Vikan - 28.01.1993, Blaðsíða 62
HUGARORAR HALLGERÐAR
ALLIR I KASTI
ÚT AF AFA
etta eru meiri háttar fá-
vitar, þaö sjá allir.
Gengið hérna er ekkert
eðlilega tregt, má segja. Það
á bara að þrýsta afa á Grand-
anum út með það sama. Ég
meina, þetta lið hérna í
Hrafnanesinu skilur ekki neitt.
Ég er svo rosalega hrædd um
að svona svakalegur og af-
brigðilegur skyldleiki eigi eftir
að valda mér sjúklegum erfiö-
leikum alls staðar í samfélag-
inu, þó að ég verði hundrað
ára.
Það eru allir í kasti út af afa
á Grandanum enda býr hann
hérna núna, sem betur fer
verð ég að segja. Afi, þessi
toginleita tútta, er á algjörri
spæjaravakt hérna í húsinu
og hefur gist hér síðan um
áramótin. Það er alls ekkert
fararsnið á boltanum enda er
hann að bíða eftir þjófum.
Pælið í góðmennskunni.
Hann hefur ekki einu sinni far-
ið á bingó í fjóra daga. Svo
rosalega má segja að hann
sé nákvæmur. Viö megum
helst ekki segja orð. Eiginlega
megum við rétt ropa við og
við og þá bara frekar lágt. Ég
sé svo innilega hvað afi er
rosaleg „vitbrekka”. Pælið í
því. Þaö er ekki sénsinn fyrir
þjófana að sleppa framhjá
honum. Hann sefur aldrei og
er með nesti með sér hvar
sem hann plantar sér niður í
húsinu.
Voðalega má sumt fólk
skammast sín svakalega.
Gamla settið er ótrúlega
dónalegt. Það vill bara að afi
fari heim eða það verði kallað
á geðlækni til að sjá hvað er í
gangi í kollinum á gamla
manninum. Pabbi fullyrðir að
hann sé með þráhyggju sem
megi rekja aftur til aldamóta
þegar einhver braust inn til
Aumingja
afi, hann
er gjör-
samlega
aö falla
saman.
langafa hans á sínum tíma og
stal heilu frímerki og fimm
pappírsþurrkum.
Aumingja afi, hann er gjör-
samlega að falla saman.
Hugsið ykkur samviskusem-
ina. Það böggar hann ekki
þótt allir séu grautfúlir og trúi
ekki þessu með þjófana.
Hann lætur sko engan komast
upp með að bögga sig og
smákvelja ósmekklega. Það
dömpar hann ekkert. Hann er
svo taugasterkur. Það er
nokkuð öruggt að þetta pakk
hérna er „sadistar" og ætti
ekki að reyna að þræta fyrir
það. Það sést svo greinilega
hvað hann á rosalega bágt.
Glætan. Eins og það þurfi
ekki meiri háttar hugrekki til
að taka að sér að passa ein-
býlishús, fimm fjölskyldumeð-
limi og þá tel ég náttúrlega
Snata með því Baddi bróðir
sést varla vegna anarexíunn-
ar, svo svakalega er hann
mjór. Ég sleppi hrossaflug-
unni sem pabbi er búinn að
vera að temja síðan í fyrra.
Ég harðneita að láta afa
fara af þjófavaktinni. Sénsinn.
Eins og það borgi sig ekki að
vakta sitt. Við skulum bara at-
huga það að þegar ég ráð-
lagði Jóu vinkonu að fara með
sjónauka um alla íbúöina þeg-
ar hana grunaði að þjófur
væri á svæðinu og kíkja undir
öll rúm á hverju kvöldi - ef
ske kynni að einhver leyndist
þar - kom nú bara gróflega í
Ijós að það bjó heil músafjöl-
skylda undir hjónarúminu.
Mamma hennar er hjá sál-
fræðingi eftir áfallið með
skotturnar. Það er ekkert
skemmtilegt fyrir Jóu að eiga
að keppa við mýslurnar um
athygli og umhyggju. Vonandi
verð ég uppgötvuð snarlega.n
62 VIKAN 2. TBL. 1993