Vikan


Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 55

Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 55
hugsunum og kærleiksríkum stuöningi annarra, þótt erfitt geti veriö aö trúa slíkri staöhæfingu þegar illa árar eins og hjá Helga einmitt núna. AÐGÁTSKALHÖFÐ Þaö má meö sanni segja aö ekki sé undarlegt þótt Helgi, með tilliti til þess aö búiö er aö ganga gróf- lega á rétt hans fyrir tiltölulega skemmstu, sé ekk- ert sérlega spenntur fyrir og falli ekki tíöar heim- sóknir þeirra beggja að honum forspuröum inn á heimili hans. Maöur hefur tilfinningu þess aö þar sé ákveðin staurblinda í gangi sem leyfir ekki meiri skilning á sársauka hans en þetta. Þaö hefur aldrei í mannkynssögunni þótt henta aö hræra meö hnífi í sárum annarra og allra síst sinna nánustu, hvort sem þau sár hafa veriö tilkomin meö líkamlegum hætti eöa andlegum. Á meöan Helgi er aö græöa sín sár eins og hann hefur vit til er sennilega ekki viturlegt að honum sé boöiö upp á tíðar heimsóknir fyrrverandi konunnar og vinarins nema þá ef þær tengjast barninu á eðlilegan máta. Eölilegra væri að pariö léti hann í friöi og geröi sér grein fyrir aö á- stand vanlíðunar, sem þau meö hegðun sinni sköp- uöu honum, er þess eðlis aö það bara býöur varla upp á svona mikið návígi viö þá brotlegu yfirleitt. SJÁLFSTRAUST OG TILFINNINGALEG TILVISTARKREPPA Þaö veröur vart dregið í efa aö nánast enginn sem hefur fariö í gegnum sama vanda á tilfinningasviö- inu eins og Helgi er llklegur til þess, á meðan hann er ennþá aö sleikja sár sín, aö finna sig innilega ör- uggan eða yfirleitt meö fljúgandi sjálfstraust. Tilfinn- ingaleg tilvistarkreppa hans er augljós. Hún er tímabundin og tengist djúplægri höfnunarkennd sem vafalítiö má hjálpa fólki yfir og þaö á náttúr- lega viö um Helga eins og aöra. Til þess eru sér- fræöingar á sviöum geölækninga heppilegastir. Höfnun af hvaöa tagi sem er fær flesta til að skjálfa svolítiö þó oftast sé þannig liöan tímabundin. Meö- an viö erum gjörsamlega á valdi þess sem henti okkur og var óþægilegt og neikvætt er kannski ekk- ert skrýtiö þótt sjálfstraustið veröi ekki upp á marga fiska. ILLA HALDINN OG NIÐURDREGINN Þaö er alltaf viturlegt aö velja þann stuöning sem er mögulegur hverju sinni og hentar til skjótrar upp- byggingar, fremur en aö láta neikvæða framkomu annarra koma sér hægfara fyrir kattarnef. Hjálpin er víöa tiltölulega fljótfengin en þaö þarf aö bera sig eftir henni og þaö getur verið erfitt þegar maöur er illa haldinn og niöurdreginn. Þaö gerist þó fyrr eöa síðar og vonandi fyrr en síöar vegna þess hvaö þaö er í eðli sínu mikilvægt. Lífsvilji okkar fjarar ekki svo auöveldlega út fremur er aö hann dofni af eðlilega gefnu tilefni og þá venjulega tímabundiö sem betur fer. HEIFT OG TORTÍMING Þaö er svona aö lokum hyggilegt - vegna upplýs- inga Helga um löngun sína til aö tortíma þeim báö- um - aö benda á aö slíkt er alrangt. Menn eiga ekki aö tortíma hver öörum. Stundum er heift okkar þaö mikil aö jaðrar viö aö þaö ástand geti aö minnsta kosti fallið undir sérstakan sjúkdóm geörænan og er þaö miður. Viö eigum að reyna aö foröast aö beita sömu aöferðum og þeir sem brjóta af sér viö okkur. Þaö er hyggilegra aö veröa aldrei til aö leggja grjót í götu annarra, jafnvel þó aö slíkt kunni aö hvarfla aö okkur á augnablikum mikilla von- brigöa meö viökomandi einstakling. Sá sem breytir rangt og leggur sig eftir aö særa og svekkja aöra er nefnilega aö safna glóöum elds aö sjálfs sín höföi og engin sérstök ástæöa til aö taka fram fyrir hendurnar á þeim augljósu orsaka- og afleiðingalögmálum sem viö búum viö í þessum efn- um sem öörum. Þrátt fyrir aö þau séu okkur mönn- unum ósýnileg eru þau lifandi afl sem hegðar sér í samræmi viö þaö sem örvar þaö til dáöa. Sé orsökin neikvæð kemur neikvæð afleiöing. Sé framkvæmdin ákvæö veröa allar afleiöingar hennar fyrr eöa síðar jákvæöar og hitta höfund sinn fyrir þannig. EINLÆGNI OG FRIDSEMD Best er sennilega aö velja aö vera einlægur og friö- samur fremur en ófyrirleitinn og óheiöarlegur eöa falskur eins og vinur Helga reyndist vera og konan á sinn hátt líka með því aö taka þátt í aö bregðast honum. Þar dugar ekki að fría hana ábyrgö á gjörð- um sínum þó að hún kunni aö vera bæöi viökvæm sál og áhrifagjörn. Hún á val eins og annað fólk enda hefur hún ásamt öllum öörum frjálsan vilja og þarf því alls ekki aö velja aö gera þeim sem elskar hana mein. Eöa eins og bjartsýni strákurinn sagöi í allra þol- anlegasta félagsskap: Elskurnar mínar, auövitaö er ég miöur mín vegna þess aö bæöi konan mín og vinur hafa svikiö mig. Máliö er bara aö þetta er og veröur þeirra vandamál og full ástæöa fyr- ir þau aö fara aö íhuga afleiðingarnar af axar- sköftum sínum. Þaö þarf þrek til aö takast á viö þær en ekkert þrek til aö brjóta af sér og gera lítið úr öörum og saklausum um leið. Vonandi gengur Helga vel aö vinna úr málum sínum og hinum líka sem hafa skrifaö mér svipuö bréf og hann. Meö vinsemd, Jóna Rúna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.