Vikan


Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 54

Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 54
JÓNA RÚNA KVARAN MIÐILL SKRIFAR UM SÁLRÆN SJÓNARMIÐ þola. Hann segir meöal annars þetta eftir aö hafa upplifað þá niöurlægingu, eins og hann segir sjálf- ur, aö hafa mátt sjá á eftir konunni sinni í fang vinar síns sem hann treysti gjörsamlega eins og henni reynar líka: „Veistu þaö, Jóna Rúna,“ segir Helgi, „að ég hlýt að vera geöveikur þvi mig langar hrein- lega til að drepa þau bæði. Hugsaðu þér, þetta kvikindi heiur verið inni á heimilinu mínu nákvæm- lega á sama tima og hann helur verið i ástarsam- bandi við konuna mína. Það er varla hægt að sýna manni lélegri framkomu. Hún er frekar viðkvæm VINUR MINN SVIKSEMI I VINÁTTU- & TRÚNAÐAR- SAMBÖNDUM Vegna þess aö mér hafa á liðnum mánuðum borist mýmörg bréf um sviksemi í vináttu- og trúnaðar- samböndum er upplagt aö leggja almennt út af slíku efni að þessu sinni og heppilegt aö vitna í eitt af bréfum þeim sem fjalla um þannig framkomu og atferli vinar og ástvinar viö vin sinn annars vegar og maka hins vegar. Auövitað nota ég eins og áöur innsæi mitt, hyggjuvit og reynsluþekkingu til aö styrkja uppbyggingu svara minna. manneskja og trúlega áhrifagjörn líka. Ég er ekki að afsaka hana, Jóna Rúna, en mér finnst eins og henni sé ekki sjálfrátt eða eitthvað. “ ÓHEIÐARLEIKI OG SIÐFÁGUN Eins og Helgi bendir á er meö öllu óskiljanlegt hvernig hægt er aö vera svona óheiöarlegur og þaö viö vin sinn annars vegar og maka hins vegar. Varla getur talist eölilegt að koma svona fram. Þaö virðist varla eðlilegt meö tilliti til lágmarks siöfágun- ar. Þaö á enginn aö taka þaö sem er sýnilega ann- arra í tilfinningamálum. Helgi segir og spyr jafn- framt: „Hvernig getur fótk verið svona ómerkilegt? Innst inni vil ég sennilega fá hana aftur þótt ósenni- legt sé að hún snúi baki við honum. Hún viröist bergnumin af vini mínum. Þau ganga hér inn og út bæöi og ætlast til að ég passi barnið ótæpilega mikið, ásamt því að gera við bilinn hennar fyrir hana. Allt virðist þetta vera meira en sjálfsagt frá þeirra sjónarhorni séð. Finnst þér að ég ætti að líða svona framkomu?" NIÐURLÆGING OG HEFND Viö skulum láta Helga, sem er nítján ára, segja hug sinn og leggja síðan í kjölfar þess út af þeim spurn- ingum sem vaknað hafa innra meö honum og flest- um hinna bréfritaranna sem upplifað hafa álíka trúnaðar- og sviksemisbrot og hann hefur mátt Vinsamlegast handskrifið bréf til Jónu Rúnu og látið fylgja fullt nafn og kennitölu, ásamt dul- nefni. Svörin byggjast á innsæi Jónu Rúnu og rithandarlestri og því miður er alls ekki hægt aö fá þau i einkabréfi. Utanáskrift er: Jóna Rúna Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík SJÁLFSTRAUST í MOLUM Helgi segir jafnframt í þessum upplýsingum í bréfi sínu eitt og annaö sem er mjög táknrænt fyrir mörg hinna bréfanna líka. Til dæmis segist hann hafa tapað lífsviljanum og sig langi til aö deyja. Eins bendir hann á að sjálfstraustið sé algjörlega í mol- um og hann viti stundum ekki hvernig hann eigi aö komast í gegnum dagana hjálparlaust, svo ótrúleg er innri vanlíðan hans og smæðarkennd. Það má líka reyna aö svara honum og hinum bréfriturunum jafnframt þegar þeir segja frá því aö þaö sé eins og þeir hafi tapaö hæfileikanum til að treysta og trúa á dýpri tengsl eftir aö hafa fengið svona lítilmótlega útreiö frá fólki sem þeir treystu. Helgi kveöst lesa allt sem ég skrifa og skorar á mig aö halda ótrauö áfram á sömu braut. Fyrir þessa hvatningu vil ég náttúrlega þakka honum sérstak- lega, ekkert síður en þeim hinum sem skrifaö hafa mér um svipaða eöa sams konar