Vikan


Vikan - 11.03.1993, Qupperneq 12

Vikan - 11.03.1993, Qupperneq 12
TEXTI: ANNA HILDUR HILDIBRANDSDÓTTIR RAMMÍSLENSK Vikan ræðir viS Steinunni Bjarnadóttur leikkonu á tímamótum Steinunn Bjarnadóttir sló eftirminnilega í gegn á áttunda áratugnum þeg- ar hún söng sig inn í hug og hjörtu landsmanna með Stuð- mönnum og varð þá þekkt undir nafninu Stína stuð. Steinunn hafði áður komið við sögu á sviði og var í hópi fyrstu leikara sem komu fram á fjölum Þjóðleikhússins við opnun þess árið 1950. Hún vakti athygli sem slík og gerði garðinn frægan bæði sem revíuleikari og skemmtikraftur næstu áratugi á eftir. Nú, fimmtán árum eftir að Stínu stuð nafngiftin festist við Steinunni, stendur hún á sjö- tugu. Vikan heimsótti hana af því tilefni á Stanwick Road þar sem hún hefur búið alla tíð frá því að hún gifti sig hér í London fyrir tuttugu og átta árum. Steinunn segir skemmtilega frá og dregur ekkert undan þegar hún rifjar upp viðburðaríka og stundum stormasama ævi. FUNDU EKKI Á SÉR AF PILSNERNUM Steinunn fæddist 15. febrúar árið 1923 í Skarðsbúð á Akra- nesi. Foreldrar hennar voru Bjarni Hafsteinsson sjómaður og Geirþrúður Tryggvadóttir húsmóðir. Steinunn var aðeins barn að aldri þeg- ar faðir hennar dó og hún fluttist þá með móður sinni og annarri systur sinni til Hafn- arfjarðar en hin varð eftir á Akranesi. „Mamma vaskaði í fiski til að framfleyta fjölskyldunni. Kidda systir fór í Flensborg en ég var f barnaskólanum við Lækinn." Á unglingsárunum vann Steinunn síðan í mjólk- urbúðinni við Norðurbraut þar sem hún var alin upp. „Það voru sæti fyrir framan búðar- borðið og ég man að það var líka seldur pilsner þarna. Þeg- ar Bretarnir komu til Hafnar- fjarðar komu þeir alltaf þarna inn og pöntuðu sér pilsner. Þeir voru hins vegar alveg hissa að þeir fundu aldrei á sér. Það var ekkert klósett til staðar og ég man að þeir voru alltaf að fara út að pissa," segir Steinunn hlæj- andi. Á þeim tíma kunni hún enga ensku og segist bara hafa notast við fingramálið. Það leið hins vegar ekki á löngu þangað til afgreiðslu- stelpan á Norðurbrautinni heimsótti heimahaga her- mannanna, ákveðin í að leggja leiklist fyrir sig. Áðspurð segist hún ekkert vita hvernig á því stóð að hún fór að leika. „Mér fannst þetta bara það eina sem ég gat gert. Við vorum alltaf saman í leikritum í barnaskólanum, ég og Herdís Þorvalds, og svo tróðum við krakkarnir oft upp í Morgun- stjörnunni sem var stúka í Hafnarfirði. Húsið fylltist und- antekningarlaust þegar fólk vissi að við krakkarnir ætluð- um að leika. Ég var alltaf að skemmta og herma eftir fólki. Ég söng með hjálpræðishern- um og kom svo heim til mömmu og hermdi eftir kerl- ingunum. Þá hló mamma og tók oft þátt í leiknum með mér. Hún var svo góð eftir- herma líka, sennilega hef ég erft hæfileikana frá henni.“ ÚR HUÓMSKÁLA- GARÐINUM TIL LONDON Steinunn segir að ekki síst hafi haft áhrif sú hvatning sem hún fékk frá uppáhalds- leikkonu sinni, Soffíu Guð- laugsdóttur, þegar hún kynntist henni við sumar- störf á hótelinu á Laugar- vatni. „Þegar mamma dó flutti ég til Reykjavíkur og fór í Leikskóla Lárusar Pálssonar, sem þá var starf- ræktur í Hljómskálagarðin- um. Þar voru með mér allir Leikkonan þessir gömlu, góðu steinunn leikarar, Rurik, ttir sjö. Baldvin, tug.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.