Vikan


Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 27

Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 27
ir þennan áhugasama leik- húsalmenning," segir Silja. „Ég held að það fólk hefði óskap- lega lítinn áhuga á að lesa vís- indalega gagnrýni þar sem far- ið væri nákvæmlega ofan í handrit og tilgang höfundar með persónum og ákveðnum setningum. Ég held að ég sé að tala við þetta fólk, fólkið sem hlustar á Rás 1, fólk sem hefur gaman af hinu talaða orði og ég held að sé mikið til það fólk sem fer f leikhús.“ Silja hélt lengi vel að engin lifandi sála hlustaði á leikhús- gagnrýnina hennar en fékk þó einstaka sinnum upphringing- ar og bréf þegar hún stuðaði einhvern. Svo vildi þannig til fyrir ári að hún lenti á árshátíð og var þá skyndilega stödd í hlustendahópnum sínum. „Þetta var í stuttu máli sagt sú skemmtilegasta árshátíð sem ég hef verið á því alveg frá því ég kom á staðinn um sexleytið og þangað til ég fór undir sex næsta morgun kom að mér fólk sem vildi ræða leikhúsgagnrýni. Þetta fólk hafði flest séð allar sýningarn- ar og hafði allt saman skoðan- ir á því hvort ég hefði verið of lin eða of hörð. Þetta var bæði inspírandi og skemmtilegt og þá áttaði ég mig á því aö það eru um það bil þúsund til tvö þúsund manns sem hlusta reglulega á mig - og getur maður ætlast til að fá meira?" Silja segist aldrei hafa feng- ið ósanngjörn eða of harkaleg viðbrögð en slíku kynntist hún aftur á móti þegar hún gerðist fyrsti barnabókagagnrýnand- inn á landinu. „Þá fékk maður viðbrögð sem hefðu átt að lækna mann af því að fara nokkurn tímann út á meðal manna aftur til að segja skoðun sína, því þau voru svo hörð og ósanngjörn. En ég skil núna af hverju þau voru það. Ég var að ráöast á eitthvað sem aldrei hafði verið ráðist á áður. En auðvitað hafði það heilmikið að segja því á eftir á mér komu margir sem reyndu að plástra sárin sem ég hafði ýft upp en aðrir héldu nið- urrifssstarfseminni áfram af engu minni hörku," segir Silja. Hún segir jafnframt að leik- húsfólk sé miklu vanara gagn- rýni en rithöfundarnir því það hafi orðið að sæta gagnrýni svo lengi sem leikhús hafi tíðkast hér. „Það breytir þó ekki því að fólk tekur það nærri sér ef vegið er að því og það er svo sem eðlilegt. Leikarar segja að þetta sé svo erfitt fyrir þá því sýning sem sé drepin af gagnrýnendum hafi aldrei tækifæri til að rísa upp aftur - ekki eins og bók sem er drep- in af gagnrýnendum. Hún á tækifæri eftir tuttugu ár því þá kemur ný kynslóð sem segir að þessi höfundur hafi verið stórlega vanmetinn. Leikritið á möguleika á að fara aftur á svið sem bókmenntatexti en sýningin sem verk ákveðins leikstjóra og ákveðinna leik- enda á ákveðnum tímapunkti á ekkert tækifæri aftur,“ segir Silja. „Mér finnst ég ekki vera að tala við leikhúsfólk nema að mjög litlu leyti en ef maður segir að sýning megi styttast og allir gagnrýnendur koma inn á eitthvað svipað þá veit ég til þess að það hefur verið unnið með sýninguna áfram, ekki bara vegna þess að gagnrýnendurnir sögðu það heldur líka leikhúsfólk sem sá sýninguna." Silja segir gagnrýnendur vera fulltrúa hins þjálfaða leik- húsáhorfanda og hægt eigi að vera að vísa til þeirra. Reynsla af því að lesa leikrit skipulega og innsýn í leiklistarsögu heimsins telur hún gagnlegt hverjum leikhúsgagnrýnanda. „Auðvitað er maður blindur á vissa hluti í leikhúsinu. Mað- ur metur ekki að verðleikum hluti eins og lýsingu, sviðs- búnað eða leikhljóð. En þegar maður fer oft í leikhús og fær samanburðinn finnst mér þetta mat þjálfast upp. Það er sú menntun sem fæst við það að fara oft. Svo er nauðsyn- legt að hafa gaman af að fara í leikhús og láta virkilega reyna á það áður en maður segir að sýningin sé því miður ekki nógu góð. Gagnrýnand- inn þarf að hafa gaman af að fara í leikhús og heyra vel og sjá. Ég finn stundum til þess að ég sé ekki nógu vel og þarf að sitja framarlega. Ég sé ekki svipbrigði ef ég er fyrir aftan miðjan sal,“ segir Silja. Heldur hún að gagnrýnend- ur gætu drepið sýningu? „Já, ef hún er á mjög litlu sviði. Ef sýningin er góð en gagnrýnin vond þarf