt að hafa sínar skoðan- ir og vera á móti hlutum og benda á það sem honum finnst slæmt en það þarf ekki endilega að þýða að það sé neikvætt." Jóhann segir gagnrýnanda verða að vera í starfinu í ein- hver ár til að geta farið að bera starf leikarans saman frá ári til árs og tekur undir þau orð Stefáns að gagnrýnendur hér á landi hafi staldrað of stutt við í starfinu til að fá næga yfirsýn yfir feril leikhús- fólksins. „Það fylgjast allir innan leik- hússins með gagnrýninni, það er bara fyrirsláttur að segja annað. Það er náttúrlega verið að fjalla opinberlega um starf manns og hvað félagar og kollegar eru að gera þannig að mér finnst það hrokafull af- staða að þykjast ekki fylgjast með henni. Aftur á móti er annað mál hvort tekið er mark á gagnrýninni," segir Jóhann. „Það er alltaf gaman að fá góða gagnrýni, svo verður maður að passa að láta það ekki spilla sér og halda að maður sé orðin svo góður að maður geri ekki annað en að svífa á bleiku skýi það sem eftir er. Ef slæm gagnrýni er fagleg og réttlát getur hún ver- ið hárrétt, svo reynir maður bara að gera betur. Það er lít- ið um að maður reyni að breyta einhverju í túlkun sinni. Það er voðalega erfitt að vera að elta svoleiðis hluti. Sundum finnst mér að ég sé að gera góða hluti þó gagnrýnandinn sé ekki á sama máli. Þá er alltaf hægt að stilla því þannig upp að ég hafi rétt fyrir mér en ekki hann. Hann hefur kannski verið sofandi frammi í sal eða að horfa á eitthvað annað þegar ég var að gera hlutinn. Gagnrýnandinn er ekki guð al- máttugur sem hefur alltaf rétt fyrir sér.“ Jóhann segir slæma gagn- rýni geta haft mjög slæm áhrif á leikhópinn og stundum drepi hún sýninguna. í kjölfar fleiri kvikmyndahúsa og leikhúsa tekur fólk aukið mark á gagn- rýninni og notar hana sem leiðsögn. „Það vill stundum brenna við að leikhúsfólki finnist gagnrýnandinn ekki hafa unn- ið starf sitt faglega og jafnvel vera að ná sér niðri á fólki per- sónulega, þó það sé nú sem betur fer að verða liðin tíð. En það hefur alltaf verið til. Gagn- rýnandi hefur mjög oft rétt fyrir sér en hann er ekki alveg ó- skeikull og stundum er verið að gera mjög góða hluti sem ganga vel þó gagnrýnandinn hafi verið á móti þeim. Umtalið hefur mikil áhrif á leikhúsin og þá er alveg sama hvort það er í Reykjavík, New York eða London. Það virðist alltaf vera fólkið sem sér sýninguna sem fer með dýrmætustu upplýs- ingarnar um hvernig til tókst,“ segir Jóhann. □ NÝÚTKOMIÐ Klfig&DattFtjTLD 2.TBL. 1993 VIKAN 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.