reynslu og koma vonandi til meö aö nota sér svör mín ekkert síöur en hann. ^V/ i VINIR EÐA ÓVINIR Ef viö til aö byrja meö íhugum svolítið vináttuna má segja sem svo aö þaö sé yfirleitt mikið lán aö eiga góöa og heiðarlega vini. Viö þurfum nefnilega öll aö finna fyrir heilindum vina okkar í öllum samskiptum en ekki óheilindum og ættum ekki aö þurfa aö ótt- ast um okkar nánustu fyrir þeim. Það liggur því í hlutarins eöli aö þaö hlýtur aö valda okkur sárum vonbrigöum þegar viö uppgötvum aö verið er aö fara alvarlega á bak viö okkur eins og til dæmis augljóslega hefur gerst í Helga tilviki. Hann var al- veg grandalaus og áttaöi sig ekki á svikunum sem voru í gangi við nefið á honum. Hann treysti bæöi konunni sinni og vini enda einlægur og heiöarlegur sjálfur. Vonbrigðin, sem skapast innra meö okkur þegar vinir okkar og makar veröa til þess aö fara á bak viö okkur og svíkja okkur ósæmilega, eru ólýs- anleg og afar óþægileg. Helgi hefur svo sannarlega ekki farið varhluta af einmitt þannig vonbrigðum á liönum vikum. MANNGILDI HAFNAD GRÓFLEGA Vitanlega hefur þaö mjög sérstök áhrif á tiltrú okkar á manngildi okkar þegar okkur er hafnaö gróflega af manneskju sem viö elskum. Helgi ann sýnilega kon- unni sinni þrátt fyrir tryggöarbrotiö og því er, eins og hann sjálfur segir, mjög niöurlægjandi aö þurfa aö upplifa þaö aö slíkur aöili fótumtreöur þessar sér- stöku og viökvæmu tilfinningar sem tengjast alltaf ást á maka sínum. Þaö kemur líka fram aö reiði hans er gifurleg, ekki bara út í hana aö gefnu tilefni heldur vininn líka. Vinir eiga ekki aö svíkja hver annan. Vin- áttan er samband á milli fólks og á að byggjast upp á einlægni, trúmennsku, heiðarleika og væntumþykju sem liggur meöal annars í því aö hafa áhuga á vel- ferö vina sinna viö sem flestar aðstæður, ekkert síöur en sínum eigin framgangi. Hvers kyns sviksemi við vini sína er ómerkileg. Eins er þaö alvörumál aö eiga þátt í því aö ögra til- trú fólks á eigin persónu meö því aö koma ósæmi- lega fram viö það að ósekju og þá þannig aö þaö eigi lítiö færi á aö verjast athæfinu. Þótt að okkur só vegið veröum viö aö passa aö efast aldrei um manngildi okkar, þrátt fyrir aö á móti blási og reynt sé aö vinna okkur einmitt þannig mein meö hvers kyns sviksemi og ööru óréttlæti. SIDFERÐISKENND OG ÓHEPPILEGUR SKAÐI Þaö viröist því einhverju vera ábótavant i siöferöis- kennd þess manns sem getur svikiö vin sinn meö þeim lúalega hætti sem vinur Helga gerði og viröist lítiö finnast athugavert viö þaö, satt best aö segja. Skaöi sá sem þegar hefur hlotist af þessu, bæöi til- finningalegur og andlegur, veröur seint bættur enda er Helga þaö fyllilega Ijóst sjálfum. Máliö er bara aö sá sem gerist brotlegur við aöra og sér í lagi þá sem treysta honum er, þegar dýpra er skoöaö, aö brjóta mun meira á eigin persónu en hann gerir sér mögulega grein fyrir. Þetta ber aö hafa í huga þótt fljótt á litið viröist eins og svo sé ekki. Þaö lítur út eins og Helgi veröi undir í þessum átakanlega hild- arleik skakkra samskipta og vanvirtra tilfinninga. Svo verður auövitaö ekki þegar upp er staöiö. MÓTLÆTI OG MISGÁNINGUR Auövitað hafa komiö mjög slæmar afleiðingar inn í líf Helga síðan atburöarás hans daglega lífs tók á sig þessar skuggalegu myndir. Hann mun samt finna - eins og allir aörir sem órétti eru beittir - aö honum veitist eitt og annaö innan frá sem afleiöing af þessari hrottalegu reynslu og þaö mun skila sér í auknum þroska hans. Ef viö veljum rétt viöbrögö og viljum yfirvinna hvers kyns óréttlæti getum viö eflst viö mótlæti og misgáning annarra með jákvæöum 54 VIKAN 2. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.