marga á- horfendur til aö dreifa gagn- stæðum upplýsingum en sé sviðiö stórt hefur gagnrýnin ekkert að segja. Vond gagn- rýni um vonda sýningu getur svo átt sinn þáttinn í að sýn- ingin detti niður,“ segir Silja. „Ég verð alltaf andvaka áöur en ég fer [ útvarpið og þá sér- staklega ef ég hef verið óá- nægð með verkið. Þá spyr ég mig stundum hvað hafi gefið mér leyfi til að bera skoðanir mínar svona á torg. En ég hef þó þessa reynslu og menntun og svo lengi sem almenningur og leikhúsfólk gerir ekki upp- reisn hugsar maður: Kannski er ég ekki svo afleitt val. Ég myndi segja mínar skoðanir á leiksýningunum í mínum hópi, svo þetta er í raun bara út- víkkun á því sem ég myndi annars gera.“ KJARTAN RAGNARSSON LEIKSTJÓRI: GAGNRÝNI ER AF HINU GÓÐA „Leikhúsgagnrýni er af hinu góða. Fyrir leiksýningu, sem er bara til í augnablikinu, er hún oft það eina sem eftir stendur. Leikhúsgagnrýni er þó bara viðbrögð einnar manneskju og í fjölmiðlum er enginn möguleiki til að kafa mjög djúpt,“ segir Kjartan. „Leikhúsfólk er viðkvæmara fyrir gagnrýni en það þyrfti að vera. Ég tek síður nærri mér að fá slæma gagnrýni sem leikstjóri eða höfundur heldur en sem leikari því þá fæ ég rökstudda gagnrýni en leikarar fá oft ekki meira en eitt lýsing- arorð fyrir aftan nafnið sitt. Það er miklu Ijósara hvað er leikstjóranum að kenna og það er fátt eins slæmt og að sjá leikara fá vonda dóma fyrir eitthvað sem er í raun leik- stjórans." Kjartan tekur misjafnlega mikið mark á gagnrýnendum enda finnst honum þeir stund- um verða of sjálfuppteknir í skrifum sínum. Samt veit hann að áhorfendur taka mark á þeim. Hann segist ekki geta gert kröfur um leikhúsmenntun gagnrýnendanna, eins og mál- um er háttað hér á landi, en vill að þeir vinni út frá þeim bak- grunni sem þeir hafa en þykist ekki hafa eitthvað annað og meira. Æskilegt þykir honum að þeir sjái hverja sýningu tvisvar og lesi handritið þegar um ný íslensk verk er að ræða. „Það er alveg rétt að gagn- rýnandinn er fulltrúi almenn- ings sem sér hverja sýningu ekki nema einu sinni en al- menningur sest ekki niður og skrifar skoðun sína á sýning- unni í blöðin. Þeir verða því að sjá skýrar fyrir sér hvað þeim finnst og af hverju. Það er svo margt sem getur farið fram hjá manni í einni leiksýningu. Maður fær mikil viðbrögð við sýningum hér á íslandi, þar sem leikhúsáhuginn er svo mikill. Ég tek mark á viðbrögð- um gagnrýnenda, áhorfenda og félaga og vina í stéttinni en endanlega er það mitt eigið mat á þeim tilfinningum sem sýningin vekur hjá mér,“ segir Kjartan. Að minnsta kosti tvisvar sinnum hefur hann stytt sýn- ingu vegna viðbragða hjá þeim sem sýningarnar sáu. Blessað barnalán stytti hann um fjörutíu mínútur eftir frum- sýningu og Land míns föður var stytt um tuttugu og fimm mínútur eftir generalprufu. „Það hefur engin áhrif á mig að fá vonda gagnrýni ef það sést að gagnrýnandinn skynj- ar ekki ákveöna nýsköpun í sýningunni en ég tek nærri mér að sjá að maður hefur einfaldlega ekki hitt í mark. Hins vegar myndi spilla ef gagnrýnendur yrðu of mikið jáfólk," segir Kjartan. „Gagn- rýnandinn er ekki fagmann- eskja meðal leikhúsfólksins en leitist hann við að skila sínum viðbrögum af heilindum hefur hann góð áhrif bæði til upplýs- ingar og til að skapa um- ræðu.“ STEFÁN BALDURSSON LEIKHÚSSTJÓRI: ALMANNARÓMUR ER STERKARI EN GAGNRÝNIN „Gagnrýnandi verður að hafa gaman af leikhúsi og áhuga á því að fara í leikhús. Það er líka góður eiginleiki hjá honum að vera hrifnæmur, leyfa sér að taka stórt upp í sig og hafa svigrúm fyrir neikvæðar at- hugasemdir, svo framarlega sem þaö er ekki gert á rætinn eða illkvittinn hátt. Það er það < Kjartan Ragnars- son, Leikfélagi Reykja- víkur. „Ég tek síöur nærri mér aö fá slæma gagnrýni sem leik- stjóri eöa höfundur heldur en sem leikari því þá fæ ég rökstudda gagnrýni." Stefán Baldurs- son, þjóöleik- hússtjóri. „Ástæöan fyrir því aö leikarar skrifa oftar gegn dómum en aörir lista- menn er sú aö í leiksýn- ingu er framlag leikarans svo per- sónulegt og hann er berskjald- aóur.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.