Vikan


Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 64

Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 64
ímyndum okkur að við séum stödd í kastala í Tran- sylvaníu. Það er nótt og það er kalt. Allt í einu heyrum við fótatak - og hvað sjáum við? Vel klæddan mann með skikkju. Hágreiðslan er ekki alveg í takt við tískuna. Okkur verður litið framan í hann. Augun eru stór og dökk og gætu hæglega dá- leitt mann. Okkur fer ekki að lítast á blikuna. Mannveran stað- næmist síðan í stiganum og lyftir upp fornfálegum kerta- stjaka með fjórum logandi kertum. Síðan heyrist ýlfur mikið í næturkyrrðinni. Mann- veran brosir framan í okkur og segir: Hlustið, þetta eru börn næturinnar. Guð minn góður, þetta er Beia Lugosi, endur- vakinn sem Drakúla greifi. ► Drakúla sem gam- all maöur ( Bram Stokers Dracula. ▼ Van Helsing meó kippu af blóö- suguhaus- um í Bram Stokers Dracula. Þetta var nú bara svona smágrín til að leiða lesendur inn í goðsögnina miklu um þann tannhvassa Drakúla greifa. Myrkrahöfðingi þessi hefur komið fram í kvikmynd- um alveg síðan 1922 þegar þýski leikarinn Max Schreck ag*' Btr' Þetta kallar maður aö vera blóðþyrstur. fór með hlutverk blóðsugunn- ar blóðþyrstu. Síðan hafa leik- arar á borð við Bela Lugosi, Christopher Lee, Frank Langella, Jack Palance, Nicolas Cage, Chris Sar- andon og George Hamilton túlkað Drakúla á ýmsan hátt. Bela Lugosi, sem lék kappann fyrst f kvikmyndinni Dracula árið 1931, er talinn vera hinn sígildi Drakúla en áður en hann túlkaði blóðsuguna á hvíta tjaldinu hafði hann leikið á leiksviði í London. Höfundur þessarar ódauðlegu persónu var írskur rithöfundur sem hét Bram Stoker og gaf hann út bókina Dracula árið 1897. Bókin sú þótti þá hneykslan- leg og í djarfara lagi fyrir les- endur Viktoríutímabilsins. Á síðastliðnu ári var blóðsugufárið endurvakið í kvikmyndaheiminum því á leið til landsins eru sex blóðsugu- myndir. Ein hefur þegar verið sýnd, Buffy: The Vampire Slayer eða Buffy: Blóðsugu- baninn sem sýnd var í SAM- bíóunum. Hinar blóðsugu- myndirnar eru: Tale of Vamp- ire (sem er með breska leikar- anum Julian Sands), Innocent Blood (undir leikstjórn Johns Landis), Dracula Rising, Sor- ority (kvennaklúbbur), House Vampires, To Sleep with a Vampire og sfðast en ekki síst Drakúlastórvirkið sem talið er það besta af öllum blóðsugu- myndunum. Það er nýjasta mynd Francis Ford Coppola, Bram Stokers Dracula, sem fljótlega verður sýnd í Stjörnu- bíói. Myndin skartar framúr- skarandi leikaraliði: Gary Old- man (JFK), Winona Ryder (Mermaids), Anthony Hopk- ins (Silence of the Lambs, Howards End), Keanu Reeves (Point Break, My Own Private Idaho), Richard E. Grant (The Player), Bill Campell (Rocket- eer) og Tom Waits (At Play in the Fields of the Lord). Kvikmyndasagnfræðingar og kvikmyndagagnrýnendur vilja meina að þetta sé ein besta útgáfan af þjóðsagna- persónunni Drakúla því leik- stjórinn studdist við atburði sem gerðust í rauninni fyrir 400 árum. Myndin hefst á því herrans ári 1462 íTransylvan- íu í Rúmeníu þegar prinsinn Vlad er að berjast á móti Tyrkjum. Mikil orrusta er háð og sögur segja að hinn mikli kristni stríðsmaður, Vlad, hafi farist í einni orrustunni. Eigin- kona Vlads leggur trúnað á þessar sögusagnir og fremur sjálfsvíg. Vlad kemur sfðan til kastala síns og kemur að konu sinni dauðri. Mikil reiði grípur Vlad prins og í bræðiskastinu afneitar hann guði. Hann breytist við það í >4 VIKAN 2.TBL.1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.