Vikan - 11.03.1993, Side 10
• Rás 2 er eina
dægurmenningar-
og popprásin sem
nær til allra Islend-
inga.
• Deilan um afnota-
gjöldin er að kom-
ast í hálfgerða
blindgötu.
• Fólki finnst mis-
rétti ab borga fyrir
eina stöð en ekki
aðra. En þá spyr
ég: Eigum við að
hafa ríkisútvarp
með íslenskri menn-
ingarpólitík eða
ekki?
• Afskaplega
skemmtilegt fólk í
útvarpsráði, víðsýnt
og vel heima.
• Hef reynt að
kenna útvarpsráði
að líta á sig sem
brjóstvörn stofnun-
arinnar.
• Maður veit aldrei
hvort setið er í fíla-
beinsturni.
• Útbreiddur mis-
skilningur að ég
hafi fyrst og fremst
verið prestur.
• Osköp gaman að
Dóra mín gat fengið
hér starf. Hún hef-
ur alltaf sómt sér
vel innan um fólk.
• Samkeppnis-
áhuginn ekki meiri
en svo að þegar
tvær einkareknar
sjónvarpsstöðvar
ætluðu að keppa
keypti Stöð 2 Sýn.
stæður hér fyrir ykkur hjónin
að þessu leyti?
„Jú, vissulega en það var
ósköp gaman að Dóra mín
gat fengið hér starf við að
sitja niðri í anddyri, svara í
símann og taka á móti gest-
um. Hún hefur alltaf sómt sér
vel innan um fóik og ég held
að þetta farist henni vel úr
hendi, eins og öllum öðrum
sem þar sitja. Búsetan í Skál-
holti og á Þingvöllum var
auðvitað mjög sórstæð. Þetta
er eins og að vera eins konar
herragarðshaldari, endalaus-
ar gestakomur og fyrirgreiðsl-
ur af öllu mögulegu tagi. Og
þetta var í raun og veru
fjarskalega gaman en um
leið lýjandi.
Við hlæjum oft að því núna
að við þykjumst vera ham-
ingjusamari í starfi heldur en
búsetu í Reykjavík. Við erum
bæði tvö ósköp ánægð með
starfið hér í Ríkisútvarpinu en
við erum ekki eins vel búin að
finna fótfestu í Reykjavík.
Hins vegar er áberandi munur
að þegar við komum heim á
kvöldin núna er friður en það
var aldrei á Þingvöllum. Þar
voru eilífar hringingar á kvöld-
in og gestakomur auðvitað
líka. Sérstaklega erum við nú
kampakát yfir helgunum því
að nú höfum við frí á laugar-
dögum og sunnudögum eins
og annað fólk. Það höfðum
við aldrei á Þingvöllum eða í
Skálholti."
BRÝNT AÐ BÆTA
ÞJÓNUSTU VIÐ
HEYRNARSKERTA
- Heyrnarlausir hafa heldur
betur látið í sér heyra að und-
anförnu. Þeim þykir Rfkisút-
varpið ekki sinna þörfum sín-
um nærri nógu vel. Er sæm-
andi fyrir „útvarp allra lands-
manna" að veita heyrnarskert-
um ekki betri þjónustu en gert
er?
„Nei, það er feikilega brýnt
að gera eitthvað í því máli.
Við höfum reyndar gert lítið
eitt eftir að ég kom til starfa,
tókum að okkur að greiða
kostnað vegna aðstoðar-
manna flytjenda táknmáls-
frétta. En hér þarf að gera
miklu meira. Það sem er
næst í tímaröð, vona óg, er
að heyrnleysingjar geti hag-
nýtt sér textavarpið. Þetta á
að geta orðið að veruleika á
næstunni. Núna ráðgerum
við að verða okkur úti um
búnað sem gerir það að
verkum að unnt er að kalla
textavarpið á skjáinn ofan f
það sem þar er fyrir. Þannig
á að vera hægt að lesa til
dæmis ræðu sem flutt er
jafnóðum af skjánum með
aðstoð textavarpsins.
Á móti þessu kemur svo
að margir heyrnarskertir hafa
ekki gagn af texta yfirleitt og
verða að fá allt á táknmáli.
Það eru því svolitlar mót-
sagnir í þessu. En þetta á-
stand er óviðunandi, ég segi
það umbúðalaust og við
verðum að bæta úr þessu á
komandi mánuðum og miss-
erum ef við höfum nokkur
fjárráð til.
