Vikan - 11.03.1993, Side 12
TEXTI: ANNA HILDUR HILDIBRANDSDÓTTIR
RAMMÍSLENSK
Vikan ræðir
viS Steinunni
Bjarnadóttur
leikkonu á
tímamótum
Steinunn Bjarnadóttir sló
eftirminnilega í gegn á
áttunda áratugnum þeg-
ar hún söng sig inn í hug og
hjörtu landsmanna með Stuð-
mönnum og varð þá þekkt
undir nafninu Stína stuð.
Steinunn hafði áður komið við
sögu á sviði og var í hópi
fyrstu leikara sem komu fram
á fjölum Þjóðleikhússins við
opnun þess árið 1950. Hún
vakti athygli sem slík og gerði
garðinn frægan bæði sem
revíuleikari og skemmtikraftur
næstu áratugi á eftir.
Nú, fimmtán árum eftir að
Stínu stuð nafngiftin festist við
Steinunni, stendur hún á sjö-
tugu. Vikan heimsótti hana af
því tilefni á Stanwick Road
þar sem hún hefur búið alla
tíð frá því að hún gifti sig hér í
London fyrir tuttugu og átta
árum. Steinunn segir
skemmtilega frá og dregur
ekkert undan þegar hún rifjar
upp viðburðaríka og stundum
stormasama ævi.
FUNDU EKKI Á SÉR
AF PILSNERNUM
Steinunn fæddist 15. febrúar
árið 1923 í Skarðsbúð á Akra-
nesi. Foreldrar hennar voru
Bjarni Hafsteinsson sjómaður
og Geirþrúður Tryggvadóttir
húsmóðir. Steinunn var
aðeins barn að aldri þeg-
ar faðir hennar dó og
hún fluttist þá með
móður sinni og annarri
systur sinni til Hafn-
arfjarðar en hin
varð eftir á
Akranesi.
„Mamma vaskaði í fiski til
að framfleyta fjölskyldunni.
Kidda systir fór í Flensborg en
ég var f barnaskólanum við
Lækinn." Á unglingsárunum
vann Steinunn síðan í mjólk-
urbúðinni við Norðurbraut þar
sem hún var alin upp. „Það
voru sæti fyrir framan búðar-
borðið og ég man að það var
líka seldur pilsner þarna. Þeg-
ar Bretarnir komu til Hafnar-
fjarðar komu þeir alltaf þarna
inn og pöntuðu sér pilsner.
Þeir voru hins vegar alveg
hissa að þeir fundu
aldrei á sér.
Það var
ekkert
klósett til staðar og ég man að
þeir voru alltaf að fara út að
pissa," segir Steinunn hlæj-
andi. Á þeim tíma kunni hún
enga ensku og segist bara
hafa notast við fingramálið.
Það leið hins vegar ekki á
löngu þangað til afgreiðslu-
stelpan á Norðurbrautinni
heimsótti heimahaga her-
mannanna, ákveðin í að
leggja leiklist fyrir sig.
Áðspurð segist hún ekkert
vita hvernig á því stóð að hún
fór að leika. „Mér fannst þetta
bara það eina
sem ég gat
gert. Við
vorum
alltaf saman í leikritum í
barnaskólanum, ég og Herdís
Þorvalds, og svo tróðum við
krakkarnir oft upp í Morgun-
stjörnunni sem var stúka í
Hafnarfirði. Húsið fylltist und-
antekningarlaust þegar fólk
vissi að við krakkarnir ætluð-
um að leika. Ég var alltaf að
skemmta og herma eftir fólki.
Ég söng með hjálpræðishern-
um og kom svo heim til
mömmu og hermdi eftir kerl-
ingunum. Þá hló mamma og
tók oft þátt í leiknum með
mér. Hún var svo góð eftir-
herma líka, sennilega hef ég
erft hæfileikana frá henni.“
ÚR HUÓMSKÁLA-
GARÐINUM TIL
LONDON
Steinunn segir að ekki síst
hafi haft áhrif sú hvatning sem
hún fékk frá uppáhalds-
leikkonu sinni, Soffíu Guð-
laugsdóttur, þegar hún
kynntist henni við sumar-
störf á hótelinu á Laugar-
vatni. „Þegar mamma dó
flutti ég til Reykjavíkur og
fór í Leikskóla Lárusar
Pálssonar, sem þá var starf-
ræktur í Hljómskálagarðin-
um. Þar voru með mér allir Leikkonan
þessir gömlu, góðu steinunn
leikarar, Rurik, ttir sjö.
Baldvin, tug.