Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 30
SALARKIMINN
SIGTRYGGUR JÓNSSON SÁLFRÆÐINGUR
SVARAR LESENDUM
Bréf til Sigtryggs geta snúist um samskipti kynjanna, sam-
skipti barna og foreldra, samskipti milli hjóna, kynlíf og
annaö þaö sem lýtur aö sálfræöi og sálfræöilegum vanda-
málum. Bréfin mega vera nafnlaus eöa undir dulnefni.
Utanáskriftin er:
Sigtryggur Jonsson sálfræöingur, Álftamýri 3,108 Reykjavík
FORELDRAR MINIR
Kæri sálfræðingur.
Ég er rúmlega tvítugur og í
sambúð. Vandamál mitt er að
mér finnst foreldrar mínir og
þó einkum móðir mín lítils-
virða mig. Þetta hefur verið
svona frá því að ég var krakki.
Þau draga úr öllu sem ég vil
gera og láta í veðri vaka að
ég geti ekki gert neitt rétt.
Lengi vel reyndi ég að þókn-
ast þeim og gera það sem ég
gat til að gera það sem ég
hélt að myndi gera þau á-
nægð og sýna þeim að ég
gæti ýmislegt. Nú er ég hætt-
ur því og hef nánast ekkert
samband við þau. Ég hef rætt
þetta við kærustuna mína og
eldri bróður minn og þau við-
urkenna að þau hafi bæði tek-
ið eftir þessu. Ég geri ráð fyrir
aö fleiri hafi tekið eftir því en
enginn gerir neitt í málinu og
enginn ræðir það við mig. Mér
finnst þetta leiðinlegt og vil
gjarnan breyta þessu en veit
engin ráð til þess.
Eg hélt að ég gæti bara
gleymt þessu og haft eins lítiö
samband við þau og hægt
væri og þolað það. Af einhverj-
um ástæðum sækir þetta samt
á mig á hverjum degi og ég
get varla hugsað um annað.
Ég velti fyrir mér hvernig mér
liði ef þau myndu veikjast al-
varlega eða jafnvel deyja eða
ef bara annað þeirra myndi
deyja. Ég held að ég myndi
ekki afbera það án þess að
hafa lagað sambandið fyrst.
Ég gerði svolítið að því aö
skipta mér af þeim fyrir
nokkrum árum eða öllu heldur
að láta þau vita hvað mér
fyndist þau lifa tilbreytingar-
snauðu lífi. Þau gera ekkert
spennandi og lífið er eintóm
„rútína" hjá þeim. Mér finnst
að þau hljóti að geta gert eitt-
hvað til að hressa sig svolítið
við. Ég talaði um þetta því ég
hélt kannski að ég gæti vakið
áhuga þeirra á að lifa lífinu og
við næðum kannski saman í
gegnum það að gera eitthvað
saman. Arangurinn varö eng-
inn og andrúmsloftið varð enn
þvingaðra svo ég hætti þessu.
Mér fannst þó að ég sýndi
þeim áhuga og því hvernig
þeim liði. Þau tóku þetta á-
byggilega sem afskiptasemi
og hafa engu breytt í sínu lífi.
Gerðu þaö nú að hjálpa
mér. Mér finnst ömurlegt að
hugsa til þess að sambandið
verði svona áfram. Hugsaðu
þér ef ég eignast börn og get
ekki fariö í heimsókn með þau
til afa og ömmu. Hvað ætti ég
að segja þeim?
Vona að þú getir gefið mér
einhver ráð,
Gunni
Kæri Gunni.
Þér er ef til vill huggun í því
að vita að þú ert ekki einn á
báti með þetta vandamál.
Fjöldinn allur af fólki, sem til
mín leitar, hefur sömu sögu
að segja af samskiptum sín-
um við foreldra sína. Vissu-
lega er þetta vandamál og í
flestum tilvikum sem betur fer
óska báöir aðilar eftir því að
hlutirnir breytist en kunna
enga leið til þess.
AD VERA FORELDRI
Það er oft ekki auðvelt að
vera foreldri og foreldrar gera
oft mistök í uppeldi sínu á
börnunum. Sjaldnast gera
þeir upp á milli barna sinna
meðvitað og með vilja. Það
bara þróast þannig. Oftast
verða samskiptin að vítahring
þannig aö hvorugur aðilinn
getur brotið hann. Þó er það
oftast þannig að innst inni vita
foreldrarnir að þeir hafi gert
eitthvað rangt þó að þeir ann-
aðhvort vilji ekki horfast í
augu við það eða kunni bara
engin ráð. Oft reyna þeir að
breyta þessu og laga til en
barnið tekur því ekki, annað-
hvort vegna þess að það skil-
ur ekki breytinguna eða það
vill hefna sín ( smátíma og
svo er þaö of seint því foreldr-
arnir gefast upp og þá er
gjarnan litið svo á að barnið
eða unglingurinn sé bara
svona gerður. Allt er þetta
gert í þögn því viö viljum alltof
gjarnan leiðrétta mistök
þannig að enginn verði var við
30 VIKAN 2. TBL. 1993
UTIISVIRÐA
Lengi vel reyndi ég að þóknast
þeim og gera þeim til hæfis.
Núna er ég hættur þvi og hef
nónast ekkert samband við þau.