Vikan


Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 31

Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 31
VIÐSKIPTAKORT LESENDA VIKUNNAR: aö mistök hafi átt sér staö. Barniö eöa unglingurinn fer svo gjarnan aö ásaka foreldr- ana og gegn slíku er aöeins hægt aö verja sig. Þegar barnið vex úr grasi reynir þaö oft aö ræöa málin við foreldrana en þá of oft meö ásökunum eða öörum umræðum um fortíðina. Slík- um ásökunum mæta foreldr- arnir oftast meö gagnásökun- um eöa útskýringum sem síð- an veröa aðalumræðuefnið og það næst aldrei nein niður- staöa en báðir verða svekktir og ásaka opið eða í huganum hinn aöilann um óbilgirni. „Það er bara ekki hægt aö ræða viö þig,“ er algeng hugs- un eöa setning sem er sögö við svona tækifæri. AÐ VERA BARN Öll börn hafa þörf fyrir ást og væntumþykju frá foreldrum. Ef eitthvað hindrar það aö slík ást og væntumþykja sé sýnd sækja þau hana. Ekki gera allir foreldrar sér grein fyrir því að barnið sé aö sækjast eftir ást og þá getur barniö farið aö leita ýmissa leiða til þess aö eftir því sé tekið. Sumar þeirra leiöa eru hins vegar til þess fallnar að foreldrarnir veröi argir og reiöir. Óþol þeirra gagnvart barninu eykst og barnið hefur enn meiri þörf fyrir aö leita eftir ást og vænt- umþykju. Stundum bregst barnið viö meö því aö fara í þóknunarhlutverk og stundum alveg þveröfugt. Ef foreldrarn- ir eiga í erfiöleikum meö að sýna ást og væntumþykju get- ur orðið mikill vítahringur úr samskiptunum. SAMSKIPTI FORELDRA OG BARNA Nú veit ég ekki hvernig ykkar samskiptum var háttaö meö til- liti til þessa, ég hef aðeins nefnt dæmi um hvernig þetta getur veriö. Þaö sem ég þó legg áherslu á er aö um víta- hring er langoftast aö ræöa í samskiptunum, vítahring sem þróast í mörg ár og báðir aöilar bíöa endalaust eftir að úr ræt- ist. Smám saman verður sú bið aö innihaldi samskiptanna en þó þannig aö báðir aðilar fresta endalaust að takast raunverulega á viö vítahringinn og brjóta hann - brjóta hann meö því aö tala saman um sína eigin löngun til aö hlutirnir breytist, tala saman um ástina og væntumþykjuna sem þau bera hvert til annars, tala sam- an um hvernig þau vilja hafa framtíöina í staö þess aö núa hvert öðru upp úr fortíðinni. RÁÐLEGGINGAR TIL ÞÍN Byrjaðu á því aö gera þér grein fyrir hvaö þaö er sem þú vilt fá út úr samskiptum við foreldra þína, hvaöa drauma þú hefur um samskipti viö þá, hvaö þú vilt leita með til þeirra og hvaö þig langar að gefa þeim af þér. Reyndu aö kom- ast út úr því að velta fyrir þér hvaö þaö er sem foreldrar þínir myndu vilja að þú sýndir eöa gerðir. Hættu aö láta stjórnast af því að þú þurfir að vinna þau á einhvern hátt. Þú ert að leita að góðu sambandi viö þau þín vegna, ekki þeirra vegna eöa annarra. Þegar þú hefur gert þér Ijóst að þú ert að þessu þín vegna og hvaö þaö er sem þú vilt aö komi út úr samtali viö þau skaltu fara og tala viö þau, ekki af tilviljun heldur meö því aö hringja til þeirra og segjast þurfa aö tala viö þau og biöja þau aö vera heima. Mundu aö þú ætlar aö nálgast þau og toga þau til þín og slíkt gerir maöur ekki meö því aö ásaka eöa aö reyna að breyta hinum aðilan- um. Segöu þeim allt sem þú hefur veriö aö hugsa um hvernig þú myndir vilja hafa samband ykkar. Segðu aö þú saknir þeirra og aö þér líði illa vegna þess aö þér finnist sambandið ekki nógu náið. Spuröu þau svo hvort þau vilji ekki líka hafa sambandiö á sviþaöan hátt. Hættu að fara einhverjar krókaleiöir. Gakktu beint til verks. Ég veit aö með þessu eykur þú hættuna á höfnun en þú eykur líka möguleikann á jákvæðri niðurstöðu. Ef þér verður hafnað stendur þú frammi fyrir nýju vandamáli en þú getur þá tekist á við þaö út frá vissunni um höfnun. Þú þarft ekki lengur aö fást við efann og allar hugsanirnar. Þetta er í raun eina leiöin. Haltu þig viö umræöu um framtiðina en láttu fortiöina eiga sig. Fari þau aö ræða fortíðina, koma meö útskýr- ingar eöa afsakanir, skaltu leyfa þeim að Ijúka máli sínu en snúðu þér svo aftur að að- alatriðinu, sem er að þiö náiö saman í framtiöinni. Geröu allt sem þú getur til aö forðast umræður um fortíðina, að minnsta kosti þangað til sam- band ykkar er oröiö gott og þaö er hægt aö ræöa hana án ásakana og afsakana. Ég vona aö þér gangi vel og aö þiö náiö saman. Meö kveðju, Sigtryggur AUGLYSINGA- OGIÐNAÐARLJÓSMYNDUN | S • T U D I-Ql N U S ® 67 - 96 • 90 • VIÐ ENGJATEIG • BÍLL: 985 • 2 • 11 • 71 REYKJAVÍKURVEGI 64 • HAFNARFIRÐI • SÍMI 652620 • HEIMASlMI 52030 Hreinsum allan venjulegan fatnað meö bestu vélum sem fáanlegar eru í dag. Tökum í þvott fyrir fyrirtæki. Hreinsum einnig gluggatjöld, svefnpoka, gólfmottur, tjöld o.fl. Hársnyrtistofan Hár-Tískan DALSHRAUNI 13, 220 HAFNARFIRÐI SÍMI50507 HÁRSNYRTISTOFAN GRAMDAVEGI47 0 626162 tiársnyrting fyrir dömur og herra Veitum 10% afslatt við afhendingu þessa korts! Stripur ■ óllum litum — hárlitur — permanent fyrir allar hárgerðir. Úrvals hársnyrtivörur. Opið á laugardögum. tlrafnhildur Konráðsdóttir hárgreiðslumeistari huriður Hildur flalldórsdóttir hársnyrtir RAKARA- <k HÁRqRfflmSTDFA HVERFISGÖTU 62 -101 REYKJAVlK 2. TBL. 1993 VIKAN 31
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.