Vikan


Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 22

Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 22
viö tókum íbúðina á leigu þeg- ar í staö og ákváðum aö flytja þangað hið fyrsta. Á dögum Arthurs Conan Doyle var Baker Street til en ekki húsnúmerið sem hann lét þá félaga notast við. Þegar fram liðu stundir lengdist gatan og húsum fjölgaöi þar eins og annars staðar í London og upp úr 1930 var númerum breytt og þá hlaut hús Abbey Road Building Society þetta númer. Það var líka eins og viö mann- inn mælt, bréf til Sherlocks Holmes tóku að streyma þang- að en þau höföu fram að þeim tíma verið send til fjölskyldu Doyles. Nú er banki til húsa í 221 b Baker Street, Abbey National sem varð til úr sam- runa nokkurra fyrirtækja, og það er hjá þessum banka sem Erica Harper vinnur sem blaðafulltrúi og sem einkaritari Holmes í hlutastarfi. Einkaritarinn segir okkur að bréf komi alls staðar að úr heiminum, þó líklega flest frá Japan en þar er Holmes óend- anlega vinsæll. Hún sýnir okk- ur nokkur bréf, meðal annars frá rúmlega tvítugri stúlku í Svíþjóð, sem hefur skrifað Holmes reglulega í þrjú ár. Hún segir honum frá tilfinning- um sínum og því sem á dag- ana drífur en hefur aldrei sent heimilisfang sitt svo Erica get- ur ekki sent henni svarbréf. Sænska stúlkan sendi Holmes meira að segja kort á Valent- ínusardaginn og sagði honum að hún elskaði hann, ekki þó með hjartanu heldur heilanum sem væri miklu færari um að elska heldur en hjartað. Bréfafjöldinn er mismikill eftir árstíöum. Að meðaltali koma fimmtíu til hundrað bréf á viku en um jólaleytið fjölgar þeim geysilega og skipta þá hundruðum. Einnig koma fjöl- mörg kort í byrjun janúar þeg- ar fólk óskar Sherlock Holmes til hamingju með afmælið. í flestum bréfunum er talað um hversu gaman fólk hafi af sög- Aö sjalfsogðu er emka- ritari Sherlock Holmes meö aöstööu aö Baker Street 221 b í London. unum um Holmes. Sumir skrifa þó til að leita ráða og jafnvel til þess að biðja leynilögreglumanninn um að koma og hjálpa sér að finna týnda hluti og jafnvel gæludýr eða leysa aðrar þrautir. Eitt bréf segir Erica að hafi komið frá Mið-Englandi þar sem bréf- ritari var nokkuð æstur og krafði Homes um tíu gíneur sem hann sagði hann skulda langafa sínum. Japönsku stúlkurnar, sem skrifa Holmes, bjóða oft fram aðstoð sína og segjast munu verða miklu dug- legri við að hjálpa honum held- ur en Watson, sem þær telja heldur einfaldan. Reyndar segir Erica að Watson hafi ver- ið gerður heimskari í ýmsum kvikmyndum en hann er í bók- unum, sérstaklega gömlum, svarthvítum myndum sem til eru um ævintýri Holmes og Watsons. Yngsti bréfritarinn, tæplega eins árs stúlka, sem reyndar fékk föður sinn til að skrifa, var látin segja að hana langaði svo óskaplega mikið í afmæliskort frá Holmes á eins árs afmælinu. Einkaritarinn varð við þeirri ósk og sendi kort fyrir hönd yfirmannsins! Það eru ekki bara bréf sem berast til 221 b Baker Street. Þangað koma blaðamenn, Ijósmyndarar og sjónvarpsfólk í efnisöflun. Hópur sjónvarps- manna frá Brasilíu kom í heimsókn fyrir allnokkru. Eftir aö þátturinn var sýndur í brasilíska sjónvarpinu fjölgaði bréfum þaðan til muna og það sem meira er, Erica Harper fékk sjálf bónorðsbréf. Hún spurði brasilískan starfsmann í Abbey National hvort bón- orðið kæmi frá góðum stað í Brasilíu en ákvað svo að hugsa ekki meira um það í 22 VIKAN 2. TBL. 1993
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.