Ég var að virða fyrir mér
fréttir í sjónvarpi í Danmörku
á dögunum, þar sem fréttirnar
klukkan sex eru textaðar. Eitt-
hvað þessu líkt verðum við að
fara að gera en það kostar
peninga."
DEILUR VEGNA
MANNARÁÐNINGA
-Þú hefur komist í hann
krappan vegna starfsmanna-
mála. Nægir að nefna starf
forstöðumanns Ríkisútvarps-
ins á Akureyri, íþróttafrétta-
manns og nú síðast starf mál-
farsráðunautar. Geta slíkar
deilur ekki veikt innviði stofn-
unarinnar og jafnvel orðstír
hennar?
„Jú, þær eru sjálfsagt vara-
samar fyrir orðstírinn! En
sannleikurinn er nú sá að ég
hef komist farsællega frá öll-
um þessum málum. Fyrn/er-
andi deildarstjóri RÚV á Akur-
eyri starfar hér á Rás 1 og
unir hag sínum vel, að ég
hygg. Varðandi starf íþrótta-
fréttamanns þá var útvarpsráð
einróma í stuðningi við ákveð-
inn mann. Ég kann ekki við að
gera mig svo digran að hafa
slíkt einróma álit að engu.
Þetta eru prýðismenn, báðir
tveir, en þarna lét ég útvarps-
ráð einfaldlega ráða - og mun
gera það. Um málfarsráðu-
nautinn er kannski best að
segja sem minnst svo að ég
ekki lofi einn en lasti annan.
En núverandi málfarsráðu-
nautur er afburða náms- og
fræðimaður í íslenskum fræð-
um. Það réð úrslitum um val
mitt.“
- Starfsmenn mótmæltu
þeirri ráðningu kröftuglega...
„Jú, það voru heilmikil mót-
mæli í einn eða tvo daga en
þau hjöðnuðu fljótt og yfirleitt
hafa svona mál tilhneigingu til
að hjaðna nokkuð fljótt.
UMDEILDAR BREYTING-
AR Á VEÐURFREGNUM
- Þú hefur líka staðið í
ströngu vegna breytinga á
veðurfregnatímum. Var nauð-
synlegt að breyta veður-
fregnatímunum og þá hvers
vegna?
„Þetta er spurning sem þú
verður að bera fram við Pál
Bergþórsson veðurstofu-
stjóra. Hann taldi þetta afar
nauðsynlegt og taldi sig hafa
gild rök og stuðning manna
víðs vegar um land til þess
arna. Þetta hefur nú sem bet-
ur fer ekki valdið neinum
illindum. Meginrök Páls voru
þau að þetta væri einfaldlega
betri þjónusta og vísindalega
nákvæmari. Við höfum í
sjálfu sér engin tök á að and-
mæla því. Það sem fór hins
vegar dálítið fyrir brjóstið á
starfsmönnum hér var breyt-
ing á veðurfregnatímum og
sú breyting hefur farið fyrir
brjóstið á fólki um allt land.
Ég féllst á það við veður-
stofustjóra að lokum að hann
fengi alla þessa nýju tíma
gegn því að hann færi hvergi
fram úr fimm mínútum. Á
þessu hefur orðið mikill mis-
brestur ocj þetta ruglar dag-
skrána. Ut af þessu er út-
varpsráð búið að samþykkja
áskorun til mín um að taka
þetta upp að nýju við veður-
stofustjóra. Málinu er sem
sagt ekki lokið.“
HERDUM SULTARÓLINA
EFTIR FÖNGUM
- Auglýsingatekjur RÚV hafa
minnkað verulega á liönu ári
og ég hef heyrt talað um tíu til
fimmtán prósenta samdrátt í
jólamánuðinum miðað við
fyrra ár. Þá bendir allt til enn
frekari samdráttar á næstunni.
Hvernig er unnt að bregðast
við þessu?
„Þarna sitjum við í sömu
súpunni og allir aðrir. Það er
allsherjar samdráttur f þjóðfé-
laginu. Við reynum að herða
sultarólina eftir föngum. Rætt
er um að samsenda nokkuð
af dagskrá beggja rása út-
varpsins í sparnaðarskyni. Ég
er andvígur því að við séum
að kosta upp á dýrt og fínt út-
varp á þeim tímum sólar-
hringsins þegar við vitum að
10VIKAN 5.TBL.1993