Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 64
ímyndum okkur að við
séum stödd í kastala í Tran-
sylvaníu. Það er nótt og það
er kalt. Allt í einu heyrum
við fótatak - og hvað sjáum
við? Vel klæddan mann
með skikkju. Hágreiðslan er
ekki alveg í takt við tískuna.
Okkur verður litið framan í
hann. Augun eru stór og
dökk og gætu hæglega dá-
leitt mann.
Okkur fer ekki að lítast á
blikuna. Mannveran stað-
næmist síðan í stiganum og
lyftir upp fornfálegum kerta-
stjaka með fjórum logandi
kertum. Síðan heyrist ýlfur
mikið í næturkyrrðinni. Mann-
veran brosir framan í okkur og
segir: Hlustið, þetta eru börn
næturinnar. Guð minn góður,
þetta er Beia Lugosi, endur-
vakinn sem Drakúla greifi.
► Drakúla
sem gam-
all maöur (
Bram
Stokers
Dracula.
▼ Van
Helsing
meó kippu
af blóö-
suguhaus-
um í Bram
Stokers
Dracula.
Þetta var nú bara svona
smágrín til að leiða lesendur
inn í goðsögnina miklu um
þann tannhvassa Drakúla
greifa. Myrkrahöfðingi þessi
hefur komið fram í kvikmynd-
um alveg síðan 1922 þegar
þýski leikarinn Max Schreck
ag*' Btr'
Þetta kallar maður aö vera blóðþyrstur.
fór með hlutverk blóðsugunn-
ar blóðþyrstu. Síðan hafa leik-
arar á borð við Bela Lugosi,
Christopher Lee, Frank
Langella, Jack Palance,
Nicolas Cage, Chris Sar-
andon og George Hamilton
túlkað Drakúla á ýmsan hátt.
Bela Lugosi, sem lék kappann
fyrst f kvikmyndinni Dracula
árið 1931, er talinn vera hinn
sígildi Drakúla en áður en
hann túlkaði blóðsuguna á
hvíta tjaldinu hafði hann leikið
á leiksviði í London. Höfundur
þessarar ódauðlegu persónu
var írskur rithöfundur sem hét
Bram Stoker og gaf hann út
bókina Dracula árið 1897.
Bókin sú þótti þá hneykslan-
leg og í djarfara lagi fyrir les-
endur Viktoríutímabilsins.
Á síðastliðnu ári var
blóðsugufárið endurvakið í
kvikmyndaheiminum því á leið
til landsins eru sex blóðsugu-
myndir. Ein hefur þegar verið
sýnd, Buffy: The Vampire
Slayer eða Buffy: Blóðsugu-
baninn sem sýnd var í SAM-
bíóunum. Hinar blóðsugu-
myndirnar eru: Tale of Vamp-
ire (sem er með breska leikar-
anum Julian Sands), Innocent
Blood (undir leikstjórn Johns
Landis), Dracula Rising, Sor-
ority (kvennaklúbbur), House
Vampires, To Sleep with a
Vampire og sfðast en ekki síst
Drakúlastórvirkið sem talið er
það besta af öllum blóðsugu-
myndunum. Það er nýjasta
mynd Francis Ford Coppola,
Bram Stokers Dracula, sem
fljótlega verður sýnd í Stjörnu-
bíói. Myndin skartar framúr-
skarandi leikaraliði: Gary Old-
man (JFK), Winona Ryder
(Mermaids), Anthony Hopk-
ins (Silence of the Lambs,
Howards End), Keanu Reeves
(Point Break, My Own Private
Idaho), Richard E. Grant (The
Player), Bill Campell (Rocket-
eer) og Tom Waits (At Play in
the Fields of the Lord).
Kvikmyndasagnfræðingar
og kvikmyndagagnrýnendur
vilja meina að þetta sé ein
besta útgáfan af þjóðsagna-
persónunni Drakúla því leik-
stjórinn studdist við atburði
sem gerðust í rauninni fyrir
400 árum. Myndin hefst á því
herrans ári 1462 íTransylvan-
íu í Rúmeníu þegar prinsinn
Vlad er að berjast á móti
Tyrkjum. Mikil orrusta er háð
og sögur segja að hinn mikli
kristni stríðsmaður, Vlad, hafi
farist í einni orrustunni. Eigin-
kona Vlads leggur trúnað á
þessar sögusagnir og fremur
sjálfsvíg. Vlad kemur sfðan til
kastala síns og kemur að
konu sinni dauðri. Mikil reiði
grípur Vlad prins og í
bræðiskastinu afneitar hann
guði. Hann breytist við það í
>4 VIKAN 2.TBL.1993